Forums
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda :: Forums :: Tæknilega hornið :: Viðgerðir, breytingar og eilífðarverkefni
Súkkan sett á Toyotu hásingar ofl. << Previous thread | Next thread >>
Go to page  [1] 2 3 4
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
Sævar
Sun Oct 03 2010, 09:10p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Sælir, ætla mér að verða kominn á 35" seinni part veturs. Er svona að dunda mér í að gera þetta ódýrt skref fyrir skref, ekkert stressaður enda nota ég bílin líka daglega.

Hér er hluti af afrakstri dagsins en ég tel mig hafa klárað framhluta bílsins fyrir 35" dekk þó enn eigi ég eftir að síkka framdrifið(sem ég er ekki viss um hvernig ég fer að að gera og síkka stýrisstangir.

En bíllinn er orðinn fjandi reisulegur og 33" lítur út eins og 31" leit út undir honum áður en ég hækkaði hann. Mjög kúl.

En hann hallar leiðinlega mikið aftur núna til að þetta samsvari sér eðlilega, en hér eru amk. myndir




Efri demparinn var áður í vitörunni, á honum snýr legupúðinn rétt, en ef honum er snúið á hvolf græðist 1" í lengingu, plús 1" klossi sem ég átti fyrir, þannig það dugar fyrir hækkunina hjá mér.



Svo setti ég stífari framgorma úr sidekick sport, og tvo 1" klossa boltaða saman ofaná.



Hér er þetta komið saman öðrum megin og virkar bara vel að því er virðist, á reyndar eftir að síkka samsláttinn örlítið að ég held, þó ég haldi að það þurfi eitthvað mikið á að ganga til að hann nái að slá saman demparanum. án þess ég hafi nokkurntíma prufað það.



Nokkuð ljóst að það þarf að síkka þetta framdrif, en hvernig?



33" er bara lítil undir honum núna...



Svona var hann fyrir, framgormarnir voru helvíti linir og hann sló saman við minnstu hraðahindranir, fjöðrunin að framan var þokkalega löng fyrir, en hún virkaði aðallega í sundur, ekkert saman, þessvegna fékk ég mér stífari gorma, til að boddíið standi hærra og hafi meiri samanfjöðrun.



Eftir hækkunina stendur hann svona.



[ Edited Sat May 19 2012, 03:28p.m. ]
Back to top
hobo
Sun Oct 03 2010, 09:19p.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
Það verður gaman að sjá hann á 35".
Er ekki málið bara að hásingavæða að framan?
Back to top
hobo
Sun Oct 03 2010, 09:20p.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
Þá þarf kannski líka að skipta út afturhásingunni til að fá sömu breidd...
Back to top
Sævar
Sun Oct 03 2010, 09:20p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Ég hef mikið gælt við þá hugmynd en það er fyrir utan mitt kunnáttu og fjárráðstöfunarsvið.

Ég mun ábyggilega enda á því einhverntíma, en ekki meðan ég treysti á hann í daglegum akstri.
Back to top
Sævar
Sun Oct 03 2010, 09:23p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Súkkan mín með 0.5" spacer á öll hjól er í sömu vídd og landcruiser og hilux 97-200? módel, þeir eru glettilega líkir á breidd og toyoturnar, en ég myndi eflaust þá fá mér gamlar toyotu hásingar og 5.71 hlutföll til að virka betur með stærri hjólum, eða fá millidrif á milli gírkassa og millikassa.
Back to top
Tryggvi
Sun Oct 03 2010, 09:30p.m.
Registered Member #356

Posts: 198
Sæll Sævar

Það er spurning um að panta eitt svona:
"Diff Drop Bracket Set"
http://www.alteredegomotorsports.com/tracker-suspension.html

Þetta er hlutur sem ég er að velta fyrir mér að panta sjálfur. Einnig er ég að huga að því að bæta við 1" hækkun í viðbót ofan á gormum í formi nýjan klossa sem er hærri eða auka klossa.

