Forums
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda :: Forums :: Almennt spjall :: Kynning
Birgir Þór << Previous thread | Next thread >>
Go to page  1 [2]
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
birgthor
Mon Apr 18 2011, 10:11p.m.
Biggi
Registered Member #225

Posts: 167
Nú er ég kominn með mögulegan kandídat en veit ekki hvort hún gæti passað.

Vitið þið hvort 1600 vél úr 2000/2001 Grand vitara sé eins og hinar fyrri?
Back to top
Sævar
Mon Apr 18 2011, 11:06p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
sami kjallari, annað hedd og önnur sog og pústgrein, annað rafkerfi.

alveg sama dæmi ef þú ert að spá í að mixa þetta í fox
Back to top
birgthor
Mon Apr 18 2011, 11:10p.m.
Biggi
Registered Member #225

Posts: 167
Ætli ég sé að gera betur með þessari vél eða verr?

Þá er ég að meina í sambandi við varahluti, viðhald og þessháttar.

Takk fyrir svörin Sævar, nafni Björn og hinir.
Back to top
Sævar
Mon Apr 18 2011, 11:33p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
fleiri skynjarar og dýrari í gand vitörunni, sama afl, bilanagjarnt EGR kerfi þykkara rafkefi meiri flækja(suzuki hefur alltaf samtvinnað vélar og boddírafmagn...
Back to top
birgthor
Tue Apr 19 2011, 11:28a.m.
Biggi
Registered Member #225

Posts: 167
Þannig að ef ég skil þig rétt er þetta nánast sama dótið eftir aðeins meiri rafmagnshreinsun?
Back to top
Sævar
Tue Apr 19 2011, 12:26p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Back to top
birgthor
Tue Apr 19 2011, 11:50p.m.
Biggi
Registered Member #225

Posts: 167
Jæja nú gæti svo verið að ég sé kominn með 1,6 mótor 2000-2001 árgerð.
En þar sem ég snýst í hringi verð ég að heyra ykkar skoðun á ákveðnu máli

Hvort væri skynsamlegra:

Smíða mér milliplötu, fjáfesta í samurai kassa og spóla því saman.

eða

Nota sidekick gírkassa með millikassa sem ég á og gera frekari niðurgírun með millikassanum sem er í bílnum.

[ Edited Tue Apr 19 2011, 11:52p.m. ]
Back to top
birgthor
Tue Apr 19 2011, 11:51p.m.
Biggi
Registered Member #225

Posts: 167
Vitiði hvað þessir mótorar eru þungir? þ.e. 1000cc og 1600cc
Back to top
birgthor
Wed Apr 20 2011, 11:00a.m.
Biggi
Registered Member #225

Posts: 167
Búinn að finna þyngdirnar:
1300cc = 73kg
1600cc = 89kg
Back to top
birgir björn
Wed Apr 20 2011, 04:28p.m.
Biggi
Registered Member #18

Posts: 1803
senillega einfaldara og betra að smíða bara rocklobster og sleppa þessu vitara gírrkassa gumsi hehe
Back to top
birgthor
Wed Apr 20 2011, 06:18p.m.
Biggi
Registered Member #225

Posts: 167
Já kannski en þá þarf ég samma kassa, hver á svoleiðis handa mér?
Back to top
olikol
Fri Apr 22 2011, 06:46p.m.
olikol

Registered Member #3

Posts: 633
það ættu að vera til einhverjir 413 kassar, ég skal gá hvort ég eigi einhverja. Ég myndi sleppa því að nota vitara kassa. Það er mikið meiri smíði í kringum það heldur en að búa til eða kaupa eina milliplötu. Svo held ég að það sé þægilegast að vera með OBD1 vitöru vél, einfaldasta rafkerfið = minni líkur á að bila
Back to top
birgthor
Fri Apr 22 2011, 06:53p.m.
Biggi
Registered Member #225

Posts: 167
Já það er kannski betra að vera með OBD1 en ég er bara kominn með helvíti gott verð í þessa vél að ég trúi ekki að ég finni aðra ódýrari. Allavega miðað við verð sem að partasölur voru að gefa mér.

