Forums
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda :: Forums :: Tæknilega hornið :: Viðgerðir, breytingar og eilífðarverkefni
foxinn hans Guðna Sveins. Kominn á 46" Myndir 26. mars << Previous thread | Next thread >>
Go to page  [1] 2 3
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
jeepson
Tue May 11 2010, 05:38p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Sælir félagar. Hann Guðni Sveins var að senda mér myndir af einni af súkkunum sínum. Og bað mig um að setja inn myndir á spjallið fyrir sig. Þennan fox er hann að taka í gegn um þessar mundir. En best er að hann segi frá þessu verkefni Hér koma myndir.





Ég er nú ekki frá því að það sjáist þarna í diesel súkkuna hans í bakgrunninum sem er 36" breytt





nýju myndirnar....






Jæja hér koma nýjustu myndir. Þetta er semsagt myndir af bremsu búnaðinum..








Jæja hér koma nýjustu myndir.








Hér koma nýjustu myndir


















[ Edited Sat Mar 26 2011, 06:39p.m. ]
Back to top
Sævar
Tue May 11 2010, 06:15p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Kominn með þennan aftur kallinn, lýst vel á þetta.
Back to top
jeepson
Tue May 11 2010, 06:48p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
haha já. Það verður gaman að sjá þennan þegar hann verður ready. En Guðni tekur sér vonandi tíma til að segja okkur hvað hann ætlar sér að gera í þetta skiptið við foxinn
Back to top
sukkaturbo
Wed May 12 2010, 08:18p.m.
trölli
Registered Member #248

Posts: 84
Sælir sukkumenn þá er sá gamli kominn í bótox meðferð. Hann var orðinn frekar þreyttur en ekki ryðgaður. Bíllinn er þannig útbúinn að vélin er V-6 Ford 2,8 lít með fimmgíra orginal kassa og millikassa sem núna er orðinn milligír með Dana 300 aftast. Þetta véla og kassa dót eru úr Bronco ll með Motorcarft blöndung svo til nýjum engin tölva er í bílnum nema kanski stýringin fyrir kveikjuna. Ég er búinn að parta bílinn gjörsamlega í frumeindir bæði drif og kassa og er búinn að fá aðra vél úr Bronco 1985 sem er aðeins ekinn 100.000km frá upphafi og verður hún yfirfarinn. Bíllinn er á Toyota hásingum þessum léttu og gömlu með fourlink að aftan og Range Rover að framan og stýristjakk. Læsingar eru raflásar sem búið er að breita og setja á loft tjakka og er það að virka vel. Hlutföllin eru 5:70 og demparar eru sérsmíðaðir fyrir þenna bíl og eru frá Koní. Afturhásing var færð aftur um 40 cm og framhásing fram um 10 cm og ökumaður situr í miðjum bíl og síðan er 50% þungi á hvorn öxul miðað við 110 lít af bensíni sem er aftast og 25kg rafgeymi.Ég vigtaði undirvagninn með vél og öllu tilheyrandi (vantar bensín á tank og vatn á vélina) er 1000kg. Yfirbyggingu verður breitt bíllinn verður gerður að pickup. Húsið tekið í sundur aftan við framsæti þó þannig að hægt verði að leggja sætisbök aftur.Lokað verður með áli og aftasta hlutanum af plasthúsinu og sett plexigler í efrihlutan sem afturgluggi. Veltibogi verður í húsinu. Mælaborð verður að mestu úr áli en reynt að halda orginal mælunum. Miðjustokkur í gólfi verður auðlosanlegur þannig að gott verði að komast að kössum. Pallurinn verður úr 2mm áli og álprófílum og vigtar kanski 25kg. Undir pallinum verður bensíntankur úr áli er til nú þegar og rafgeymirinn og tvöfalt púst úr álrörum afturúr. Stuðarar eru nú þegar úr áli með afturljósunum í og festast á grindina. Framendi er ekki alveg fullhannaður en verið að skoða hvort sé hægt að hafa hann svo til heilan til að hægt sé að taka hann af í heilulagi en húddið samt eins og það er á lömum til að opna í vindi.Vélin var vigtuð með öllu utan á og kúplingu og var hún tæp 200kg.Bíllinn verður settur á 44" Dic cepek og 18" breiðar léttmálmsfelgur sem ég lét sjóða brúnir á hjá Magga felgubreikkara og festingar fyrir utanáliggjandi úrhleypibúnað sem ég set orðið í alla mína jeppa algjör snild í ófærð og vondu veðri. Síðan er ég með 40" radíal dekk á 17" felgum 14" breiðum og líka 38" hálf slitinn Mudder til skorinn. Ég mun setja inn myndir eða i vinur minn hann Gísli því ég kann ekki að minka myndirna kveðja Guðni á Sigló

