Forums
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda :: Forums :: Almennt spjall :: Almennt spjall
Vélarhugleiðingar? << Previous thread | Next thread >>
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
Snæi GTI
Sun Feb 07 2010, 02:52p.m.
Snæi GTI
Registered Member #216

Posts: 217
Sælir/ar er búin að vera velta fyrir mér með vélar í Súkkuna hjá mér, hvað er verið að setja í húddið á þessum Súkkum, hef tekið eftir að B20 mótorarnir eru algengir, eru það öflugri mótorar en orginal 1600cc mótorinn, eða ætti maður frekar að bíða eftir diselnum? hugleiðingar í gangi
Back to top
jeepson
Sun Feb 07 2010, 03:02p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
aka þetta bara með stæl og finna þér volvo 240 TIC og taka mótorinn úr honum. hann er með annaðhvort b23 eða b230 minnir nú að það sé B230 í honum. Mótorinn er 182hross orginal. Ég hef heyrt að það sé einnig dana 44 afturhásing í turbo vollanum. ÞEssa mótara er hægt að tjúnna alveg slatta án þess að gera neitt voða mikið. Þú setur svona mótor alveg leikandi uppí 250hross án þess að gera neitt svakalega mikið skylst mér. Það stóð altaf til að setja svona mótor í 240 bíl sem að ég átti. En svona mótorar eru heldur ekki gefins.
Back to top
Sævar
Sun Feb 07 2010, 03:18p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Í sidekick/vitöru er þetta aðeins meira mál því millikassinn er ekki frístandandi. En vel gerlegt.

Hér kom maður um daginn með MMC disel vél og ef ég færi í einhverjar vélarbreytingar í mínum bíl væri þessi hugmynd ofarlega á listanum.
Back to top
jeepson
Sun Feb 07 2010, 08:47p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
diesel er auðvitað málið. En mmc æji ég veit það ekki. Menn voru mikið að skipta um heddpkn í gömlu vélunum veit ég. En hvernig hafa þessar 2,8 mmc vélar verið að koma út?
Back to top
Sævar
Sun Feb 07 2010, 09:30p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Ég var að ímynda mér að hún myndi eyða minnu og vinna undir minna álagi, og þ.a.l. endast betur í svona léttum bíl og með þetta lág hlutföll
Back to top
Sævar
Sun Feb 07 2010, 09:30p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
PS ég vinn með manni sem hefur átt allar gerðir af pajero og af óbreyttum diselvélum segir hann 2,5 vélina skásta.
Back to top
jeepson
Sun Feb 07 2010, 10:24p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
okey. Ég hef heyrt að þessar 2,5 vélar séu svo gjarnar á heddpkn. hef ekki reynslu af þessu sjálfur. þannig að ég sel það ekki dyrara en ég keypti það.
Back to top
Snæi GTI
Sun Feb 07 2010, 11:28p.m.
Snæi GTI
Registered Member #216

Posts: 217
já ætli maður endi ekki á díselnum, þótt að bensínið sé nú aðeins skemmtilegra
Back to top
jeepson
Mon Feb 08 2010, 03:10p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
literinn af diesel er ódýrari
Back to top
stebbi1
Mon Feb 08 2010, 05:21p.m.
Registered Member #57

Posts: 355
Enga stund verið að skipta um heddpakningu. verra ef heddið springur eða það þurfi að plana það.
Eina sem mér finnst vera spurnig er með þyngdina á dieslenum?
Ég geng hinsvegar með þá grillu í höfðinu að vél úr td hondu civic með V-tech gæti gert góða hluti. veit að vísu ekki hvernig þær eru að toga á lægri snúning, en þar er kominn vél sem er létt og öflug held ég.
Back to top
Sævar
Mon Feb 08 2010, 06:34p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Ef ég man rétt þá snýst Hondavélin öfugt og þar með eru fleiri ásar í gírkössum úr Hondu og sumir snúa öfugt í húddinu þ.e. 1 er v. megin í stað hægra, sem algengast er í fólksbílum.

