Forums
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
viktorlogi
Fri Dec 23 2011, 11:56p.m.
Registered Member #887

Posts: 94
Sælir suzuki menn
Viktor heiti ég og ég var að eignast mína fyrstu súkku,átti ágætis viðskipti við Sævar hérna á spjallinu.
hef átt áður Range rover á 38" og dodge ram á 33" svo maður hefur farið svona eitthvað á fjöll


planið er að laga ýmislegt en það gengur bara ágætlega eins og er og hann fer í skoðun mjög fljótlega,
fékk líka gefins varahlutabíl annarstaðar svo ég á nóg af varahlutum,
hérna er mynd.
Ef einhver getur sagt mér eitthvað um sögu þessa bíls væri gaman að heira það,


Látið mig vita ef það verða einvherjar skemmtilegar ferðir hjá ykkur sem ég get slegist í för með
Gleðilega hátið
viktor
Back to top
jeepson
Sat Dec 24 2011, 01:30a.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Sæll og velkominn. ég hef altaf verið pínu heitur fyrir þessum. Þó aðalega sem sumar græju altaf gaman að taka tusku toppinn af og rúnta um þannig
Back to top
Brynjar
Sat Dec 24 2011, 04:09p.m.
Registered Member #26

Posts: 445
getur leitað af þráði sem ég gerði um þennan bíl á sínum tíma. ég setti 16 ventla vél í hann, nýrra mælaborð og ryðbættii ásamt fleiru á sínum tíma. áður en ég setti vélina í hann var fyrst 1600 8 ventla turbo með öðrum blöndung á. en það kom stimpilstöng útum blokkina á þeim mótor þannig það fór annar 8 ventla blöndungsmótor í hann sem var hrikalegur og þá var ákveðið að setja í han 16 ventla vélina úr 97 bíl.
Back to top
Sævar
Sat Dec 24 2011, 06:32p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
svo fór í henni heddpakkning og hún var löguð keyrð í 2 mánuði og löggan klippti af bílnum fyrir að vera óskoðaður svo fór olían öll af vélinni og hún bræddi úr sér og ég eignast bílinn hendi í hann nýrri vél og vatnskassa og ýmsum smáhlutum
Back to top
viktorlogi
Mon Dec 26 2011, 02:17p.m.
Registered Member #887

Posts: 94
jæja, smá uppdate,
Gaman að heira frá öllum þessum vélum sem hafa komið við í húddinu,(smile)
hérna er gott myndband http://www.youtube.com/watch?v=359RhbAxVvI

Nú er ég komin með Vökvastýri
pústið er hætt að leka
fer og kaupi tímareim þegar fyrirtæki opna aftur eftir áramót.
búinn að kaupa borðana að aftan og náði mér í bremsudælur úr varahlutabílnum, framan og aftan,
hendi þessu í þegar ég er komin í frí,
blæjan er léleg og það skefur meira inní bíl en utan, þetta er eins og Landrover, maður byrjar daginn á því að moka snjó út úr bílnum (smile)
svo er það bara að klára tengja miðstöðvarelement og heldast í skoðun.


svo var ég að pæla í hvaða varahluti menn eru að hafa með sér á fjöll,
þegar ég átti rangerover var skildubúnaður að taka með sér öxul og framdrifskaft
hverjir eru svona veiku punktarnir í þessum súkkum ?
og annað.. niðurgírun í 2nd gír er frekar glötuð, mjög stíf og ég held að það sé sincrom, ef ég reffa vélinni meðan ég reyni að setja í 2.gír þá dettur hann íann,
á maður að rífa kassan eða skipta bara komplett um kassa?
kv
Back to top
Meistarinn
Mon Dec 26 2011, 02:21p.m.
Jóhann Geir Hjartarson
Registered Member #337

Posts: 38
Færð tímareim, vatnsdælu og strekkjara á einhvern 18 þúsund kall hjá Poulsen.
Back to top
jeepson
Mon Dec 26 2011, 03:01p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Getur líka bjallað í suzuki umboðið og athugað verð á varahlutum. Þeir eru mjög ódýrir hjá umboðinu. og þú færð pottþétt rétt hjá þeim. Ég keypti 3svar nýja hluti í súkkuna sem að ég átti. Og var altaf mjög ánægður með verðin hjá þeim. Alt keypt frá umboði.
Back to top
Brynjar
Mon Dec 26 2011, 05:44p.m.
Registered Member #26