Kveðja,
Tryggvi
Back to top
hobo
Sun Oct 03 2010, 09:35p.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
ansk.. eru þetta flottar vörur!
Back to top
Sævar
Sun Oct 03 2010, 09:42p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Já sæll tryggvi, ég var akkurat að skoða þessa vöru en velti því fyrir mér hvernig útfærslan er á þriðja púðanum, þeim sem liggur ofan á þverstífunni milli grindarbitanna undir olíupönnunni á vélinni,

Ef drifið er síkkað með hinum 2 púðunum þá hallast drifið væntanlega fram, við það kemur halli á skaftið og það rekst í hornið á gírkassanum, eða hvað?

nú er þetta eitthvað sem ég ekki kann og hef ekki reynslu af :/ Kannski er allt í lagi að það hallist, að því undanskildu að þá kemst ekki rétt magn af olíu á drifið nema maður viti hvað maður er að gera.
Back to top
hobo
Sun Oct 03 2010, 09:53p.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
Er þetta ekki bara svolítið sem verður bara að byrja á til að hægt sé að klóra sig áfram og leysa mögulega þröskulda. Kostar reyndar bílmissi í einhvern tíma..
Back to top
rockybaby
Sun Oct 03 2010, 10:08p.m.
rockybaby
Registered Member #148

Posts: 64
Líst vel á þessa klafa frá þessum aðila sem hann Tryggvi benti á . Þessir klafar færa nafið fram um 1.5" sem auka möguleikann á stærri dekkjum , þeir eru svolítið dýrir en þá er það spurning að athuga klafana úr sidekick sport eða hreinlega smíða nýja klafa sem færa nafið framar , auk þess sem þar kemur betri spindilhalli þegar beygt er og minnkar hættuna á að bifreiði rási, kannski hlutur sem mætti skoða ?
Back to top
birgir björn
Sun Oct 03 2010, 10:12p.m.
Biggi
Registered Member #18

Posts: 1803
eg held að þið ættuð að skera þetta allt undann og setja rör í staðin það er ekki mikið mál
Back to top
Sævar
Sun Oct 03 2010, 10:52p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Ef ég færi að skera klafadótið undan og festingarnar fyrir það þá myndi ég kannski kútta burtu 20 kilo max, ef ég set hásingu þá er hún ábyggilega kringum 80 kilo + stífur og dót og allt þetta fram fyrir miðjupunkt þar sem 70% þyngdar bílsins situr nú þegar, þannig ég veit ekki hversu góð hugmynd það er meðan ég er ekki að fá mér stærri dekk en þetta.
Back to top
Brynjar
Mon Oct 04 2010, 12:51a.m.
Registered Member #26

Posts: 445
bara smíða síkkunina fyrir framdrifið sjálfur ég er væntanlega að fara gera það sjálfur. ég hef verið að skoða ýmsar útfærslur á þessu og held að festing sem nær utan um allt drifhúsið sé besti kosturinn er að reyna finna myndir af þessu til að setja inn.
Back to top
Sævar
Mon Oct 04 2010, 07:30a.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Já það hefur lengi verið á dagskrá hjá mér að bæta 3rd member festinguna. En það þyrfti að smíða nýjar framdrifsspyrnur því þessar eru úr pottstáli og vont að eiga við að sjóða í þær.

Það sem ég er að spá í er hvort það þurfi að síkka hjólabitann að framan til að pinjónfestingin færist niður ásamt hinum tveim. Í stað þess að halla drifinu bara.
Back to top
Brynjar
Mon Oct 04 2010, 11:38a.m.
Registered Member #26

Posts: 445
http://bbs.zuwharrie.com/content/topic,38154.0.html

þetta gefur þér kannski einhverjar hugmyndir um hvernig þú gætir útfært þetta.
Back to top
hobo
Mon Oct 04 2010, 06:14p.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
Sævar þú þarft að fara að hækka bílinn þinn að aftan.
Mér brá svo svakalega þegar ég mætti þér áðan og sá bara undirvagninn, að það lá við slysi!
Eins og þú værir með 700 hestöfl og allt í botni!
Back to top
Sævar
Mon Oct 04 2010, 11:05p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Já ég þarf að fara að gera það, ljósin lýsa bara upp himininn og ég sé aldrei göturnar ef engir eru ljósastaurarnir. Þetta kemur allt með kalda vatninu
Back to top
Sævar
Sun Oct 31 2010, 03:44p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405




Setti framgorma úr 2005 e320 dísel bens að aftan og skar hann til að stytta. Nú er hann klar fyrir 36, er að leita mér að 36x14.5x15" dekkjum, helst ground hawk en skoða allt, notað og ódyrt.

12" breiðar felgur líka þurfa að vera svolítið útvíðar, stór 5 gata

framgormarnir eru úr sidekick sport(þyngri vél stífari gormar, stendur hærra, svo bætti ég 1" klossa ofaná 1,25" klossa sem var fyrir og lengdi demparann og samsláttinn sömuleiðis þannig hann er eins hár að framan og hann getur orðið án þess að laga afstöðu stýrisstanganna og öxlanna.

