Forums
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda :: Forums :: Almennt spjall :: Smáauglýsingar :: Vara og aukahlutir
Suzuki Sidekick ´94 varahlutir -Myndir- << Previous thread | Next thread >>
Go to page  [1] 2 3 4
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
hobo
Mon Jun 28 2010, 08:04p.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
Á til talsvert af nýtanlegum varahlutum t.d:

Afturdrif 5.125 - 12.000 kr
ýmsir vélahlutir - ?
afturdrifskaft - 4000 kr
framdrifskaft (án krossa) - 2000 kr
miðstöðvarelement - 7000 kr
miðstöðvarmótor - 4000 kr
rúðuþurrkumótorar - 2500 kr st

---------------

framhurðir - 6000 kr stk
afturhurðir - 5000 kr stk
húdd - 5000 kr
hægri spegill - 2500 kr
framljós með stöðuljósum - 4000 kr stk
afturljós - 2000 kr stk

og örugglega margt fleira..

Hörður
S: 8626087 hordurbja©gmail.com

[ Edited Sun Jan 29 2012, 08:32p.m. ]
Back to top
Sævar
Mon Jun 28 2010, 08:12p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Ég hef áhuga á drifhlutföllunum, hvað rukkarðu mig um þau ef ég ríf þau úr sjálfur

þ.e. ef bíllinn er bsk...
Back to top
hobo
Mon Jun 28 2010, 08:28p.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
Það er nú það..
Pælingin var að nýta það helsta fyrir sjálfan mig og voru drifin það sem ég ætlaði að skoða. Mér finnst að minn græni mætti fara hægar í lága drifinu en vil samt ekki að vélin snúist mikið hraðar í 5. gír. Ég veit ekki hvaða hlutföll ég er með en þetta var eitthvað sem ég ætlaði að kanna. Ef svo færi að ég myndi selja drifin þá fer þetta á sanngjarnan pening plús að ég myndi ekki rukka meira fyrir að rífa þetta úr sjálfur.
Back to top
hobo
Mon Jun 28 2010, 08:30p.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
og já bíllinn er bsk..
Back to top
Sævar
Mon Jun 28 2010, 09:16p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
þá eru sterkar líkur á að hlutföllin séu 5.12 og í sidekick eru framöxlarnir sverari en í vitöru, þ.e. rílurnar í mismunadrifinu eru 26 í stað 22.

að aftan er þetta eins í vitöru og sidekick þ.e. báðir með 26 rilu öxla

Vitaran þín er líklega á 4,8
Back to top
jeepson
Mon Jun 28 2010, 09:48p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Á meðan við erum að tala um öxla og annað. Þá passa framöxlarnir úr vitara yfir í sidekick. semsagt bílana sem eru ekki facelift. En það gildir einungis um 1600bílana. Ég kannaði þetta ú umboðinu. Þar sem að ég var einmitt búinn að heyra að vitara öxlar pössuðu ekki í sidekick. En ég er einmitt með öxul úr vitara í mínum bíl. En umboðið talaði samt um að þetta passaði bara frá 92-95 Gott að benda ykkur á þetta. Látum þetta vera fróðleiks mola dagsins
Back to top
Sævar
Mon Jun 28 2010, 09:50p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Þetta passar á milli sidekick og vitara ef þú færir innri liðinn á milli(hann bilar sjaldan nema hosan rifni eða liðurinn einfaldlega brotni.
Back to top
hobo
Mon Jun 28 2010, 09:52p.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
Ég skal vera í bandi Sævar ef ég læt þetta frá mér og takk fyrir upplýsingarnar.
Þetta er 1600cc sidekick ef það breytir einhverju varðandi öxlamálin.
Back to top
jeepson
Tue Jun 29 2010, 02:16a.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Er þetta breyttur eða óbreyttur hliðarsparkari sem að þú ert að fá?
Back to top
hobo
Tue Jun 29 2010, 06:21p.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
Hann er á 31" en eigandinn ætlar að hirða þau.
Það eru pottþétt upphækkunarklossar undir honum sem yrðu vitanlega til sölu.
Brettakantarnir eru lítið breiðari en orginal ef þá nokkuð.
Back to top
Tryggvi
Tue Jun 29 2010, 06:36p.m.
Registered Member #356

Posts: 198
Sæll Hörður

Það er spurning hvort að rúðan í hægri aftur hurðina þessi sem hægt er að opna og loka er heil og passar í minn 1997 Sidekick Sport... Ef svo er þá hef ég áhuga.