Posts: 445
eru borðarnir að aftan búnir ? ég skipti um þá þegar ég átti bílinn og það er ekki búið að keyra hann að ráði síðan ? :S annars var ég búinn að búa til hús á þessa súkku úr trefjaplasti sem var nákvæm eftir mynd blæjunar held að einhver af fuglunum sem átti súkkuna á eftir mér hafi hent því. annars kostar ný blæja 159 dollara sem er ásættanlegt finnst mér. borgar sig enganveginn að gera við þessa.
Back to top
viktorlogi
Mon Dec 26 2011, 06:16p.m.
Registered Member #887

Posts: 94
takk fyrir ábendingarnar,
Brynjar : hvar fannstu blæju á 159 dollara, gætirðu sent mér link þangað ?
Back to top
Brynjar
Tue Dec 27 2011, 12:20a.m.
Registered Member #26

Posts: 445
til dæmis hérna frá nýtt rampage products

http://www.ebay.com/itm/88-94-Suzuki-Sidekick-Geo-Tracker-Vitara-Soft-Top-Black-/230493070905?pt=Motors_Car_Truck_Parts_Accessories&vxp=mtr&hash=item35aa752639
Back to top
viktorlogi
Tue Dec 27 2011, 04:18p.m.
Registered Member #887

Posts: 94
HAHAHAHAHAHAHA,
ég þekki einn skoðunar mann og ég renndi með græjuna í skoðun til hanns, en það var ekki límt á hann neitt. bara svona tjekka hvað þyrfti að gera og eftirfarandi kom í ljós...
það einfalda er:
rúðurþurka
framrúða
stilling aðal ljósa
stöðuljós = enginn rofi

það leiðinlega
Hjólalegur að framan báðumegin.

annað er gott.

en svo var það, það merkilega.
Drifskafts upphengjan að framan er brotin og er búinn að vera það í einhvern tíma. en boltarnir hafa þrátt fyrir það verið settir í en ekki tollað lengi og dottið úr sætinu, s.s brotið við kassan (smile)
þetta orsakaði það að það er þvingun á millikassa og það var ekki hægt að taka hann úr 4x4.
svo sáum við að pústskinjarinn var vel tengdur við þverbitan undir bíl... vel gert (broskall)
annars kom mér bara á óvart hvað hann var í góðu lagi, við djöfluðumst á flestu og fundum ekkert annað sem er alvarlegt,

gott mál, ánægður með þetta

með blæjuna : það borgar sig að panta hana þarna á E-flóa hún er um rúmlega 40 kall komin heim með sköttum,

kv
Back to top
Sævar
Tue Dec 27 2011, 06:46p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Hæhæ þú herðir bara á framhjólalegunum ef það er ekkert hljóð í þeim mbk. Sævar

Kann ekki skil á rúðuþurrkunum man ekki betur en þær hafi verið í góðu lagi þegar ég skoðaði bílinn fyrir kaup á sínum tíma

Svo skilst mér að óorginal ljósarofinn sé tengdur af Bragi Guðfinsson félaga Stefán Dal sem átti bílinn í smástund í fyrravor, ástæðuna þekki ég ekki.

Á drifsköftunum er engin upphengja en ef þú meinar gírkassa(millikassapúðann) þá skil ég hvað þú átt við, en tók ekki eftir sjálfur þegar ég skoðaði hann, Ef bitinn er ekki boginn eins og hann hafi einhverntíma rekist niður er ekki ósennilegt að þetta hafi brotnað einhverntíma þegar verið var að skipta um vél í bílnum, það hefur nú ófáum sinnum verið gert hingað til
Back to top
stedal
Thu Dec 27 2012, 10:15p.m.
StefánDal
Registered Member #349