Á myndinni er hann á 33"

Mynd fyrir hækkun:


hvernig lýst þér á?
Back to top
Súkkuslátrarinn
Sun Oct 31 2010, 04:16p.m.
Súkkuslátrarinn
Registered Member #19

Posts: 47
Hrikalega lofar þetta góðu, verður gaman að sjá þetta tröll í snjónum í vetur.
Back to top
Sævar
Sun Oct 31 2010, 04:17p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Geri allt eins ráð fyrir því að þurfa að möndla framstífur eða setja rör til að koma grófum 36" undir, sem er framtíðardraumur en held ég haldi mig við 35" hugmyndina enda er auðveldara að fina þannig dekk og þau ættu að sleppa undir hann án frekari breytinga.
Back to top
hobo
Sun Oct 31 2010, 06:21p.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
Duglegur! Úr hverju er A stýfu klossinn hjá þér?
Back to top
Sævar
Sun Oct 31 2010, 06:57p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
rammsvörtu kanadísku grjótstáli, vigtar ábyggilega vel á þriðja kíló

sérsmíðaðir og sérhertir tæplega 4" boltar í gegn, fínsnitti og lásskinnur að ofan. Hef ekki prufað hvort þetta þoli reykspól eða prjón æfingar enn þá en sá dagur mun koma(þetta eykur svolítið vogarkraftinn á afturhásingunni en eykur sömuleiðis fjöðrunina, myndin sýnir sundur slátt, á líka mynd sem sýndi sundurslátt fyrir, þá var það í raun þessi spindill sem stoppaði fjöðrunina en ekki dempararnir og ótrúlegt að þetta hafi aldrei brotnað hjá mér í stökki eða eitthvað,

en nú stöðva dempararnir hásinguna löngu áður en þessi spindill botnar.
Back to top
jeepson
Sun Oct 31 2010, 08:11p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Eins og ég sagði við þig á msn í gær. Þá virka 33" ekkert stór undir honum lengur
Back to top
hobo
Mon Nov 01 2010, 07:42a.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
Já þá er þetta eins hjá mér, blýþungur stálklossi. Ég segi bara að það veitir ekki af að þyngja þessa bíla að aftan.
Back to top
Sævar
Sun Nov 21 2010, 08:38p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Jæja þá er búið að prufa fjöðrunina, hann er svolítið stífur en lætur mun betur á malarvegum og sveiflast ekki til líkt og áður, eitthvað sem ég átti alls ekki von á að myndi batna, heldur ætti það að versna enda hallinn á framstífunum fáránlegur.

Ég ætla ekki að síkka stýrisstangir né framdrif heldur ætla eg að spara bæði tíma og pening og fara strax í hásingarpælingar.



Toyota fram og aftur verða fyrir valinu og líklega 2+A link fjöðrun að aftan, og jimny stífur að framan, eða sá 2 link stíll. Enda plássið ekkert rosalega mikið.

5.29 hlutföll eru sennilega besta hugmyndin en gaman væri að prufa 5.71 og spurning hvort þau haldi ekki enda bíllinn léttur og kraftlaus.

Hér er mynd af því sem bíllinn gæti litið út eftir höfðinu í mér...

Þessu myndi að sjálfsögðu fylgja einhver stuðarasmíði og sennilega breytingar á bensíntank til að rýma dekk og hásingar. og jafnvel auka bensíngeymslugetu.

Ég geri fastlega ráð fyrir því svo lengi sem ég held aðstöðunni minni að ná að klára þetta næsta sumar, og til að auðvelda vinnuna mun ég að öllum líkindum fjarlægja boddíið og láta sandblása og lakka botninn á því eftir að hafa fjarlægt sílsana og setja þykkt prófílstál í staðinn.

Auk þess mun ég mögulega nýta tækifærið til að drullast til að setja boddífestingar á bílinn HEHE

Toyotu hásingar vel ég vegna einfaldleikans, en á þér er einfalt að smíða gormaskálar sem passa í orginal sætin á vitöru grindinni, auk þess mun ég geta notað orginal stýrismaskínu með smá stýrisstangabreytingum en þar er millibilsstöng fyrir framan hásingu. Ólíkt jimny skilst mér án nokkurrar sérþekkingar á því.

