Forums
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda :: Forums :: Tæknilega hornið :: Viðgerðir, breytingar og eilífðarverkefni
Hásingaskipti, gormavæðing ofl. << Previous thread | Next thread >>
Go to page  [1] 2 3
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
björn ingi
Mon Oct 12 2009, 11:28p.m.
Registered Member #72

Posts: 365
Jæja þá er ekki aftur snúið byrjaður að rifa og tæta. Hásingin að framan komin undan og verið að skera í burt óþarfa drasl og mæla og pæla. Ég ætla að reyna að henda hér inn myndum svona annað slagið. Þetta gengur nú örugglega hægt hjá mér því ég hef ekki mjög mikinn tíma aflögu nema kannski um helgar.

Allt klárt til að byrja að rífa.

Þetta ætti nú að vera fljótlegt að fjarlægja.

"Þröngt mega sáttir sitja" þarna kúra tvær Súkkur hlið við hlið í skúrnum hjá Sigga Hall

Allt farið

Þetta fær að fjúka líka

Og þetta sömuleiðis

Nú þetta þarf sömuleiðis að víkja.
Meira síðar
Back to top
birgir björn
Tue Oct 13 2009, 12:43a.m.
Biggi
Registered Member #18

Posts: 1803
flott þetta, það eru fleiri herna í þessum hugleiðingum, endilega vertu duglegur að setja inn myndir
Back to top
gisli
Tue Oct 13 2009, 08:14a.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Hálfnað er verk þá hafið er.
Back to top
Valdi 27
Tue Oct 13 2009, 05:36p.m.
Registered Member #48

Posts: 215
Mjög gott, líst vel á þetta
Back to top
hilmar
Tue Oct 13 2009, 09:45p.m.
Registered Member #24

Posts: 155
Hvað á að fara í staðinn?
Back to top
birgir björn
Tue Oct 13 2009, 09:55p.m.
Biggi
Registered Member #18

Posts: 1803
held að hann sé með complett undan landgruizer 70
Back to top
björn ingi
Tue Oct 13 2009, 10:58p.m.
Registered Member #72

Posts: 365
Rétt er það LC 70 hásingar með öllum stífum að framan en held 5 linkinu að aftan og loftpúðunum, skipti bara um hásingu þar. Meiningin er svo að setja raflása úr Toyotu sem búið er að breyta fyrir loft í báðar hásingar. Að endingu svo Rocklobster í millikassann og kannski eitthvað meira. Já ég gleymdi nærri einu hann breikkar um rúmlega 17 cm við þetta og ég get sett gormana að framan utanvið grind og fært loftpúðana utar að aftan sem þýðir að hann ætti að verða mjög stöðugur og skemmtilegur í keyrslu.

[ Edited Tue Oct 13 2009, 11:06p.m. ]
Back to top
björn ingi
Sat Oct 24 2009, 06:02p.m.
Registered Member #72

Posts: 365
Jæja framkvæmdir ganga hægt en örugglega. Búið að stilla upp framhásingu og við það komu strax í ljós nokkur vandamál sem þarf að leysa. Eitt aðalvandamálið er útaf því að þetta er high pinion eða svokölluð reverse hásing. Ég lendi í því að drifskaftið lendir beint í gírkassafestingunni af því að hallinn á skaftinu verður svo lítill, pústið þarf líka að hliðra til vegna þessa og svo er spurning með togstöngina hvort hún og olíupannan eiga eftir að rekast á en það má nú sennilega koma í veg fyrir með rétt stilltum samsláttarpúðum. EN MIKIÐ DJ..... á hann eftir að verða breiður, ég þarf að breikka brettakantana um 8-9 cm, það liggur við að dekkin séu komin útfyrir boddýið!!! Og svo er eitt svakalegt vandamál sem er komið upp, Súkku er aftur farið að dreyma blauta drauma um V8 3,5 Rover álvél (allt því að kenna að vera í skúrnum hjá Sigga og hans V8 Súkku) En aðalmálið er að Roverinn er léttari en Volvo vélin sem nemur 20 kg og með fleiri hesta. Set eitthvað af myndum inn seinna í kvöld (myndavélakvikindið er eitthvað að stríða mér)

Búið að stilla hásingunni upp að mestu.

Verið að sjá hvernig þetta kemur til með að líta út, henti felgunni lika á til að sjá hvernig hún passaði.

Þarna þarf svo að smíða "turna" fyrir stífurnar að aftan.

Þarna sést að það þarf eitthvað að rýma til fyrir drifskaftinu.

Eins og sést hér er innribrún á felgu bara rétt innan við ytri brún á brettinu.

Það sést betur hér hversu mikið hann breikkar, spurning hvort hann sleppur út úr skúrnum að þessu loknu.