Posts: 89
Ástæðan fyrir fagmannlegu ljósa mixinu hjá okkur Braga var sú að rofinn í sprotanum var brunninn yfir. Þessu var því reddað í einum grænum þar sem ég þurfti að skella mér vestur fyrir jól. Þetta virkaði svo vel að ég sá ekki ástæðu til þess að breyta því aftur. Mig minnir að stöðuljósin hafi verið á einum takka, lágu á öðrum og til þess að setja háu ljósin á var sprotanum ýtt fram eða aftur, man ekki hvort.
Annars mætti alveg fara í gegnum rafmagnið í þessum bíl. Margt gott í honum og lítið mál að gera hann alveg hel góðann.
Já þessi aumingja festing á framdrifinu var brotin þegar ég fékk bílinn en var tillt saman. Þetta hrökk svo í sundur í fyrsta skafli. Smíðaði til bráðabirgða baulu sem fór yfir pinjóns stútinn og undir. Minnir að ég hafi sett gúmmi undir til þess að minnka þvingunina. Þetta virkaði að sjálfsögðu ekkert sérstaklega vel en dugði þó til þess að nota fjórhjóladrifið. Allt þetta þurfti að gerast í einum grænum þar sem að ég þurfti að bruna vestur í ófærð:)
Og allt þetta átti að vera í toppstand þegar ég kaupi bílinn af Kjartani Lorange, bílasala ársins....

Já og komdu sæll og blessaður Viktor. Var fyrst að komast að því í dag að við kynntumst fyrst fyrir 10 árum
Back to top
stedal
Thu Dec 27 2012, 10:17p.m.
StefánDal
Registered Member #349

Posts: 89
Já og við Bragi gerðum tilraunir til þess að bæta blæjuna með dekkjabótum og lími. Það virkaði ágætlega í þennan stutta tíma sem ég átti hann. Annars voru það öftustu festingarnar sem orsökuðu aðal snjókomuna. Ég einmitt notaði skófluna meira inní bíl heldur fyrir utan hann.
Back to top
viktorlogi
Fri Dec 28 2012, 01:29a.m.
Registered Member #887

Posts: 94
Já sæll Stefán, Gaman að heyra frá þér, ljósarofin er tengdur eins og þú skildir við hann og það virkar bara ágætlega,
ég er búinn að setja smíða nýja Baulu á framdrifið sem er sterk og á að halda í flestum djöfulgangi,
alltaf gaman að bruna vestur, sérstaklega þegar vegagerðin seigir að það sé ófært =),
blæjan hefur séð betri tíma en ég er að vinna í því að fá hana í gott stand, en ef það virkar ekki panta ég hana bara á e-bay,
hann stendur núna á 35" mudders negldum og fínum,
svo er stefnan að fara vestur og skipta um klafagúmmí og gírkassa núna í januar
kv
Back to top
viktorlogi
Wed Jul 10 2013, 03:59p.m.
Registered Member #887

Posts: 94
ég ætla Biðja þá sem að áttu bílinn um að leita vandlega í skúrnum hjá sér af Bílbeltinu farþegameiginn afturí, kannski veit einhver um það eða hvort einhver hafi hent því en endilega láta mig vita,
mig vantar þetta sárlega í þennan gæða grip
Takk kærlega
Viktor
Back to top
Sævar
Wed Jul 10 2013, 05:35p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Sæll viktor ég veit að strakur sem heitir Himmijr hérna á spjallinu og átti bílinn a undan mér henti aftursætunum úr honum, nema það hafi verið Stefán sem átti hann undan honum.. allavega voru þau ekki þegar ég átti hann mbk. Sævar
Back to top
viktorlogi
Wed Jul 10 2013, 05:38p.m.
Registered Member #887

Posts: 94
takk sævar, ég er kominn með aftursæti,
ég gæti svosem sett miðjubelti í hann að aftan,
á kannski einhver Súkku miðjubelti 2 stk
nema þetta belti finnist hjá þessum himmijr eða stefáni
Back to top
stedal
Sat Aug 17 2013, 07:06p.m.
StefánDal
Registered Member #349

Posts: 89
Ég henti víst öllu draslinu sem ég reif úr honum. Aftursætunum og öllu sem þeim fylgdu meðal annars.
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design