Svo passa líka jókarnir á drifsköftin milli suzuki og toyota. Sem er stór kostur.

einnig er drifkúlan farþegamegin sem er sömuleiðis kostur.

og hlutföllin henta vel, á 33" er hann fínn á 5.12 suzuki hlutföllum, ætti að verða fínn á 5.29 á 36" og enn betri á 5.71, jafnvel á 38".

En nú er þetta í fyrsta sinn sem ég leggst í svo stórtækar framkvæmdir á mínum eigin bíl, þannig ég óska eftir aðstoð með að finna eftirtalda hluti

Toyota hásingar, ÓDÝRT, helst með 5.** hlutföllum.


Hvaða gorma á ég að nota?

Hvaða stífur á ég að nota að aftan? Hafði ímyndað mér að smíða nýja A stífu að aftan með fóðringu í stað spindilsins.

En að framan? hafði ímyndað mér að nota jimny stífur, lengdin hentar ágætlega og festingarnar utan um hásinguna henta vel þar sem ég ætla mér að nota 2 link fjöðrun og eðlilega skástífu.

Dekkin held ég að ég sé búin að negla, til að byrja með, 36".



Back to top
Sævar
Sun Nov 21 2010, 08:40p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
http://xfaktor.net:8082/Projects/Suzuki/Coil/Coil.html

Þessi síða hefur svolítið inspírað mig og gert mér lífið léttara. En þó eru margar spurningar og hugmyndir sem eftir standa.
Back to top
stedal
Sun Dec 19 2010, 11:07a.m.
StefánDal
Registered Member #349

Posts: 89
Ég myndi reyna að fá hásingar undan diesel Hilux og nota svo gorma og stífur úr LC70. Meira pláss fyrir bensíntank með svoleiðis útbúnaði að aftan og minni hætta á því að hann fari að stinga sér á hornin að aftan í hamagang eins og með A stífu undir stuttum bílum.
Back to top
Sævar
Sun Dec 19 2010, 12:17p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Það var ætlunin að vera með gorma og 2 link og double cab hasingar með 5.29 jafnvel 5.71, nu vantar mig bæði aðstöðu og efni, efnið held ég að ég sé búinn að finna, en þessir toyotukallar eru nátturulega svo miklir gyðingar að þeir fara bara í keng ef maður byður um að kaupa eitthvað sem nýtist þeim ekki neitt
Back to top
Valdi 27
Sun Dec 19 2010, 12:45p.m.
Registered Member #48

Posts: 215
Sæll Sævar. veit um hásingar undan diesel hilux árg, 91eða92, man það ekki alveg. Og bíllinn var breyttur fyrir 38". Svona ef þú hefur áhuga. Man nú ekki hvort hlutfallið er í þeim, 5.29 eða 5.71. Eina vandamálið er samt að þær eru staðsettar í A-Húnavatnssýslu. Get reddað myndum um jólinn ef þú hefur áhuga.
Back to top
Sævar
Sun Dec 19 2010, 12:48p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Endilega bara, það má alveg keyra eitthvert eftir þessu ef þetta er ekki á uppsprengdu verði. Þetta þarf helst að vera haugryðgað og ógeðslegt og hafa staðið úti á túni í fleiri fleiri ár.
Back to top
Valdi 27
Sun Dec 19 2010, 12:54p.m.
Registered Member #48

Posts: 215
Get lofað þér því að þetta verður ekki á uppsprengdu verði. fer á eitthvað billegt verð. Þær hafa það núna gott innandyra í hlöðunni og bíða eftir nýjum eiganda.
Back to top
Sævar
Sun Dec 19 2010, 01:08p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Hljómar alls ekki illa endilega grenslastu fyrir þessu ég er meir en til í að skreppa í bíltúr við tækifæri.

Veit ekki hvað myndir segja mér, en þær væru svosem vel þegnar þá kannski sér maður smíðina á þessu betur það er væntanlega búið að breyta stífum og gormasætum?
Back to top
Súkkuslátrarinn
Sun Dec 19 2010, 01:53p.m.
Súkkuslátrarinn
Registered Member #19

Posts: 47
Smíðaðu 4-link að aftan. Súkku grindin er með mjög stóran hjólboga að aftan sem hentar vel í svoleiðis smíði. Einnig færðu betra tanka pláss með 4-link á móti t.d. A stífu.
Þú gætir einnig notast við radius arma að aftan, En afþví þeir eru frekar stuttir þá eru ansi sérstakar hreyfingar í þeim sem sumum finnst ábyggilega ekkert spennandi, Bíllinn þvingast auðveldlega upp. og spennist allur til. En ef þú ert búinn að keyra Suzuki Jimny þá ættiru að gera myndað þér skoðun á þessum búnaði.