Svo það væri eitthvað möndl að koma þessu fyrir í jeppa. Snúa hásingum osfv. MÖGULEGA

en góð hugmynd engu síður, annars laug einhver her um daginn að mmc vélin væri létt, sem ég trúi alveg því hún er mestmegnis úr áli og lítil og nett um sig en slaglöng frekar
Back to top
stebbi1
Mon Feb 08 2010, 06:42p.m.
Registered Member #57

Posts: 355
Það er nú ekki nauðsynlegt að vera með honudkassann.:P hann er frekar til trafala
Back to top
Sævar
Mon Feb 08 2010, 06:45p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Nei fólksbílakassinn fylgir að sjálfsögðu ekki, en það er snúningsátt vélarinnar sem ég hafði áhyggjur af.
Back to top
Aggi
Mon Feb 08 2010, 11:48p.m.
Rauðhaus
Registered Member #13

Posts: 270
tad er haegt ad snua samurai drifunum, eg myndi aldrei setja svona motor utaf haettu ad vera kalladur hondusnadi eda med homma(ofuga) vel og tad er abyggilega heill haugur af hundleidinlegu rafkerfi sem fylgir

[ Edited Mon Feb 08 2010, 11:49p.m. ]
Back to top
jeepson
Tue Feb 09 2010, 12:47a.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Það er heædur ekkert gaman að eiga jeppa sem togar ekki neitt og gerir ekkert annað ein einhver hljóð á 5500sn. Ég myndi persónulega sleppa þessu með hondu mótorinn. Ég færi frekar í dieselvél eða skemtilega v6 vél.
Back to top
Jens Lindal
Wed Feb 10 2010, 01:04p.m.
Registered Member #277

Posts: 6
Ég held að 2.5 MMC mótorinn sé ekki svo slæmur kostur í svona súkkur. Ég er sjálfur að setja svona vel í Range Rover. Ég hef átt nokkra MMC pajero og L200 með þessum vélum og allar hafa þær komið vel út og engin þeirra bilað fyrir utan tvo slitna pústbolta í einum bílnum. Heddvandamál þekkjast ekki í þessum vélum að mér vitanlega nema þegar verið er að bæta við olíu og bústið, en þessar vélar eru mjög viðkvæmar hvað þetta fikt varðar og er nauðsinlegt að hafa afgashitamæli því þær rjúka mjög auveldlega upp í hita skrúfar maður aðeins of mikið. Ég er með vél úr 98 árg af L200 og á hún að vera original um 100 hö og 287 nm. Bara með því að setja 2.5 tommu púst gjörbreytir þessum vélum og svo má setja stærri inntercooler, en original fynnst mér coolerinn sem er að öllu jöfnu ofan á vélunum vera of lítill og þröngur. Og varðandi vigtina á þessum vélum þá er 4D56 TDI (MMC) mótor að vigta með öllu það sama og V8 Range Rover mótor með öllu.


Range Rover 4.6 V8 Mað svinghjóli kúplingu og startara hangandi í vigtinni.


Hér sést viktin betur.


Hér er 4D56 TDI með olíukæli kúplingu startara svinghjóli.


Hér sést viktin betur.

Ég valdi þessa vél af því að ég tel hana mjög trausta enda þekktur vinnuþjarkur, hún mætti toga meira en hvenær er maður sáttur við hestaflafjöldan í húddinu?? Svo má nefna að 300tdi Land rover mótor viktar yfir 250 kíló að mér skilst og það fer meira fyrir henni í húddinu. En hún er afbragðs torkari og er þekkt fyrir mjög litla eyðslu en mér fynnst hún ekki nógu traust þó það sé hægt að keyra þær 300 þús bara með að skifta um tímareim reglulega og olíu. 2.8 TDI pajero vélina myndi ég aldrei setja í bíl hjá mér. Nokkrir félagar og vinir mínir hafa átt bíla með þessum vélum breytta og óbreytta og það er stanslaust vesen með hedd og kælingu á þeim. Annars þekki ég þær ekkert en hef horft uppá nokkur ný hedd fara ofn á svona vélar.



[ Edited Wed Feb 10 2010, 01:09p.m. ]
Back to top
metalice
Thu Feb 11 2010, 02:23p.m.
metalice
Registered Member #228

Posts: 106
Er sammála síðasta ræðumanni. Heimilisbíllinn hjá mér pajero sport 2001 ekinn 200.000þús á 33" með 2.5" púst og það hefur aldrei þurft að gera neitt við vélina nema þetta venjulega viðhald tímareim og glóðarkerti.
Back to top
GudmundurGeir
Thu Feb 25 2010, 08:27p.m.
Registered Member #279

Posts: 63
er ekki hægt að koma LS1 í þetta
Back to top
sukkaturbo
Sat Oct 09 2010, 04:44p.m.
trölli
Registered Member #248

Posts: 84
Þetta kall ég góðar upplýsingar um þyngd á vélum hjá Jens Lindal svona á að gera hlutina ég var viss um að Range Rovervélin væri sú léttasta maður hugar örugglega að 2,5 disel næst er maður fer á flug kveðja Sukkaturbo
Back to top
olikol
Sun Oct 10 2010, 04:50a.m.
olikol

Registered Member #3

Posts: 633
mig minnir að 2.5 mmc vél sé svipuð í þyngd og hö og 2.4 hilux en mmc vélin togar meira.