Kveðja,
Tryggvi
Back to top
jeepson
Tue Jun 29 2010, 06:47p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Hvað viltu fá fyrir teppið úr bílnum?
Back to top
Svenni250
Tue Jun 29 2010, 06:52p.m.
Registered Member #383

Posts: 72
fyrirgerfið að eg spir herna á þessum þræði en hvaða olia er sett a girkassan þá er eg að meina þyktina ?
Back to top
Sævar
Tue Jun 29 2010, 06:58p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
eg nota 80w90 autodata mælir með 75w90 en 80w90 á drifin.

það fer 1,5 lítri á gírkassann, athugaðu að ef bíllinn er upphækkaður, oft mismikið að framan og aftan þarftu að tjakka hann upp og hafa hann "level" áður en þú fyllir á, tappinn á gírkassanum ef nefnilega ekki fyrir miðju heldur frekar framarlega í gírahólfinu, farþegamegin séð.


endilega búðu til nýja staka þræði fyrir einstakar spurningar óviðkomandi tilteknum þræði í framtíðinni
Back to top
hobo
Tue Jun 29 2010, 07:14p.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
Tryggvi wrote ...

Sæll Hörður

Það er spurning hvort að rúðan í hægri aftur hurðina þessi sem hægt er að opna og loka er heil og passar í minn 1997 Sidekick Sport... Ef svo er þá hef ég áhuga.

Kveðja,
Tryggvi


Sælir
Mig minnir að það hafi verið lélegar filmur í afturrúðunum. Ætli það sé ekki hægt að ná gömlum filmum af?
Ég skal kanna hvernig ástandið á henni er, fæ bílinn líklegast á morgun.


Back to top
hobo
Tue Jun 29 2010, 07:16p.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
jeepson wrote ...

Hvað viltu fá fyrir teppið úr bílnum?


Ég vissi ekki að það væri einhvers virði hehe, en ljúft væri að fá eina kippu af ísköldum
Back to top
Mosi
Tue Jun 29 2010, 08:50p.m.
Registered Member #74

Posts: 41
Ég hefði allveg áhuga á kössunum, sérstaklega millikassanum. Mig vantar þetta ekki í dag, en mér væri meira rótt ef þetta væri tiltækt í skúrnum hjá mér
Back to top
hobo
Tue Jun 29 2010, 08:58p.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
Mosi wrote ...

Ég hefði allveg áhuga á kössunum, sérstaklega millikassanum. Mig vantar þetta ekki í dag, en mér væri meira rótt ef þetta væri tiltækt í skúrnum hjá mér

Ég skal setja þig nr 1 á listann. Er kassarnir þínir að gefa sig?
Back to top
hobo
Tue Jun 29 2010, 09:02p.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
Hvernig er það annars súkkunördar, eru hlutföll þau sömu í gírkassa og millikassa á milli vitara og sidekick?
Back to top
Sævar
Tue Jun 29 2010, 09:50p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Ég hef heyrt að hlutföll í millikassa aftan á sjálfskiptum séu lægri í lága drifinu.

Svo eru til bsk type 1 og 2, munurinn er að type 1 er lá gíraðri en mjög sjaldgæfur, og þekkist á því að það er hægt að skipta beint úr 5 gír og í bakk.

Type 2, sem flestir eru með er með öryggisgorm sem hindrar að maður geti sett beint í bakk úr fimmta, þarft að fara í neutral og svo til hliðar, og svo í bakk.

Type 1 kassinn var algengur í 8 ventla blöndungs 89-93 suzuki og geo
Back to top
ierno
Wed Jun 30 2010, 12:42a.m.
ierno
Registered Member #109

Posts: 73
Hlutfallið í kassanum sem ég tók úr sjálfskipta bílnum hjá Einari og Agga er 1,8 eins og í beinskiptum.
Back to top
jeepson
Wed Jun 30 2010, 01:24a.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
hobo wrote ...

jeepson wrote ...

Hvað viltu fá fyrir teppið úr bílnum?