Að framan er sniðugt að nota radius arma undan t.d. Patrol, LC70, Jimny eða Range Rover. Svo gætiru auðvitað smíðað þér radius arma eftir þínu höfði.

Sem fóðringar í hliðarstífum myndi ég ekki nota fjaðrafóðringar. Ég myndi smíða þær úr svokölluðu POM-i (Harðplast) og setja smurkopp í hólkinn.
Að mínu mati er alltof mikið hlaup í venjulegri fjaðrafóðringu og því gæti bíllinn látið illa af stjórn og jafnvel þjáðst af jeppaveiki.

Kv.
Back to top
Sævar
Sun Dec 19 2010, 05:06p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Sæll og takk fyrir innleggið.

Ég hafði ímyndað mér að ég gæti notað radíus arma bæði fram og aftur, jafnvel beint undan Jimny. Ég hef litlar áhyggjur af spennu því bíllinn verður ekki þyngri en 1500 kiló.

Ég mun líklega nota eðlilega panhard stífu að aftan svo framarlega að bensíntankpláss leyfi það. Að öðrum kosti verður A stífan brúkuð áfram.


Ég hef litlar áhyggjur af of mjúkum fóðringum enda eins og áður var á minnst er bíllinn ekki þungur, en ég hafði þó ímyndað mér að nota PU fóðringar í allt, þó þær dempi hljóð og titring illa þá stífa þær bílinn allann upp og sporna því að hann hoppi og skoppi(brjóti öxla og drif) þegar maður er í erfiðum aðstæðum.

En allt er þetta enn á teikniborðinu og ég ætla ekki að ákveða neitt fyrirfram, heldur prufa hlutina og taka góðan tíma í þetta.

Ég hef ímyndað mér að fjarlægja boddíið af grindinni bæði til ryðbætinga, úrskurðar og til að hafa betri aðstöðu í fjöðrunarsmíði á grindinni.
Back to top
Sævar
Sun Jan 02 2011, 10:58p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Hæ er eitthvað að frétta af rörunum, hef brennandi áhuga
Back to top
Valdi 27
Mon Jan 03 2011, 08:36p.m.
Registered Member #48

Posts: 215
Sæll, heyrðu það er ekkert meir að frétta af þeim síðan síðast, ég að sjálfsögðu steingleymdi að taka myndir af þeim þegar að ég fór síðast í sveitina. bara spurning um verð eða hvað þú vilt borga fyrir dótið.
Back to top
Valdi 27
Thu Jan 06 2011, 09:03p.m.
Registered Member #48

Posts: 215
Sæll Sævar, hvernig er það er áhuginn slokknaður??
Back to top
hilmar
Thu Jan 06 2011, 10:39p.m.
Registered Member #24

Posts: 155
Sæll Sævar ef þú ert að spá í að fara í 5.71 þá er ég með svoleiðis hlutfall að framan hjá mér sem losnar um leið og ég finn 5.29 til að setja í staðinn á líka mismunadrif og köggul.
Back to top
Sævar
Fri Jan 07 2011, 06:42a.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
nei hellings áhugi veit bara ekkert hvað má borga fyrir svona, ég yrði ánægðari að fá að vita hvað þið viljið fyrir þetta svo maður fái smá grunnhugmynd til að byggja tilboðið upp á
Back to top
Valdi 27
Fri Jan 07 2011, 07:18p.m.
Registered Member #48

Posts: 215
Talan sem að er í kollinum á mér er 30þús. Þá fyrir hásingar með hlutföllum, gorma að aftan og drifsköft. Ertu þekkalega sáttur með það??
Back to top
Sævar
Fri Jan 07 2011, 07:41p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
það hljómar mjög vel og ég er sáttur með það, ég kem og sæki þetta við fyrsta tækifæri og geri mér sjálfsagt sérstaka ferð eftir þessu norður þegar veðráttan batnar.

Næ ég í þig eða umráðamann góssins í einhvern síma (pm)

Þori ekki að lofa að ég nái þessu fyrr en um miðjan febrúar ef það er í lagi.
Back to top
Sævar
Fri Jan 07 2011, 08:16p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
nema þú hafir tök á að strappa þetta á bretti og senda með flutningum ef það er í boði, þá get ég greitt þér fyrir þetta straxz
Back to top
Valdi 27
Fri Jan 07 2011, 11:07p.m.
Registered Member #48

Posts: 215
Sæll Sævar.