Hvaða verð er á svona samma kassa?
Back to top
birgir björn
Sat Apr 23 2011, 02:01a.m.
Biggi
Registered Member #18

Posts: 1803
það er yfirleitt bara það sem menn eru til í að borga held eg, enn það þíðir ekkert að tala við partasolur varðandi vélar, eg mindi alldrey borga meira enn 30 fyrir slíka vél og það er orugglega nog til að vitara hræum á þann pening og hvað þá vélar ef maður rífur sjálfur

[ Edited Sat Apr 23 2011, 02:02a.m. ]
Back to top
stebbi1
Sat Apr 23 2011, 12:50p.m.
Registered Member #57

Posts: 355
einn kostur sem ég sé við að nota vitarakassan, það er að sleppa við frístandandi millikassa. getur notað vitara dótið og smíðað einhvern gír aftann á það ef þú villt lægri gírunn.
Back to top
birgthor
Sat Apr 23 2011, 02:04p.m.
Biggi
Registered Member #225

Posts: 167
Já það var svona hugmyndin, líka af því að ég á það allt til. En þá þyrfti ég að smíða nýja festingar fyrir gír og millikassa. Ég er voðalega ringlaður í þessu eitthvað.

Er einhver styrkleika munur á samma og vitoru kassa?
Back to top
Sævar
Sat Apr 23 2011, 02:20p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Losnar við nokkra slitfleti við það að fara í vitöru kassa, þ.e. gírkassapúða og drifskaftshjörliði.

auk þess losnarðu við dragliðina á sköftunum því sköftin eru laus í millikassaendann
Back to top
olikol
Sat Apr 23 2011, 02:52p.m.
olikol

Registered Member #3

Posts: 633
Vitara kassinn er betri, en það sparar bara mikla vinnu og mix að nota samurai kassa. Ég myndi kaupa vél af partasalanum ef það er þokkalegt verð og þú ert ekki að finna neina aðrar vélar.
Back to top
Sævar
Sat Apr 23 2011, 04:17p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
betri og ekki betri, endahraðinn er meiri út úr kassanum sem þýðir að þú þarft lægri drifhlutföll, gírkassinn og millikassinn er því sterkari en drifin veikari, spurning hvort er betra, hef aldrei heyrt um að drif brotni í samurai þó þeir séu orðnir aflmeiri, amk. ekkert í líkingu við hvað 5.12 vitöru drifin brotna eins og harnað kex
Back to top
birgthor
Sat Apr 23 2011, 05:37p.m.
Biggi
Registered Member #225

Posts: 167
já ég hugsa að ég geri það, þ.e. tek vél gír og millikassa úr vitörunni sérstaklega þar sem ég var með hugan á hilux hásingum til þess að setja undir.

En þarf ég eitthvað að hugsa útí muninn á vitara gírkössum. Á ég ekki bara að nota sidekick kassan minn, fara kannski eitthvað í hann og millikassan og setja svo þá vél sem ég fá framan á það?
Back to top
Sævar
Sat Apr 23 2011, 06:08p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Þetta er allt saman eins það er eini munurinn milli 1989 og 1991 en eftir 91 eru þeir allir eins, að undanskildu hraðamælishjólinu í millikassanum en þú reddar þér bara yfirgírun á barkann
Back to top
birgthor
Wed Apr 27 2011, 05:30p.m.
Biggi
Registered Member #225

Posts: 167
Hvernig eru þessar 2000cc vélar sem komu í súkkunum, voru ekki bæði til 4cyl og 6cyl, voru þetta alveg eins sterkar vélar og 1600cc, er ekki hægt að fá þær frá 96", ætli þetta gæti verið sniðug lausn fyrst ég er farinn að hugsa um að skipta ú kössum?
Back to top
Sævar
Wed Apr 27 2011, 06:40p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
1600 vélin er víst slaglengri, já grínlaust og því er togkúrvan á lægri snúning sem er gott upp á eyðslu og annað. Hef heyrt að 2l 4cyl sé voða svipuð og 1600 vélin nema meira spark þegar hún er komin yfir 4000sn, þar fyrir neðan hefur hún hinsvegar ekkert afl að geyma neitt frekar en 1600 vélin.

