Forums
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda :: Forums :: Almennt spjall :: Kynning
Samúel Úlfr Þór Hjaltalín << Previous thread | Next thread >>
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
ulfr
Tue Jul 19 2011, 11:59a.m.
Registered Member #742

Posts: 22
Sælir.
Eignaðist mína "fyrstu" súkku fyrir stuttu síðan. Hafði þó 2dyra Vitöru í afnot í nokkra mánuði fyrir mörgum árum og kunni ágætlega við hana þó hún væri svolítið þreytt.

Til að viðhalda hefðinni með nöfnin á jeppunum mínum fékk hún nafnið Dreyrrfari.


Allavegana, þetta er Suzuki Sidekick '98 1600 bsk, vagninn er 33" breyttur, fékk hann á 32". Lítið sem ekkert ryð á yfirbyggingu og grindin stráheil. Nokkrir kórdrengir í gírkassanum en annars er hann nokkuð góður, merkir sér þó svæði sumstaðar og ef hann er í vondi skapi virka hurðarnar hálf illa.

Það sem mér finnst helst vanta eru þakbogar, vinnuljós, kastaragrind og stærri dekk.



[ Edited Tue Jul 19 2011, 12:00p.m. ]
Back to top
jeepson
Tue Jul 19 2011, 06:39p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Sæll og til lukku með gripinn
Back to top
BoBo
Sat Aug 13 2011, 10:31p.m.
Gabríel kárason
Registered Member #370

Posts: 503
sæll og til hamingju með gripin ég á nú þakboga held ég það er nú bara hæjðstur að bjóða fær þá en ég skil nú ekki afh allir vilja þakboga :/ ojæja það er nú mín skoðun
Back to top
hobo
Sun Aug 14 2011, 08:28a.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
Hringdu í frænda minn sem er að auglýsa fullt af hlutum hérna inni, hann er með massagrind framan á sinni vitöru sem hann hefur ekkert að gera við. Hún er með 4 kösturum sem er örugglega hægt að fá með fyrir rétt verð.

Hjalti
669-9968
Back to top
ulfr
Mon Aug 15 2011, 10:52p.m.
Registered Member #742

Posts: 22
Sæll Gabríel, ég var nú að reyna að versla af þér þakboga um daginn en það gekk eitthvað brösulega, ef þú hefur einhvern áhuga á að selja þá ennþá þá er síminn hjá mér 848-2317. Mig vantar þakboga einfaldlega vinnunnar vegna, erfitt að koma 4-6m loftnetum inn í súkkuna.

Hörður: Ég tjekka á frænda þínum, þó ég hafi reyndar verið að hugsa um að smíða eitthvað látlaust á hann, t.d. skipta út stuðaranum fyrir skúffu eða eitthvað ámóta. Amk ekki ganga jafn langt og ég gekk með vetrarjeppann.



Þess má geta að ég fékk gefins þessi forlátu sæti úr Suzuki Grand vitara 2005 og skellti í Dreyrfara um daginn og skánaði hann töluvert við það, enda var orðið þreytandi að sitja á startköplum og sjúkrapúða...
Back to top
ulfr
Mon Aug 15 2011, 11:02p.m.
Registered Member #742

Posts: 22
Þarna má sjá nýju sætin. Er enn þá að velta því fyrir mér hvort ég eigi að vera að setja afturbekkinn í.


Back to top
Sævar
Tue Aug 16 2011, 12:03p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
mjög töff, passa sleðarnir bara bolt on úr grand vitöru yfir í gamla bílinn eða möndlaðirðu þetta eitthvað?
Back to top
ulfr
Tue Aug 16 2011, 03:21p.m.
Registered Member #742

Posts: 22
Festingarnar passa ekki 100% en lengd og breidd passar vel.

Gatið hurðarmegin að aftan passaði beint á en ég þurfti að setja 6mm skinnu þar undir til að sætið hallaði ekki í þá áttina.

Síðan boraði ég suðuna úr festingunum að framan og losaði þær þar með af, smíðaði síðan vinkla og boltaði í orginal festinguna og síðan í gegnum sleðann þar sem ég boraði.

Þetta þurfti ég að gera því sleðarnir eru c.a. 4cm lengri en í sidekick/vitara.

Að innanverðu að aftan boraði ég nýtt gat í festinguna sem er þar fyrir og setti þrykkiró þar í. Þetta tók held ég í heildina 2,5klst í tvö kvöld.

Skal reyna að taka myndir af vinklunum í kvöld og pósta, en ég á líka mátin til sem ég smíðaði fyrir þetta ef einhver er í svipuðum pælingum.

Eina sem ég hef áhyggjur af er afstaðan gagnvart loftpúðanum í stýrinu, þar eð sætin eru svolítið hærri en orginal. Þekki það mál ekki nægilega vel og er svona að íhuga að taka hann bara úr sambandi.
Back to top
Sævar
Tue Aug 16 2011, 06:35p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Flott, mig langar að setja grand vitoru sæti í mína súkku bara til að lappa aðeins upp á útlitið á innbyggingunni, og auðvitað fá minna slitin sæti með hita.

Ég aftengdi loftpúða í mínum bíl fyrir löngu síðan og það er ekki lengi gert að taka peruna fyrir airbaggið úr sambandi aftan á mælaborðinu.

Það gerði ég bæði vegna þess að það koma oft óvenju þung högg í grindina á bílnum t.d. þegar maður klessir á frosna árbakka í jeppaferðum og það væri algjör moodkiller að fá sprengju í andlitið uppi á hálendinu. En ég gerði þetta líka vegna þess að ég hækkaði bílstjórasætið um heila 4cm og munurinn í akstri, pláss fyrir lappir er ótrúlegur, og þó ég sé 185 cm þá á ég langt eftir að ná upp í toppklæðninguna...

[ Edited Tue Aug 16 2011, 06:37p.m. ]
Back to top
fjolnirb
Tue Nov 20 2012, 11:34p.m.
Registered Member #1094

Posts: 2
Sæll Ulfr. Gaman að vita af þér á Súkku aftur. Ég man vel eftir þeim bláa sem þú varst á hérna um árið
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design