[ Edited Sat Oct 24 2009, 09:14p.m. ]
Back to top
Sævar
Sat Oct 24 2009, 06:13p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Lýst ekkert nema vel á þetta allt saman
Back to top
birgir björn
Sat Oct 24 2009, 06:31p.m.
Biggi
Registered Member #18

Posts: 1803
já endilega hentu inn myndum þegar þú getur,
Back to top
hilmar
Sat Oct 24 2009, 07:51p.m.
Registered Member #24

Posts: 155
já flott ég kannast við flest vandamálin og þekki líka flesta kostina. Ég er með að mig minnir 30cm breiða kanta og gormana fyrir utan grind og fl.og fl.
Back to top
gisli
Sat Oct 24 2009, 08:51p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
hilmar wrote ...

já flott ég kannast við flest vandamálin og þekki líka flesta kostina. Ég er með að mig minnir 30cm breiða kanta og gormana fyrir utan grind og fl.og fl.


Hilmar, vandamál? Hvað er það aftur?

Björn Ingi, er þetta mynd af könguló á fánanum þarna uppá vegg?
Back to top
björn ingi
Sat Oct 24 2009, 08:57p.m.
Registered Member #72

Posts: 365
Já mjög vel þekkt könguló. Fer vonandi ekki fyrir brjóstið á neinum. Ég ætti kannski að blörra hana svo hún þekkist ekki.

[ Edited Sat Oct 24 2009, 08:59p.m. ]
Back to top
birgir björn
Sat Oct 24 2009, 09:10p.m.
Biggi
Registered Member #18

Posts: 1803
haha buin að blörra hana LOL
Back to top
björn ingi
Sat Oct 24 2009, 09:16p.m.
Registered Member #72

Posts: 365
Já ákvað að gera það fyrir viðkvæma. Það eru alltaf einhverjir hræddir við köngulær.
Back to top
Sævar
Sat Oct 24 2009, 09:45p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
hehehehhee


ég var nú samt meira að spá afhverju skúrinn er skærbleikur
Back to top
björn ingi
Sat Oct 24 2009, 10:37p.m.
Registered Member #72

Posts: 365
Jú sjáðu til það er mánuður bleiku slaufunnar(átak gegn brjóstakrabbameini) og Siggi gerði þetta til að sýna stuðning í verki, hehe smá grín en svona í alvöru þá var búið að breyta skúrnum í verslun af einum af fyrri eigendum og ætli liturinn komi ekki þaðan, nú og svo er bleikur ekki verri en hver annar litur.
Back to top
SiggiHall
Sat Oct 24 2009, 10:44p.m.
Registered Member #61

Posts: 185
rosalega myndast fáninn kjánalega

Back to top
hilmar
Sat Oct 24 2009, 10:59p.m.
Registered Member #24

Posts: 155
Gísli ég meinti verkefni.......ekki vandamál,
Back to top
björn ingi
Sat Oct 24 2009, 11:18p.m.
Registered Member #72

Posts: 365
Já Hilmar vandamál eru bara verkefni til að leysa. Siggi þú manst að ég sagið að hel.. myndavélin væri að strýða mér, þarna sérðu árangurinn
Back to top
björn ingi
Mon Nov 09 2009, 11:25p.m.
Registered Member #72

Posts: 365
Nokkrar myndir af smíðavinnu á stífufestingum

Búið að punkta þetta fast.

Passar bara nokkuð vel og er nánast beint niður úr grindinni.

Svona kemur þetta til með að verða og svo kemur önnur svona plata að innanverðu líka, verður
vonandi nógu sterkt. Hef svo sem ekki áhyggjur af því, ég smíða þetta úr 4mm og grindin sjálf
er örugglega ekki svo þykk svo að ef eitthvað gefur sig þá verður það líklega bara grindin sjálf.
Næsta mál er að heilsjóða þetta allt saman og í það fæ ég suðumeistarann bróður minn, hann
vinnur jú við þetta allann daginn svo að þetta ætti að verða nokkuð gott. Ég gæti svo sem soðið
þetta sjálfur en hann er bara svo langtum vanari og betri suðumaður að það er um að gera að fá hann í þetta.
Bara það besta fyrir Súkku
Back to top
Sævar
Tue Nov 10 2009, 12:07a.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Ert búinn að sjá fyrir hallanum á framdrifskaftinu svo það rekist ekki í??
Back to top
björn ingi
Tue Nov 10 2009, 08:38a.m.
Registered Member #72

Posts: 365
Já það leysist við það að skipta út revers drifkögglinum fyrir venjulegan með læsingu en býr til nýtt vandamál, sem er að ég þarf að breyta stýrisganginum meira, þarf að færa millibilstöngina framfyrir hásingu sem er kannski minna mál að eiga við.
Back to top
EinarR
Tue Nov 10 2009, 10:00a.m.