1600 vélin er þó fljótari að ná í aflið sitt og heldur gírunum sennilega lengur en hún nær topp togi við 4000 sn og hestaflafjölda við 5500


Aðrir kostir sem ég sé við 2l vélina er að hún er með tímakeðju sem þýðir minni áhyggjur af reglubundnu eftirliti með tímareim en á móti kemur að mótorinn er háværari og það er stærðarinnar aðgerð þegar að því kemur að skipta um keðjurnar og sleðana.

6 cyl vélin er alveg vitamáttlaus, snýst ekki neitt og eyðir 16+ þannig gleymdu því bara strax
Back to top
birgthor
Sun May 01 2011, 10:59p.m.
Biggi
Registered Member #225

Posts: 167
Á einhver mynd af milliplötunni fyrir 1600cc swap? Lucky 13 held ég að hún sé kölluð í kanalandi.

Þá væri ágæt ef það væri betri mynd heldu en nafni setti hinn hérna annarstaðar, það vantar málsetningar á hana.
Back to top
birgir björn
Sun May 01 2011, 11:04p.m.
Biggi
Registered Member #18

Posts: 1803


Uploaded with ImageShack.us
Back to top
birgthor
Sun May 01 2011, 11:30p.m.
Biggi
Registered Member #225

Posts: 167
Já ég er með þessa mynd, hinsvegar vantar á hana málsetningar s.s. hvar götin fyrir undirsinkuðu boltana eiga að vera, og hvort breiddarmál séu tekin frá miðju.

Það virðist ógjörningur að finna þetta á netinu.
Back to top
birgir björn
Sun May 01 2011, 11:45p.m.
Biggi
Registered Member #18

Posts: 1803
2 földu götin eru fyrir undirsínkuðu
Back to top
birgthor
Mon May 02 2011, 08:53a.m.
Biggi
Registered Member #225

Posts: 167
Já ég geri mér grein fyrir því, hinsvegar vantar hæðar staðsetningu á þau sem og hvort málin í þau séu miðjuð eða hvað. Var ekki einhver búinn að teikna þetta upp fyrir Óla, hvaða teikning var notuð það eða gaf hann sér þetta bara?
Back to top
olikol
Tue May 03 2011, 11:22a.m.
olikol

Registered Member #3

Posts: 633
Aggi teiknað aftur upp þessa mynd, til að vera með þetta á tölvutæku til að geta sett þetta beint í skurðarvélina. Þessi plata er líka soldið klunnaleg, alger óþarfi að vera með neðri partinn af henni semsagt fyrir neðan undirsínkuðu götin.

Ég reyndar sleppti því alveg að pæla í götunum, mældu þau bara út og boraði eftir á. Því það er erfitt að gera svona lítil göt nákvæm í logskurðarvél.

Það væri samt ekki vitlaust að teikna upp svona nýja plötu með öllum málum og hafa plötuna aðeins "nettari" um sig og til að geta verið með þetta á tölvutæku.




[ Edited Tue May 03 2011, 11:23a.m. ]
Back to top
birgthor
Tue May 03 2011, 03:22p.m.
Biggi
Registered Member #225

Posts: 167
Þá er líka hægt að setja þetta í vatnsskurðar vél og fá öll göt flott fyrir utan úrsnarið í undirsinkuðu.
Back to top
olikol
Thu May 05 2011, 09:24a.m.
olikol

Registered Member #3

Posts: 633
jaja ég veit það, en þá þarf einhver að taka það að sér að teikna þetta uppá nýtt til að hafa öll göt rétt og ekki væri þá vitlaust að trimma aðeins af plötunni því hún er alltof stór
Back to top
birgthor
Thu May 05 2011, 09:31a.m.
Biggi
Registered Member #225

Posts: 167
ég hugsa ég endi á því að gera hana bara í höndunum, taki bara plexi og staðsetji götin á henni.
Back to top
birgir björn
Thu May 05 2011, 06:28p.m.
Biggi
Registered Member #18