[ Edited Wed May 12 2010, 08:30p.m. ]
Back to top
jeepson
Wed May 12 2010, 09:26p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Frábært að heyra þetta Guðni. Þetta er heljarinar smíði og hlakkar mig til að fá sendar myndi og setja inn fyrir þig.
Back to top
jeepson
Wed May 12 2010, 09:48p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Jæja var að fá sendar 3 myndir í viðbót. Er ekki réttast að henda þeim inn






Þetta lýtur alt rosa vel út hjá þér Guðni
Back to top
sukkaturbo
Wed May 12 2010, 10:40p.m.
trölli
Registered Member #248

Posts: 84
þetta verður skemmtilegt verk. Er að hugsa um að hafa gormana gula og stífurnar ásamt drifköglinum sem kemur fram úr hásingunni en hásinguna svarta og demparana Orange grindin verður svört væri gaman að fá upp á stungur og sniðugar hugmyndir varðandi verkefnið stefni á að bíllinn verði klár á þorláksmessu næstkomandi kveðja Guðni
Back to top
jeepson
Wed May 12 2010, 10:51p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Svo hefuru bílinn svartan með svona litlum gulum röndum á hliðunum. þá verður þetta alveg svakaleg gangster kerra hehe...
Back to top
Brynjar
Thu May 13 2010, 02:41a.m.
Registered Member #26

Posts: 445
er þessi vél sem þú fékkst sú sama þar að segja 2,8 v6 bensín? engar v6 hugsanir eða dísel? Þú hefur ekkert pælt í að fá þér 42 tommu radíal dekk undir hann? er 44 tomman einhvað farinn að bælast fyrr en í 3-4 pundum fyrst bíllinn er svona léttur ?
Back to top
sukkaturbo
Thu May 13 2010, 12:17p.m.
trölli
Registered Member #248

Posts: 84
áttu við V-8 nei hef ekki lagt í það þessi V-6 vél er létt og auðvelt að fá hana til að virka með blöndung og vinnu í heddum. Ég er með 40" radialdekk sem eru microskorin og búið að fræsa munstrið af á hliðunum til að gera þau mýkri. Þau eru á 17" háum felgum sem eru 14" breiðar 6 gata var með þetta undir Patrol eru líklega of stíf n veit það ekki ennþá. Sama verður með 44" hún er aðeins farinn að slitna sirka 10 mm eftir af munstri. Bíllinn verður líklega 1500kg með bensíni og manni eða ég vona það allavega það verður alltaf hægt að létta bílstjóran en hann er 140kg í dag kveðja trölli
Back to top
jeepson
Sun May 16 2010, 10:28p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Jæja strákar. Það eru komnar nýjar myndir. Setti þær í póst 1 og mun setja allar myndir sem ða Guðni sendir mér þangað
Back to top
jeepson
Tue May 18 2010, 10:54p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
jæja nýjar myndir komu í kvöld. Vonandi lýst ykkur á þetta
Back to top
Mosi
Wed May 19 2010, 12:00a.m.
Registered Member #74

Posts: 41
Er hann að gera bremsuborðana klára fyrir málningu á síðustu myndinni hahaha
Þetta er bara snilld...

[ Edited Wed May 19 2010, 12:01a.m. ]
Back to top
jeepson
Wed May 19 2010, 03:42p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Mosi wrote ...