Registered Member #52

Posts: 1421
Þessi skúr er gúrmei. fáninn var algjör snilld. ég spurði hvar er Siggi og Björn sagði hann er á skitteríi, svo labba ég aðeins um og jáhá hakakross.. hugsaði bara shit hvað er í gangi. haha. veit allavega að kærastan mín fílaði bleika litinn, kannski spurning að taka þetta svona heima svo að hún vilji aðstoða mig inní skúr.
Back to top
björn ingi
Fri Jan 08 2010, 07:48p.m.
Registered Member #72

Posts: 365
"EXTRA EXTRA READ ALL ABOUT IT" Stórfréttir, fór loksins í skúrinn að gera eitthvað síðan einhvern tíman fyrir jól. Fæ líklega stýrisarminn úr smíðum um helgina og þá er hægt að ganga loksins frá framhásingunni. Hendi kannski inn nokkrum myndum seinna.
Back to top
EinarR
Fri Jan 08 2010, 07:49p.m.

Registered Member #52

Posts: 1421
já endinlega! gott að heyra að þú sér kominn í skúrinn aftur. bílinn verður að vera reddí um páskana!
Back to top
jeepson
Fri Jan 08 2010, 07:53p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
já hvernig væri að hafa það sem markmið. fyrsta ferðin á nýju hásingunum verður galtarviti
Back to top
björn ingi
Fri Jan 08 2010, 07:57p.m.
Registered Member #72

Posts: 365
Hann á helst að vera til fyrir þorrablótsferð F4x4 Húnvetningadeildar sem er í febrúar. Ég veit ekki fyrr en á mánudaginn hvenær þorrablótið verður nákvæmlega, það verður ákveðið á fundi þá hvert verður farið og hvenær. Þetta fer nú að lýta illa út með veturinn bráðum kominn miður janúar og nánast enginn snjór á fjöllum. Við förum ekki mikið í Galtarvita ef svo heldur áfram sem horfir, bara hlýindi framundan.
Back to top
jeepson
Fri Jan 08 2010, 09:55p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
já segðu. snjórinn bráðnar nokkuð hratt hérna á Þingeyri fynst mér. ég er ekki sáttur við þetta veður.
Back to top
gisli
Sat Jan 09 2010, 10:25a.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Verst er hvað maður er alltaf latur í skúrnum meðan enginn er snjórinn, en um leið og hann kemur æsist maður svo upp að allur tíminn fer í skúrinn og maður kemst ekki á fjöll
Back to top
björn ingi
Sat Jan 09 2010, 11:13a.m.
Registered Member #72

Posts: 365
Já það er svolítið til í þessu, en hjá mér þá hefur það
nú aðallega verið tímaskortur sem er vandamálið.
Back to top
EinarR
Sat Jan 09 2010, 03:19p.m.

Registered Member #52

Posts: 1421
það er ekkert sem heitir tímaskotur úti á langi Björn
Back to top
björn ingi
Sat Jan 09 2010, 04:15p.m.
Registered Member #72

Posts: 365
Jú kallinn minn það er sko auðvelt, þegar maður er aðaltölvugúrú sveitarfélagsins og á sæti í 4 stjórnum félagasamtaka, sit í einni nefnd á vegum sveitarfélagsins og er síðan félagi í hinum og þessum samtökum, þá er sko auðvelt að komast í tímaþröng. Ég ætla nú að fara að minnka við mig eitthvað af þessu. Ég hef komist upp í það að sitja á fundum hvert einasta kvöld í heila viku. Nú svo eru öll hobbýinn eftir, tölvur,bílar,tónlist og á tímabili stundaði maður ræktina alveg á fullu og ætla ég mér að byrja á því aftur. Einfalt ekki satt. Það er hinsvegar ekkert stress úti á landi. Hér í fámenninu hafa menn einfaldlega fleiri hlutverk á hendi.

[ Edited Sat Jan 09 2010, 04:17p.m. ]
Back to top
björn ingi
Sat Jan 09 2010, 06:11p.m.
Registered Member #72

Posts: 365
Langaði til að sjá breiddarmuninn eftir hásingaskipti og þetta er nokkurn vegin munurinn.

Þetta verður bara vígalegt að sjá.

[ Edited Sat Jan 09 2010, 06:41p.m. ]
Back to top
hobo
Sat Jan 09 2010, 06:22p.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
jáá, ertu að fara breikka meira? Ertu ekki nýbúinn að skipta út hásingum? eða missti ég af einhverju?

edit: já var að fatta, þú er ennþá að breyta, afsakið..