Posts: 1803
getur líka sleft henni, kolli er ekki með neina milliplötu, þart bara að mixa einn bolta
Back to top
birgir björn
Thu May 05 2011, 07:03p.m.
Biggi
Registered Member #18

Posts: 1803

svart er kassinn og vélin, bleikt er rærnar, rautt er bolti eða snittteinn, blátt er flatjárn sem er soðið á milli boltana,
eg veit ekki hvort þú skilur þessa teikningu

[ Edited Thu May 05 2011, 07:17p.m. ]
Back to top
olikol
Thu May 05 2011, 07:19p.m.
olikol

Registered Member #3

Posts: 633
Ég get reynt að redda þér teikningum á tölvutæku. svo þarf bara láta skera hana út og bora götin.

Annars, ertu búinn að ákveða hvaða vél þú ætlar að nota
Back to top
birgthor
Fri May 06 2011, 12:10a.m.
Biggi
Registered Member #225

Posts: 167
Já Birgir ég var búinn að sjá svona mix, hinsvegar skiftir þessi festing máli og ekki gott að vera með þetta svona því ákveðinn styrkur þarf að nást í samsetninguna.

Óli ég er "að ég held" fastur á því að fara bara í 1600 vélina sem mér bauðst. Hún er reyndar 2001 árgerð og úr sjálfskiptum bíl, því er væntalega eitthvað af óþarfa rafmagni sem ég þarf að greiða úr.
Það væri flott að fá þessa teikningu en ég held ég endi á því að rissa þetta á plexi plötu og plasma skera svo bara utan af henni.
Back to top
birgir björn
Fri May 06 2011, 03:49a.m.
Biggi
Registered Member #18

Posts: 1803
þart ekki að hafa neinar áhiggjur af styrknum þetta er 10 sinnum meira enn nógu sterk enn hinsvegar þartu að hafa áhiggjur af skekkju sem fer ílla með drifrásina
Back to top
olikol
Fri May 06 2011, 04:24p.m.
olikol

Registered Member #3

Posts: 633
Hættu að reyna flækja þetta Biggi, maðurinn gerir bara plötu og málið dautt, lítið mál.

hérna er linkur á síðu sem bjargaði lífi mínu í þessum vélarskiptum.

http://wire-a-zuke.services.officelive.com/default.aspx

Litaðar og skýrar teikningar af rafkerfinu og allar upplýsingar um hvaða víra þarf til að ná vélinni í gang.
Einnig listi yfir alla víra í rafkerfinu og upplýsingar hvað þú átt að gera við hann, t.d. klippa hann í burtu eða splæsa inná annan og fleira.

Þegar þú ferð að ráðast í þetta máttu alveg vera í bandi ef þig vantar hjálp eða eitthvað. Væri líka gaman að fá að skoða þetta hjá þér.
Back to top
birgir björn
Fri May 06 2011, 06:05p.m.
Biggi
Registered Member #18

Posts: 1803
baaara benda á möguleikana, enn hvernig geingur annars? ertu buin að rífa gömlu vélina úr?

[ Edited Fri May 06 2011, 06:10p.m. ]
Back to top
birgthor
Fri May 06 2011, 10:43p.m.
Biggi
Registered Member #225

Posts: 167
Róóóóóóóóóólegur fyrst ætla ég að sanka að mér öllum hlutum. Svo ætla ég að rífa vitara motorinn, svo tæta rafmagn, svo taka 410 vélina úr með kassa, svo gera milliplötuna, svo setja þetta saman, svo ,svo ,svo..... En fyrst ætla ég að klára skólann.
Back to top
birgthor
Fri May 06 2011, 10:45p.m.
Biggi
Registered Member #225

Posts: 167
Takk fyrir þetta Óli
Back to top
birgthor
Sun May 29 2011, 08:27p.m.
Biggi
Registered Member #225

Posts: 167
Fyndið hvernig maður er, núna síðustu daga var ég farinn að efast um að hafa tíma í þetta verkefni í sumar og vangaveltur komnar um sölu á þeim gula. Ég ákvað því að fara þangað sem hann situr og taka einn hring og viti menn, heilinn er farinn á fullt aftur
Back to top
Go to page  1 [2]  

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design