PM sent og já ég gleymdi að taka það fram, ég á einnig 3 dekk 35" og 4 stálfelgur sem voru undir bílnum þegar að ég reif hann, ein felgan er að vísu könntuð en það á ekki að vera mikið mál að gera við það. Smá beyglubank og kanski einhver suða og slípun.

Kv. valdi
Back to top
hobo
Sat Feb 26 2011, 11:45a.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
Er kagginn byrjaður í makover?
Þá er kominn tími á update með myndum!
Back to top
Sævar
Sat Feb 26 2011, 12:38p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Hæhæ, er ekki byrjaður, er bara að rífa innréttinguna úr og gera mig tilbúinn til þess að hifa boddíið af, er bæði að gera þetta og að gera húsnæðið klárt þannig góð verk gerast hægt en vandlega, mikið ryð komið í botninn á greyinu frá því ég lyfti teppinu og ryðvarði fyrir 2 árum síðan...
Back to top
Sævar
Sat Feb 26 2011, 10:21p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Myndir að ósk:





Aðstaðan mín





Afslöppunarrými



Ryð í gólfi við aftursæti



Gat í gólfi





Lélegur frágangur á suðum innaná brettunum afturí, hef aldrei tekið hliðarspjöldin úr og séð þetta, en það er hvergi kominn leki eða gat þannig ég get alveg bjargað þessu auðveldlega.
Back to top
Sævar
Sun Mar 06 2011, 07:03p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
þetta bifast hægt og rólega, hef tekið hálftíma og hálftíma síðastliðin 3 kvöld og þetta er árangurinn






nóg pláss fyrir ýmislegt, td. Nissan 2,7 TDi sem ég er að gæla við að nálgast...



hífði boddíið af með talíu og lélegum kaðli og einum þverbita... ekki þungt dót, kannski 300 kg...




3 eins?



Svona hefur hún verið síðastliðna hálfa árið, svolítið ýkt hækkuð m.v. 33" dekk en þokkalegasta fjöðrun, hallinn á öxlunum hefur heldur ekki verið til neinna trafala.



Hugmyndin svona sirka, smá færsla á hjólabúnað m.v. orginal



Hér hefur tankurinn verið færður í skottið til að auka pláss fyrir afturhásingu+ fjöðrun

Ég mun líklega gera svipað nema slétta gólfið út fram að framsætum og nýta það sem bensíngeymslu allt að 70 lítrum, í stað 32 lítra orginal

Já mig grunaði að Árni hefði verið í þessu, hann hefur nú smá vit á súkkunum líka hann smiðaði m.a. milligíra milli gír og millikassa á súkkurnar fyrir nokkrum árum. Einnig lægri hlutföll í millikassann niðurgírun í háa.




Þetta fína bretti fauk á hina súkkuna mína sem stóð úti í óveðrinu um daginn þannig ég leyfði mér bara að hirða það upp í skaðann...





Næst fer framhjólabúnaður undan í heilu lagi.



sirka 20 mín verk



Framhjólabúnaðurinn er alveg ótrúlega þungur, ég er nú ekkert lyftinganaut eða neitt svoleiðis en samt alveg ágætlega sterkur svona öllu jöfnu en ég gat varla bifað þessu, dróg þetta eftir gólfinu með herkjum, giska á 100-150 kílo grínlaust, það er þyngra en mótorinn!




Svona stendur hún í dag og þá er bara að fara að ná í hásingarnar...
Back to top
gun
Sun Mar 06 2011, 10:53p.m.
gun
Registered Member #526

Posts: 59
stórglæsilegt! það verður mjög fróðlegt að fylgjast með þessu verkefni.
Vitið þið hvort það sé hægt að fá þessi lægri hlutföll í millikassann? er búinn að heyra vel talað um þá breytingu.
Back to top
Sævar
Sun Mar 06 2011, 11:01p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Talaðu við Arna rennismið í hafnarfirði hann smíðaði þessa gíra á sínum tíma og veit kannski í hvaða bíla það fór, ég hef allavega aldrei vitað í hvaða bílum þetta er.
Back to top
Sævar
Sun Mar 13 2011, 12:43p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
jæja við aggi fórum norður og náðum í hásingar til Valda, þær líta vel út og verða vel nothæfar í þessu verkefni



Back to top
Go to page  [1] 2 3 4  

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design