Ég vissi ekki að það væri einhvers virði hehe, en ljúft væri að fá eina kippu af ísköldum



hehe. Er ekki alt einhvers virði? En segðu mér eitt. Ertu ekkert á leið í önundarfjörðinn í sumar??? Nú eru Dýrafjarðardagar um helgina Það var nú eitthvað meira sem að ég ætlaði að fá hjá þér En Það er nú alveg dottið úr minninu í augnablikinu. Það væri kanski ekkert svo vitlaust ef að þú gætir selt mér hliðarljósin bæði aftan og framan. Ef þú ætlar þá ekki að setja þau á vitöruna
Back to top
hobo
Wed Jun 30 2010, 11:09p.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
Jæja nú er "nýr" suzuki kominn í hús.
Kostaði mig ferðalag upp í Svínadal með kerru og hvaðeina.
Kemst ekki í að skoða hann almennilega fyrr en annað kvöld en Tryggvi, í fljótu bragði sýndist mér hægri afturrúðan vera stráheil en með dökkri filmu.
Hliðarjósin eru á sínum stað og ætla ég mér ekki að nota þau. Ég skal kíkja á teppið Gísli en þetta er bíll sem eigandinn er búinn að stromreykja í, er það í lagi? Eru ekki teppin orðin lúin eftir þennan tíma?


Back to top
jeepson
Thu Jul 01 2010, 12:26a.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Það skiptir svosem engu máli. Ég hreinsa bara teppin. Ég ætlaði aðalega nota þetta sem auka einangrun yfir hitt teppið sem er í bílnum. Bara til að þetta haldi pínu meiri hita yfir vetrar tíman. Svo er jafnvel spuring um að fá kanski hjá þér öskubakkann og brakketið sem heldur honum. Það er alveg skelfilegt að vera ekki með öskubakka undir klinkið sem að safnast stundum í vösunum hjá manni.
Back to top
hobo
Thu Jul 01 2010, 08:30a.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
Ég skal halda þessu til haga en ég veit ekki með vestfjarðaferð í sumar hjá mér.
Kannski maður geti sent þér þetta í póstkröfu ef tími gefst til.


[ Edited Thu Jul 01 2010, 08:30a.m. ]
Back to top
Tryggvi
Thu Jul 01 2010, 09:42p.m.
Registered Member #356

Posts: 198
Sæll Hörður

Það væri ljúft ef hægri aftur rúðan (upp og niður rúðan) í hurðinni er heil og góð. Mín er rispuð í spað og ekki hægt að filma með góðu móti. Þannig að ef þessi sem þú ert með er rispu frí þá óska ég hér með eftir henni. Hvað ertu að hugsa um að fá fyrir hana í aurum? Eða er eitthvað bíla dót sem þig gæti vantað sem hugsanlega ég gæti átt og við gætum skipt á?

Kveðja,
Tryggvi
Back to top
hobo
Thu Jul 01 2010, 09:59p.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
Ég sendi þér póst Tryggvi.
Back to top
Mosi
Thu Jul 01 2010, 10:01p.m.
Registered Member #74

Posts: 41
hobo wrote ...

Mosi wrote ...

Ég hefði allveg áhuga á kössunum, sérstaklega millikassanum. Mig vantar þetta ekki í dag, en mér væri meira rótt ef þetta væri tiltækt í skúrnum hjá mér

Ég skal setja þig nr 1 á listann. Er kassarnir þínir að gefa sig?

Nei nei þeir eru í fínu standi ...mig langar bara að eiga Mosann að eilífu, svo er aldrei að vita nema að maður dundi sér við að smíða lóló úr öðrum millikassa
Back to top
hobo
Thu Jul 01 2010, 10:08p.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
Ég sendi þér póst mosi.
Lýst vel á lóló project!
Back to top
hobo
Fri Jul 02 2010, 11:37a.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
Hér má berja dýrðina augum.
Vélin hefur lekið hraustlega olíu síðustu misseri og er frekar sjoppulegur í flesta staði.
Brettakantarnir virðast heillegir, er þetta ekki bara fyrir 31" eða hvað?




Back to top
hobo
Fri Jul 02 2010, 11:58a.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
.

[ Edited Sun Jan 02 2011, 03:42p.m. ]
Back to top
Sævar
Fri Jul 02 2010, 12:09p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Eru þetta 16" felgur?

ef svo er á hvað fást þær
Back to top
jeepson
Fri Jul 02 2010, 03:50p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Er bílstjórahurðin ný ný eða ný notuð?
Back to top
hobo
Fri Jul 02 2010, 03:50p.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
15" felgur sorrí :/
Back to top
hobo
Fri Jul 02 2010, 04:00p.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
jeepson wrote ...

Er bílstjórahurðin ný ný eða ný notuð?