[ Edited Sat Jan 09 2010, 06:25p.m. ]
Back to top
björn ingi
Sat Jan 09 2010, 06:28p.m.
Registered Member #72

Posts: 365
Já þetta var bara svona tila að sjá hvernig þetta liti út frá þessu sjónarhorni, verður flott með sukka.is lógói á afturhleranum.
Back to top
gisli
Sat Jan 09 2010, 06:30p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Það held ég nú, stærstu gerð!
Back to top
björn ingi
Sat Jan 09 2010, 06:41p.m.
Registered Member #72

Posts: 365
Ég henti inn annari mynd með stöfum og þetta er allt annað að sjá.
Back to top
jeepson
Sat Jan 09 2010, 09:32p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Þetta verður án efa einn af vígalegri súkkum landsins
Back to top
Súkkuslátrarinn
Mon Jan 11 2010, 10:30p.m.
Súkkuslátrarinn
Registered Member #19

Posts: 47
Já þessi verður flottur svona breyður !!!
Hvað á að gera í vélamálum, á að halda Volvo sleggjuni ?
Back to top
gisli
Mon Jan 11 2010, 10:41p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Ég segi halda í Vollann og byrja að safna fyrir V6 2.7 súkkumótor.
Back to top
jeepson
Mon Jan 11 2010, 10:49p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
vollinn stendur fyrir sínu. allavega hef ég mjög góða reynbslu af volvo. enda búinn að eiga nokkra 240´bíla og einn 740. og mig langar alveg svakalega í 240 TIC
Back to top
björn ingi
Tue Jan 12 2010, 12:14a.m.
Registered Member #72

Posts: 365
Sjálfsagt held ég í Volvoinn eitthvað lengur en ef ég safna fyrir vél verður það V8 Rover álmótor sem er lítið þyngri en Volvoinn, og aftan á þeim mótor verður sjálfskifting og þá verður gaman með 160 hesta í húddinu.

[ Edited Tue Jan 12 2010, 12:14a.m. ]
Back to top
gisli
Tue Jan 12 2010, 08:56a.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Ég veit um einn slíkan sem hugsanlega er falur. Veit ekki hvort það fylgir skipting, en kannski væri best að finna bara gamlan Reinsa í slátur.
Back to top
jeepson
Tue Jan 12 2010, 02:09p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Ég veit líka um einna svona 8 gata mótor með 5gíra kassa og milli kassa. sem þú getur eflaust fengið á lítið. það er reyndar innspýtingar mótor. en Eflaust ekki mikið vandamál að koma fyrir einum edelbrock tor á hann ég skal bara heyra í félaga mínum og sjá hvort að hann eigi örugglega ekki mótorin til enþá.
Back to top
björn ingi
Tue Jan 12 2010, 03:05p.m.
Registered Member #72

Posts: 365
Er þetta Rover vél? innspýtingarvél úr eldri Range Rover er ekki stór mál að setja í hvaða bíl sem er því að það er ekkert tölvustýrt nema innspítingin og það er bara smá box undir bílstjórasætinu.
Back to top
jeepson
Tue Jan 12 2010, 03:35p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Þetta er úr game over já. ég er að reyna að ná í félaga minn en hann á það til að vera frekar tregur við að svara í þennan blessaða síma sinn.
Back to top
björn ingi
Tue Jan 12 2010, 08:44p.m.
Registered Member #72

Posts: 365
Kannski maður ætti bara að tjúna Volvorelluna svolítið, það er mjög lítið mál að ná töluverðu afli út úr þessum vélum.
http://www.youtube.com/watch?v=apib8sv5kao
Það sést vel hér en þetta er að vísu 16v túrbo mótor en basicly sami mótor bara annað hedd. Það er klikkuð orka í þessu dóti.


[ Edited Tue Jan 12 2010, 09:52p.m. ]
Back to top
björn ingi
Fri Jan 15 2010, 07:27p.m.
Registered Member #72

Posts: 365
Jæja hér koma nokkrar myndir af framkvæmdum.

Búið að klára stífufestingar.

Gormaskál smíðuð.

Hásingin komin á sinn stað.

Búið að smíða demparafestingar og verið að máta demparana.
Þarna vantar bara stýrisarm, hliðarstífuna og samsláttarpúða.

Já Sæll er tekki að grínast. Eftir betri mælingar kemur í ljós að breikka þarf kantana meira en gert var ráð fyrir upphaflega.

Þær voru heldur óásjálegar felgurnar áður en maður byrjaði að taka þær í gegn.
Maður þarf að fara að koma dekkjunum á svo maður geti mátað þau undir.

Felgurnar heldur skárri en þær voru.
Afturhásingin er á leið í hús svo hægt sé að fara að setja læsinguna í og skera í burt
gamla stífudótið af henni og smíða festingar á hana fyrir aftur stífurnar og loftpúðana.

Back to top
Sævar
Fri Jan 15 2010, 07:35p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
þetta er snyrtilega gert, hlakka til að sjá before og after mynd af breiddinni, og eins misfjöðruninni
Back to top
Go to page  [1] 2 3  

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design