Forums
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda :: Forums :: Almennt spjall :: Kynning
Sigurður Sverrir Ólafur Hallgrímsson << Previous thread | Next thread >>
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
SiggiHall
Tue Sep 29 2009, 04:47p.m.
Registered Member #61

Posts: 185
Sælir súkku eigendur!

Sigurður heiti ég 29ára og er frá Skagaströnd, og er stoltur súkku eigandi, ja eða þannig sko. Þannig er nefnilega að súkkan mín kemur til með að verða skráð sem landcruiser 70 (ef hún kemst einhvertíman á götuna).
Þetta byrja ósköp sakleysislega, keypti þenna bíl af félaga mínum á einn kúpplingsdik og ísetningu í súkkuna hans, þá var hann bara 33 tommu breittur, reyndar bara á orginal dekkjum, og ekki með sömu hlutföll að framan og aftan. Nú það var auðvitað ráðist í að skifta um hlutföll, og sett undir hann 33 dekk, og þannig var hann notaður einn vetur.





Og svo gerðist þetta



Brotin fjöður og kúpplingin orðin léleg, þá var ákveðið að fara í vélarskifti, en þau áttu nú ekki að verða svona mikil aðgerð eins og orðið er. Ég var búinn að redda mér 1300gti vél úr swift með öllu lúmi og tölvu, þannig að það átti ekki að vera neitt mál, en það var ákveðið að fara fyrst í vélaskifti í gulu súkkunni. Og einhverstaðar á meðan við vorum að vinna í gulu, breyttist 1300gti vélin í 302ci (5.0l) bronco vél, með c4 ssk og bronco hásingum.

Og það var byrjað að smíða



Og svo þegar það var búið, var farið á vigt, og þar kom skellurinn, ca. 300kg of þungur að framan og ekki séns að hann fengi skoðun.
Þá fékk ég grind úr 70 cruiser sem pabbi var búinn að leggja, og er búinn að færa allt yfir á hana, vantar bara að nenna að klára restina s.s að tengja bremsur, ljós, dempara að framan og eitthvað svona leiðinda pikkles.

Svona lýtur hann út í dag (reyndar kominn aftur inn)



Fór líka með hann á burnout á Ak. 2006




og þar sprakk vatnskassinn



SiggiHall
Back to top
Sævar
Tue Sep 29 2009, 04:51p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Þú ættir að geta skilið okkur hina eftir í "rooster tails" á fjöllum á þessum trukkk
Back to top
SiggiHall
Tue Sep 29 2009, 05:27p.m.
Registered Member #61

Posts: 185
hehe ætli það ekki bara
Back to top
Sævar
Tue Sep 29 2009, 05:41p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Getur hann kannski prjónað líka, mér finnst þetta svolítið spennandi.
Back to top
Sævar
Tue Sep 29 2009, 05:41p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
og já meðan ég man, velkominn.
Back to top
SiggiHall
Tue Sep 29 2009, 05:46p.m.
Registered Member #61

Posts: 185
Takk, ég er hræddur um að hann spóli frekar en að prjóna, en það á eftir að koma betur í ljós

Og meðan ég man, ég væri til í að ganga í klúbbinn, þó að bíllinn sé "tæknilega séð" ekki súkka

[ Edited Tue Sep 29 2009, 05:47p.m. ]
Back to top
stebbi1
Tue Sep 29 2009, 06:08p.m.
Registered Member #57

Posts: 355
Velkominn í hópinn
Hvað varð um 1300 gti vélina?
Back to top
SiggiHall
Tue Sep 29 2009, 06:22p.m.
Registered Member #61

Posts: 185
Takk, hún fór í gula
Back to top
olikol
Tue Sep 29 2009, 09:35p.m.
olikol

Registered Member #3

Posts: 633
og honum hennt með þessari úrvalsvél?
Back to top
gisli
Tue Sep 29 2009, 10:38p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Við förum leynt með þessa Landcruiser staðreynd, óþarfi að það fréttist eitthvað út fyrir félagið.
Velkominn, flottur bíll!
Back to top
SiggiHall
Tue Sep 29 2009, 10:56p.m.
Registered Member #61

Posts: 185
olikol wrote ...

og honum hennt með þessari úrvalsvél?


Ég veit ekki annað, því miður

Við förum leynt með þessa Landcruiser staðreynd, óþarfi að það fréttist eitthvað út fyrir félagið.
Velkominn, flottur bíll!


Takk

[ Edited Tue Sep 29 2009, 10:57p.m. ]
Back to top
gunnarja
Wed Sep 30 2009, 04:17p.m.
Registered Member #65

Posts: 56
Þessi guli var rifin á Hvammstanga í vetur sem leið.
Back to top
birgir björn
Wed Sep 30 2009, 08:25p.m.
Biggi
Registered Member #18

Posts: 1803
mér finst allveg frábært að þú skulir hafa leingt húddið en samt ekki komið vaskassanum fyrir hehe
Back to top
SiggiHall
Wed Sep 30 2009, 11:18p.m.
Registered Member #61

Posts: 185
Minnir að ég hafi lengt það um 17cm, hefði sennilega ekkert veitt af að fara í 25cm
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design