Er hann að gera bremsuborðana klára fyrir málningu á síðustu myndinni hahaha
Þetta er bara snilld...


já það eru ekki allir sem eru með málaða bremsuborða sko
Back to top
sukkaturbo
Thu May 20 2010, 11:29p.m.
trölli
Registered Member #248

Posts: 84
jæja þá er hann búinn að aftan. Er búinn að rífa að framan og taka kassana úr og verður allt rifið og skoða með stækkunargleri og endurnýjað síðan var ég að finna lægra lágadrif á Dana 300 millikassan sem er orginal með 2:62 í dag en ég fann 4:1 sem kostar 550 dollara úti þá væri hann með gíringu 5:70 drif x 4.5 í fyrsta gír 2.72 í milligírnum og x 4.1 í millikassa orðið þokkalega lágt í gamla fox og 44" cepek á 18" breiðum léttmálmsfelgum og bíllinn sirka 1500kg
Back to top
jeepson
Thu May 20 2010, 11:36p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Þetta endar á því að þú getur farið að prjóna á honum Guðni
Back to top
gisli
Fri May 21 2010, 12:00a.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Þá ertu með næstum 1:290 út í hjól. Mér finnst það nú eiginlega overkill, nema ef bíllinn væri algerlega haugamáttlaus, sem hann er væntanlega ekki.
Kv.
Gísli
Back to top
sukkaturbo
Fri May 21 2010, 12:47p.m.
trölli
Registered Member #248

Posts: 84
þetta er gott í lausamjöll hef verið með þetta sirka í Hilux eða 1:180. Það er líka kostur að vera með tvö mismunandi lágadrif anna 2:72 og hitt 1:4 getur komið vel út til að finna rétta gírinn. Þetta er auðvitað allt bölvuð vitleysa hjá mér en vildi gera eitthvað fyrir þann gamla því ég held að hann sé að koma í mína eigu í þriðja eða fjórða skipti hann verður líklega settur síðan upp á hillu þegar ég er búinn. Nú þarf að hann álpallinn hann verður þannig að hægt verpur að sturta honum set hann á löm að aftan síðan góðar hlera pumpur sem halda honum á lofti meðan er tankað og litið í verkfæra kistuna er líka gagnlegt að geta sturtað svefnpokanum af við skáldyrnar.
Back to top
ierno
Sun May 23 2010, 06:48p.m.
ierno
Registered Member #109

Posts: 73
Lægra er alltaf betra! Líka þó maður væri með 1000 hesta.
Back to top
Sævar
Sun May 23 2010, 06:51p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Gott að hafa nóg úrval bara. Þessvegna er ég hlynntari auka og milligírum frekar en hlutföllum í hásingar.
Back to top
gisli
Sun May 23 2010, 09:47p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Snilld að vera með milligír, það var nú bara það að kaupa í hann 4.1 hlutfallið sem mér fannst vera óþarfi
En þetta verður snilld, bannað að selja hann án þess að fara amk eina súkkuferð.
Back to top
sukkaturbo
Sun May 23 2010, 11:56p.m.
trölli
Registered Member #248

Posts: 84
hann verður settur á sukkusafnið
Back to top
jeepson
Sat Jun 05 2010, 07:54p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Jæja nýja myndir komnar.. Alt að gerast hjá Guðna
Back to top
Valdi 27
Sat Jun 05 2010, 09:41p.m.
Registered Member #48

Posts: 215
Geðveik vinnu aðstaða sem han er með. Er hún hans eigin eða??
Back to top
sukkaturbo
Sun Jun 06 2010, 09:15a.m.
trölli
Registered Member #248

Posts: 84
Sælir félagar vonandi hafið þið gaman af að sjá myndir af þessu brölti í mér en það kom smá stopp í þetta hjá mér varð að fara í sumarfrí með fjölskylduna í viku, en gat farið með framdrifis köggulinn með mér og eitt 150.000 í það svo er ég kom heim fórum við í að rífa og parta einn ford 250 í varahluti. Annars nú vantar mig 49" dekk fyrir 15" felgur undir Foxinn til að sýna hann á kveðja sukkaturbo
Back to top
Brynjar
Sun Jun 06 2010, 07:08p.m.
Registered Member #26

Posts: 445
49 tommu á Fox. bara í lagi.
Back to top
sukkaturbo
Sun Jun 06 2010, 09:12p.m.
trölli
Registered Member #248

Posts: 84
veit einhver hér á þessum vef um gamlan og útslitinn 49 eða 46 gang fyrir 15" felgur væri æðislegt að máta þetta undir svona til gamans.Ég ætla að klára grindina og drifrásina í næstu viku en eftir það verður byrjað á vélinni. Hvernig lýst mönnum á að gera excab hús með tvöföldu pústi upp með húsinu að aftan kanski hliðarpúst af einhverjum 8 cy amerískum kagga upp með húsinu kveðja sukkaturbo
Back to top
Brynjar
Sun Jun 06 2010, 10:35p.m.
Registered Member #26