Mér finnst að eigi maður sturra súkku, sem maður setur ekki á stærri en 35" án mikilla breyringa á drifrás á maður bara að fá sér sprækan bensín línu-mótior.

ef maður er á stærri bíl en það sem er væntanlega þyngri, á maður að fá sér dísel, en samt sprækan mótor.

[ Edited Sun Oct 10 2010, 04:03p.m. ]
Back to top
Sævar
Sun Oct 10 2010, 11:31a.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
vo missti eg af einhverju siðan hvenar er mmc 2,5 sprækur motor hehe kannski í súkku

Back to top
yeton
Mon Oct 11 2010, 01:50p.m.
Registered Member #449

Posts: 3
sælir... hvað eru menn að keyra sukkuvélarnar mikið ???... er með vitöru 97...komin í 202 þús....
Back to top
birgir björn
Mon Oct 11 2010, 01:52p.m.
Biggi
Registered Member #18

Posts: 1803
þú getur keirt hvaða vél eins mikið og þú vilt með réttri meðferð og viðhaldi. enn gömlu foxarnir nulla sig í 100.000 km svo menn eru ekkert að filgjast með þvi enda ekki fystu eigendur, enn flestir nauðga þessum vélum með eingri miskun og skifta svo

[ Edited Mon Oct 11 2010, 01:54p.m. ]
Back to top
yeton
Mon Oct 11 2010, 01:58p.m.
Registered Member #449

Posts: 3
...hum..já ok...takk...:)
Back to top
Sævar
Mon Oct 11 2010, 05:26p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
ég veit um 1600 vél ekna 286.000 hef ekki séð neina vél fara hærra, en þessi er meira að segja á orginal heddinu en hann passar líka mjög vel upp á bílinn sinn. Segir að endurnýja eigi vatnskassana á 7 ára fresti lágmark. Og trúi ég því alveg
Back to top
yeton
Mon Oct 11 2010, 09:49p.m.
Registered Member #449

Posts: 3
he he...já.. það er nýr vatnskassi...skipt fyrir 7000 km... svo ekki hissa...Takk...
Back to top
Sævar
Mon Oct 11 2010, 10:03p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
þessir bílar hafa yfirleitt dáið úr ryði löngu áður en mótorinn hættir að ganga, það sem drepur mótorinn er vanhirða á vatnskassa = ofhitun og sprunga í heddi eða engin olia = urbrædd
Back to top
hilmar
Mon Oct 11 2010, 10:18p.m.
Registered Member #24

Posts: 155
Hvað sem öllu líður þá á ég volvo vél B20 frekar en B21 með Amason gírkassa og orginal millikassa úr súkku + drifskaft á milli kassa. Þetta er mögulega hægt að fala af mér.
Back to top
Ragnar Karl
Wed Oct 13 2010, 08:16p.m.
Registered Member #153

Posts: 8
Sælir. Ég á til 2.0L Dísel mótor úr Bens árg. 94 plús gírkassa. Það stóð alltaf til að moka þessu í Súkku en það verður varla neitt úr því hjá mér. Mótorinn er skráður um 72Kw og myndi vafalítið hennta vel í súkku, er hrikalega sparneytinn (5.5L/100km með leka bakaflæðilögn á langkeirslu) en ég veit ekki hve þungur hann er.

Síminn hjá mér er 868 9065 ef þú hefur áhuga

kv..Ragnar Karl
Back to top
rockybaby
Mon Oct 18 2010, 08:52p.m.
rockybaby
Registered Member #148

Posts: 64
Sælir ! Hefur engin velt því fyrir sér að nota 1600-1800cc. Baleno vél ofan í súkkurnar ? 1800cc Balenovélin er ca 121hestafl og ætti að öllum líkindum að vera lítið mál að setja hana við orginal gírkassana í Súkkunum.
Back to top
Sævar
Mon Oct 18 2010, 10:15p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
gæti trúað að soggrein passi og þar með rafkerfi en er þá kannski öllu aflinu tapað
Back to top
Mosi
Wed Oct 20 2010, 08:21a.m.
Registered Member #74

Posts: 41
Fyrst við erum á fluginu í svona skemmtilegum pælingum þá á ég í handraðanum 2.5 disel úr Nissan dobblara með kössum og öllu sem mér var hugsað til ofan í húddið á Mosa. Millikassinn er að vísu með úttakið öfugu meginn en það mætti etv. nota annan kassa eða mixa lolo. Hefur einhver reynslu af þessum mótorum eða kössum?
Back to top
olikol
Wed Oct 20 2010, 10:45a.m.
olikol