Ég var að spyrja kallinn og hann sagði að það hefði verið klesst á hann í kring um 2007.
Hann lét laga þetta og vissi að það hefði verið skipt um hurð en ekki hvort hún hefði verið ný eða notuð, en það þurfti að sprauta hana.
Þetta er því soldið óljóst og örugglega erfitt að segja, ætli þetta sjáist ekki ef maður rífur klæðninguna af og skoðar inn í hurðina?


Back to top
hobo
Fri Jul 02 2010, 04:26p.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
Bíllinn er 1994 módel
Back to top
jeepson
Fri Jul 02 2010, 07:00p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Ef að það er ekkert ryð í hurðinni þá gæti verið að ég myndi vilja fá hana. Spurning um hvað þú setur á hana. Ég átti nú von á hurð frá félaga mínum. En veit ekki alveg hvernig það fer.
Back to top
hobo
Fri Jul 02 2010, 07:13p.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
Það styttist í að maður fari í viðskiptaferð vestur með fulla kerru af súkkugulli fyrir þig.
Ég skal grandskoða hurðina fyrir þig, viltu bara fá stálið eða viltu rúðuna, spegilinn og allt klabbið?
Back to top
birgthor
Fri Jul 02 2010, 08:08p.m.
Biggi
Registered Member #225

Posts: 167
Sæll, ég vill vinstra frambrettið á eitthvað lítið
Back to top
hobo
Fri Jul 02 2010, 08:36p.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
birgthor wrote ...

Sæll, ég vill vinstra frambrettið á eitthvað lítið

Þú átt póst.
Back to top
jeepson
Fri Jul 02 2010, 09:18p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
hobo wrote ...

Það styttist í að maður fari í viðskiptaferð vestur með fulla kerru af súkkugulli fyrir þig.
Ég skal grandskoða hurðina fyrir þig, viltu bara fá stálið eða viltu rúðuna, spegilinn og allt klabbið?


Það væri auðvitað fínt að fá hurðina með öllu. Nema kanski speglinum. En ég ætla að sjá hvað félagi minn segir. Findu eitthvað verð á hurðina fyrir mig og sendu það í einkapósti Svo geturu auðvitað bara selt mér allan bíinn
Back to top
BergurMár
Mon Jul 05 2010, 01:17a.m.
Bergur Már Óskarsson
Registered Member #181

Posts: 123
sæll, hvað villtu mikið fyrir framljósin ??
Back to top
hobo
Mon Jul 05 2010, 07:09a.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
BergurMár wrote ...

sæll, hvað villtu mikið fyrir framljósin ??

Þú átt póst.
Back to top
hobo
Wed Jul 07 2010, 08:17a.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
Vill einhver eiga sætin úr bílnum, sér lítið sem ekkert á þeim en eru skítug og lykta eins og öskubakki. Eru þetta ekki betri sæti en í gömlu foxunum?
Back to top
Habbzen
Thu Jul 08 2010, 07:28a.m.
Habbzen
Registered Member #107

Posts: 185
hvað viltu fyrir teppið úr honum?
Back to top
hobo
Thu Jul 08 2010, 07:40a.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
ég var búinn að lofa Jeepson teppinu en hann þarf að drífa sig í bæinn til að missa ekki af þessari gæðavöru
Ég nenni auðvitað ekki að bíða mjög lengi.......
Back to top
jeepson
Thu Jul 08 2010, 10:02a.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Ég er nú ekkert á leið í bæinn á næstuni. Spurning um að kanna hvað kostar að kostar að senda hlutina með flutningabíl hingað vestur.
Back to top
hobo
Tue Jul 20 2010, 06:23p.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
Nú er farið að þrengja að manni í skúrnum og væri ég til í að losna við sætin, afturbekkinn og afturhlerann. Sætin og bekkurinn eru í mjög góðu standi, bara skítug en aftuhlerinn er farinn að daprast aðeins af ryði en örugglega björgunarhæfur. Ef enginn vill þetta þá hendi ég þessu. Ég væri til í 2000 kall fyrir sæti og bekk sem er gjöf en ekki gjald. Afturhlerann skal ég gefa.
Back to top
hobo
Tue Jul 20 2010, 06:24p.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
Það þýðir ekkert að sitja fyrir manni á sorphaugunum!!
Back to top
Sævar
Tue Jul 20 2010, 06:45p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Hvernig eru rúðuþurrkublöðin á framrúðunni? ég er svo mikill gyðingur að ég tími ekki að kaupa ný og væri til í að borga eitthvað smávægilegt ef þær eru ekki sprungnar.
Back to top
Go to page  [1] 2 3 4  

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design