Sumarferð 1
Sælir súkkubændur, helgina 8-10 júlí ætlum við að skella okkur í fyrstu sumarferðina, förinni er heitið á árlegan áfangastað súkkuklúbbsins en það er Lambhagi við rætur Búrfells, sundföt skulu brúkuð því ef stemning er fyrir því er ætlunin að aka upp dómadal og inn í Landmannalaugar og fara í laugina, aðstöðugjald hefur verið 400 krónur þar síðastliðin ár.

Ekkert kostar að nota tjaldsvæðið í Lambhaga en ætli fólk að grilla þarf það sjálft að koma með grill.

Brottför verður um kvöldmatarleyti á föstudeginum, laugardagurinn tekinn snemma og í framhaldi ákveðið hvort ekið verður heim um laugardagseftirmiðdag eða gist aðra nótt.

Við hittumst kl 19:00 við Olís rauðavatn föstudaginn 8 júlí


Þeir sem hafa hugsað sér að fara er bent á að skrá sig í ferðina í þar til gerðum spjallþræði á spjallinu.

Ferðinni hefur verið aflýst um óákveðinn tíma vegna lélegrar móttöku og skráningu í ferðina, hún verður farin síðar í sumar.
Sævar on Sunday 26 June 2011 - 11:24:37 | Read/Post Comment: 4

Comments are locked
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design