Registered Member #3

Posts: 633
hvernig er með þessar 1800 baleno vélar, hvaða blokk er það? er það einhver önnur en sidekick sport blokk?
Back to top
baldur
Fri Nov 05 2010, 12:19p.m.
Registered Member #37

Posts: 51
Nei það er bara sama og sidekick sport eða grand vitara.
Það vill til að það er sami afturendi á J blokkinni (1800 og 2000cc) og G16 blokkinni, þeas getur notað sama gírkassa og sömu kúplingu. Held að svinghjólið sé samt ekki eins.
Ég myndi ekki sóa hugsun í það að nota 1800 mótorinn, fara frekar í 2000cc vegna þess að það er sama vinnan að koma honum í og hann vinnur töluvert betur, þessi 1800 mótor vinnur ekki graut.
Þú þarft samt sennilega svinghjól af 1800 mótor til þess að geta notað sama kúplingshús, eða bara að fá allt aftan af 2000 mótornum.
Ég var farinn að huga að 2000cc breytingu hjá mér en komst að þeirri niðurstöðu strax í upphafi að ég gæti ekki notað Suzuki gírkassa aftan á 350hp mótor.
Back to top
Sævar
Fri Nov 05 2010, 04:42p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
ef eg skil þig rétt passar gírkassi úr mínum 97 módel 1600 á 1999+ J20 vél?

Það er ljúft, því ég er búinn að stúdera rafkerfið talsvert í þeim mótor og gæti allt eins hugsað mér að troða honum í ef hann fæst lítið ekinn.
Back to top
baldur
Sun Nov 07 2010, 09:44p.m.
Registered Member #37

Posts: 51
Já það er rétt. Sama boltasetning en svinghjólið sem fylgir J20 vélinni er of stórt fyrir kúplingshúsið úr 1600 eða 1800 bíl.
Þess má geta að það er nákvæmlega sami gírkassi og kúplingshús í 1600 bíl og í sidekick sport (J18).
Back to top
Sævar
Sun Nov 07 2010, 10:23p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Þannig það sem ég þyrfti að fara að koma mér í er að finna mér sidekick með bsk, og taka úr honum vökvakúplingarunitið og setja í minn. Þoli ekki þetta barkadrasl
Back to top
Juddi
Fri Jan 07 2011, 12:02a.m.
juddi
Registered Member #173

Posts: 471
Hvar verslar maður svona vigt á vitrænu verði ?

Jens Lindal wrote ...

Ég held að 2.5 MMC mótorinn sé ekki svo slæmur kostur í svona súkkur. Ég er sjálfur að setja svona vel í Range Rover. Ég hef átt nokkra MMC pajero og L200 með þessum vélum og allar hafa þær komið vel út og engin þeirra bilað fyrir utan tvo slitna pústbolta í einum bílnum. Heddvandamál þekkjast ekki í þessum vélum að mér vitanlega nema þegar verið er að bæta við olíu og bústið, en þessar vélar eru mjög viðkvæmar hvað þetta fikt varðar og er nauðsinlegt að hafa afgashitamæli því þær rjúka mjög auveldlega upp í hita skrúfar maður aðeins of mikið. Ég er með vél úr 98 árg af L200 og á hún að vera original um 100 hö og 287 nm. Bara með því að setja 2.5 tommu púst gjörbreytir þessum vélum og svo má setja stærri inntercooler, en original fynnst mér coolerinn sem er að öllu jöfnu ofan á vélunum vera of lítill og þröngur. Og varðandi vigtina á þessum vélum þá er 4D56 TDI (MMC) mótor að vigta með öllu það sama og V8 Range Rover mótor með öllu.


Range Rover 4.6 V8 Mað svinghjóli kúplingu og startara hangandi í vigtinni.


Hér sést viktin betur.


Hér er 4D56 TDI með olíukæli kúplingu startara svinghjóli.


Hér sést viktin betur.

Ég valdi þessa vél af því að ég tel hana mjög trausta enda þekktur vinnuþjarkur, hún mætti toga meira en hvenær er maður sáttur við hestaflafjöldan í húddinu?? Svo má nefna að 300tdi Land rover mótor viktar yfir 250 kíló að mér skilst og það fer meira fyrir henni í húddinu. En hún er afbragðs torkari og er þekkt fyrir mjög litla eyðslu en mér fynnst hún ekki nógu traust þó það sé hægt að keyra þær 300 þús bara með að skifta um tímareim reglulega og olíu. 2.8 TDI pajero vélina myndi ég aldrei setja í bíl hjá mér. Nokkrir félagar og vinir mínir hafa átt bíla með þessum vélum breytta og óbreytta og það er stanslaust vesen með hedd og kælingu á þeim. Annars þekki ég þær ekkert en hef horft uppá nokkur ný hedd fara ofn á svona vélar.



Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design