Posts: 445
lýst mjög vel á extracap húsið það er mun betra en single cab. Þá getur maður allavegna haft svefnbúnað og annað inní bíl í stað útá palla. tvöfalt púst upp með húsinnu er klárlega málið á öllum pickupum.
Back to top
jeepson
Mon Jun 07 2010, 02:11a.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Þú verður klárlega að hafa 2falt púst. Svona fyrst að þetta á að vera trukkur, þá verður hann að vera með trukka lúkkinu
Back to top
jeepson
Thu Jun 10 2010, 10:05p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Jæja nýjustu myndir eru komnar. Vonadi lýst ykkur á þetta. Það er alt að gerast hjá honum Guðna
Back to top
jeepson
Tue Jun 22 2010, 10:50p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Jæja smá mynda update. Ég nenni ekki að setja þetta í fyrsta póstin þar sem að það er orðið full mikið af myndum
en ég læt nú Guðna um að segja frá









Alt að gerast hjá honum Guðna eins og sést

Back to top
jeepson
Sat Jul 03 2010, 06:31p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Hér koma nokkrar af honum eins og hann var. Það gefur mönnum hugmynd um hvernig hann verður.




Ekki er barbie cruiserinn stór miðað við súkkuna

Back to top
hobo
Sat Jul 03 2010, 07:20p.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
Þessi á eftir að ógilda spurninguna "hvernig er færið?" því það verður alltaf gott færi hjá þessari súkku..
Back to top
jeepson
Sat Jul 03 2010, 09:02p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
hobo wrote ...

Þessi á eftir að ógilda spurninguna "hvernig er færið?" því það verður alltaf gott færi hjá þessari súkku..


Hahaha. já það má segja það. Þegar menn verða fastir á patrol og öllum þessum stóru þungu trukkum. þá kemur þessi bara fartandi frammúr hinum
Back to top
Valdi 27
Sun Jul 04 2010, 12:31a.m.
Registered Member #48

Posts: 215
Glæsilegt alveg hreint, en nú spyr eg eins og asni, tók ekkert eftir því í þræðinum hvernig rella væri að fara í hann. Getur einhver svarað því??
Back to top
jeepson
Sun Jul 04 2010, 04:19a.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Hmm það átti að vera búið að koma með yfirlýsingu. En það er V6 ford sem verður í honum. Minnir að það sé 2,8 sem er eitthvað búið að eiga við. Þetta á alt að standa í þræðinum.
Back to top
Magnús Þór
Sun Jul 04 2010, 07:28p.m.
Magnús Þór
Registered Member #80

Posts: 143
jeepson wrote ...

hobo wrote ...

Þessi á eftir að ógilda spurninguna "hvernig er færið?" því það verður alltaf gott færi hjá þessari súkku..


Hahaha. já það má segja það. Þegar menn verða fastir á patrol og öllum þessum stóru þungu trukkum. þá kemur þessi bara fartandi frammúr hinum

Bara eins og hver önnur súkka,,,hehehe

"Bíllinn er þannig útbúinn að vélin er V-6 Ford 2,8 lít með fimmgíra orginal kassa og millikassa sem núna er orðinn milligír með Dana 300 aftast. Þetta véla og kassa dót eru úr Bronco ll með Motorcarft blöndung svo til nýjum engin tölva er í bílnum nema kanski stýringin fyrir kveikjuna. "

Póstur 4
Back to top
hobo
Sun Jul 04 2010, 09:33p.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
Ein spurning, er bíllinn á Suzuki grind?
Back to top
jeepson
Sun Jul 04 2010, 09:35p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Já mig minnir alveg öruglega að þetta sé súkku grind. annars ætti nú guðni að geta varað því 100% fyrir okkur
Back to top
jeepson
Mon Jul 05 2010, 12:13a.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Guðni virðist ekki geta skráð sig inná spjallið núna, en var að lesa þráðin og sendi mér þetta.


