Forums
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda :: Forums :: Almennt spjall :: Kynning
Aríel Pétursson << Previous thread | Next thread >>
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
Aríel
Mon May 16 2011, 01:46a.m.
Registered Member #408

Posts: 81
Mig langar til að bjóða mig velkominn á spjallið.

Ég hef verið ansi óvirkur hérna hingað til þar sem að ég hef skammast mín fyrir að ekki hefur verið til ein einasta ljósmynd af vagninum mínum hingað til. Það er breytt.

Ég hef átt nokkra bíla í gegnum mína stuttu bílaævi. Margir hafa reynst afar vel og voru mér ákaflega kærir. Þar standa upp úr nokkrir vagnar sem hér verða tíundaðir. Fyrsti bíllinn var Jeep Grand Wagoneer Ltd hvítur með parketi, temmilega öflugur og nokkuð léttur m.v. forvera sína, eftir að undirritaður hafði átt vagninn í 2 vikur fór sjálfskiptingin í honum en virkaði þó í bakkgír. Skiptingin hrundi þegar ég var á stefnumóti með blómarós í sundi, og þurfti svo að skutla henni til vinnu af Seltjarnarnesi niður í Miðtún. Ég þurfti að bakka alla leiðina sem var mjög vandræðalegt. Ég fékk ekki að ríða út á bílinn. Svo í gegnum árin hefur alltaf verið til aukaflak á heimilinu, toyota corolla 2000 þrennra dyra, 1300cc. Hef gert ýmsar tilraunir til að drepa "Daddarann" eins og hann hefur verið kallaður. Hef komið honum m.a. upp á Úlfarsfell með herkjum (og Bjarna Frímanni) og keyrt í gegnum þriggja metra háan snjóskafl (með tilheyrandi vatnskassaslátrun reyndar) en aldrei hefur bíllinn bugast. Svo í gegnum tíðina hafa komið og farið hinar og þessar kerrur, Honda Accord 2006, Mitsubishi Galant 2000, Nissan Terrano 1997, Toyota Hilux 1988, GMC Jimny 1987, Ford Mustan 1977, og margir fleiri.

En enginn þessara bíla hefur komið með tærnar þar sem verkfræðiundrið Súkkan hefur hælana.

Ég eignaðist kerruna með því að sitja um aldrað manngrey sem vinnur í Olíudreifingu í fleiri mánuði. Að lokum gaf maðurinn sig og ég fékk bílinn, gjörsamlega stráheilan með aukavél, helling af varahlutum og aukaumgang af dekkjum á felgum á afar sanngjörnu verði. Reyndar gekk vélin aðeins á tveimur stimplum og að auki fór tímareim ansi fljótt svo að ég setti í súkkuna 1000 vél úr súkku á Höfn í Hornafirði sem var kveikt í. Síðan þá hefur súkkan því sem næst gengið eins og klukka og reynst frábærlega sem snattari, ferðabíll og náinn félagi.

Þessi súkka er og mun alltaf verða í minni eigu, en ég er reyndar að skoða að kaupa einhvern böðulvagn til að brúka á veturna svo djásnið sleppi við saltið og slabbið í borginni. Hún er að mestu leyti ryðlaus en ég er að hugsa um að láta fagaðila ráðast á litlu ryðdoppurnar sem eru undir regn"sílsunum". Hún er algjörlega original og ég mun halda henni þannig, engar blöðrur og engin neonljós. Reyndar vantar mig nýtt kasettutæki ef einhver skyldi luma á slíku fyrir mig.

Ég nýti tækifærið og þakka súkkustrákum kærlega fyrir aðstoð og upplýsingar við vélaskipti, aðrar viðgerðir og fróðleik í gegnum tíðina, þar má nefna Sigga Rallý, Agga ginger, EinarR, Einar Kind, BrigiBrjön, Óla Liljurós, Sævar ginger og einhver sem ég er ábyggilega að gleyma.





Back to top
Tryggvi
Mon May 16 2011, 10:40p.m.
Registered Member #356

Posts: 198


Það má með sanni segja að þetta er virkilega fallegt eintak af Súkku. Til lukku að hafa eignast þennan grip. Mér líst vel á hugmynd þína að passa upp á vetrar notkun og leggja bara (vonandi inni í skúr).

Kveðja,
Tryggvi
Back to top
Aríel
Thu May 19 2011, 09:19p.m.
Registered Member #408

Posts: 81
Takk fyrir það, fór með bílinn í skoðun í gær og skoðunarmennirnir fengu úr honum og skelltu 12 miða í rúðuna eftir 3 mínútna skoðun, svo eyddu þeir hálftíma í að dást að vagón. En já, hef gert það upp við mig að önnur kerra verður klárlega fyrir veturna.
Back to top
jeepson
Thu May 19 2011, 10:14p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Djöfull langar mér í þennan
Back to top
Hafsteinn
Tue May 24 2011, 02:51p.m.
Hafsteinn
Registered Member #62

Posts: 547
Þessi bíll er náttúrulega bara nýr! Hann á heima á einhverju safni, ekki á götum borgarinnar. Til hamingju með hann!
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design