Sæll Gísli ég kemst ekki inn á vefinn þetta gerðist líka um daginn eitthvað bilað. Sukkan er með orginal grindina og allt orginal nema drifrásin sem er toyota og ford ég er mikið að hugsa um að hafa hann eins og hann var og ekki gera pickup hann er svo orginal svona með húsinu eða hvað finnst þér þeir eru fáir eftir svona heilir kveðja Guðni.
Back to top
hobo
Mon Jul 05 2010, 08:10a.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
ok þá er þetta semsagt ennþá alvöru súkka en ekki bara eitthvað dót með súkkuboddíi. gott mál.
Það er gaman að fylgjast með þessum framkvæmdum því þarna er vandað vel til verka og hver einasta snitti málað.
Back to top
jeepson
Mon Jul 05 2010, 03:12p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Já hann Guðni virðist ekkert vera að spara eitt né neitt. Þetta á að vera alvöru græja
Back to top
jeepson
Wed Jul 07 2010, 09:00p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Jæja hér koma nokkrar myndir svona til að hressa uppá þráðin. Guðni fer nú vonandi að senda mér nýja myndir af uppgerðinni
En þetta eru myndir sem sýna nú svona hvernig græjan verður. Það verður gaman að sjá hvað þessi trukkur mun draga marg upp í jeppaferðum









Back to top
jeepson
Tue Jul 20 2010, 08:22p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Hér kemur nýjasta myndin sem að ég fékk hjá honum Guðna. Ég hef afrekað að glata hinum myndunum sem að hann sendi mér. Ég læt hann senda mér fleiri myndir
Back to top
jeepson
Sat Jul 31 2010, 11:44p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Jæja. Smá mynda update.






Flottar felgur
Back to top
Magnús Þór
Sun Aug 01 2010, 02:41p.m.
Magnús Þór
Registered Member #80

Posts: 143
þetta er orðið helvíti myndarlegt.
Back to top
jeepson
Sun Aug 01 2010, 06:18p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Magnús Þór wrote ...

þetta er orðið helvíti myndarlegt.


Já þetta er alt að skríða saman hjá kallinum. Hellvíti flottar felgurnar á neðstu 2 myndunum. Um að gera að pimpa þetta aðeins
Back to top
jeepson
Sun Sep 12 2010, 10:16p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Jæja þá koma fleiri myndir!!!

Svo fer ryðfrítt púst undir græjuna.


rafkerfið bíður eftir að komast í.

rafkerfið og vélin komin í gang

Spurning um að henda honum bara á 49" hehe

Back to top
Loki
Mon Sep 13 2010, 03:53p.m.
Registered Member #77

Posts: 37
jeepson wrote ...

Jæja. Smá mynda update.


´Skemmtileg samsetning og flott að nota upphaflegt lágadrif sem skriðgír.
-Ég á samt erfitt að átta mig á því af hverju fjöðrun er stillt upp með efri brún á gormum við neðri brún á grind!
Þetta er auðvitað fínt ef aka á í ám og skörum alla daga. -En þetta er óhentugt í brattlendi og vindi og slæmt til hraðaksturs á jökli.

þetta virkar frekar Amerískt......
Back to top
jeepson
Mon Sep 13 2010, 06:07p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Sæll loki. Guðni kemst ekki inná spjallið eins og er.. En vonandi Tekst það hjá honum sem fyrst. En hann sendi mér mail með svari við þinni spurningu Hér kemur svarið:

Sæll Gísli það er einn félaginn að kommenta á Sukkuna hjá mér afhverju gormarnir eru ekki utan á grindinni og jafnir eða ofan við grind. Þeir eru utan á grindinni að framan og jafnir efribrún á grind að aftan var ekki pláss utan á grindinni og eru þeir rúmlega 1/2 útfyrir grindina að aftan en neðan í henni. Þessi sukka er það stöðug í hliðarhalla að menn hafa ekki þorað að elta hana á bílum í sama stærðarflokki og hún fer svo hratt yfir í ósléttu að það er fáránlegt og það vantar alltaf hestöfl frekar en fjöðrun í bílinn En síðan það að bíll af þessari stærð sem tekur 46" dekk þarf að vera hár ég gæti troðið 49" minni undir en kramið ræður ekki við það og bíllinn langbestur á slitnum 38" Grand Hawk kveðja Guðni.
Back to top
Go to page  [1] 2 3  

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design