Forums
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda :: Forums :: Almennt spjall :: Almennt spjall
Rúllað niður Úlfarsfell << Previous thread | Next thread >>
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
Magnús Þór
Fri Dec 25 2009, 05:58p.m.
Magnús Þór
Registered Member #80

Posts: 143
Jæja,var að fletta í gegnum 3T og Bíllinn og þar rakst ég á þessa grein og náði með miklum erfiðlekum að koma henni á netið. Vona að þið hafði gaman af þessu. Dáldið litlar myndir en það verður að hafa það.



Back to top
Sævar
Fri Dec 25 2009, 06:18p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Það er snilld að sjá þessa grein, veit einhver um örlög þessa bíls, var hann uppgerður eftir þetta? Hann talar um að viðgerðirnar verði líklega helmingur kostnaðar bílsins óbreytts.


En strákar þetta sýnir bara hvað það er krúsjal að hafa velti grind í þessum tíkum hjá okkur, þarna erum við að tala um að járnið er nýtt og óryðgað en bögglast samt svona saman. Ímyndið ykkur núna 20 árum síðar eða rúmlega það þegar járnið hefur gengið í gegnum súrt og sætt.

En takk fyrir greinina þetta fer í greinasafnið hér að ofan!
Back to top
jeepson
Fri Dec 25 2009, 06:20p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Veltibúr er alveg nauðsinlegt. en ekki allir sem nenna að smíða búr í bílana sína.
Back to top
Sævar
Fri Dec 25 2009, 06:22p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
PS, Mozilla notendur geta haldið niðri CTRL takkanum á lyklaborðinu og skrollað með músinni til að stækka textann til að auðvelda aflestur myndanna. Ég þurfti þess allavega til að sjá textann undir myndunum
Back to top
jeepson
Fri Dec 25 2009, 06:30p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
En bílar eiga samt að fara beint upp og niður brekkur ekki rúllandi á hliðinni hihihi
Back to top
Sævar
Fri Dec 25 2009, 06:35p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Hann minnist á að hann hafi lent með eitt hjól í skör, væntanlega eftir vorleysingar, planið var semsagt að hafa skörina undir miðju bílnum, svo gefur bara eitthvað eftir og framhjólið fer ofaní, og þar má segja að bíllinn hafi "dottið framyfir sig"...

Þetta er mjög skemmtileg og flott grein, enda eftir frægan greinahöfund
Back to top
Magnús Þór
Fri Dec 25 2009, 06:54p.m.
Magnús Þór
Registered Member #80

Posts: 143
já,það eru margar skemmtilegar greinar í þessum gömlu blöðum
Back to top
Sh0rtY
Tue Dec 29 2009, 03:04a.m.
Registered Member #94

Posts: 45
flott þetta alltaf gamann að lesa gamlar greinar:D

það þarf ekkert endilega að vera heilt veltibúr
en veltibogi getur bjargað ansi mörgu.
Kannski ekkert svo vitlaust að skella 1 stk i vitöruna
við tækifæri
Back to top
baldur
Tue Dec 29 2009, 04:47p.m.
Registered Member #37

Posts: 51
Já ég hef velt jeppa á fjöllum og veltiboginn gerði það gagn að toppurinn á bílnum skemmdist bara nokkuð lítið. Féll bara saman fyrir framan framsæti því að veltiboginn náði ekki þangað fram.
Fóru ekkert ofboðslega margar helgar í að laga skemmdirnar.

[ Edited Tue Dec 29 2009, 04:47p.m. ]
Back to top
Juddi
Wed Dec 30 2009, 03:28p.m.
juddi
Registered Member #173

Posts: 471
Þessi bíll var lagaður og settur á 38" á plastfelgum volvo B21 turbo eða b23 turbo hilux hásingum og bens fjaðrir hann sést töluvert í myndinni jeppi á fjalli

[ Edited Wed Dec 30 2009, 03:33p.m. ]
Back to top
jeepson
Wed Dec 30 2009, 03:48p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Eru svona plast felgur að gera sig eitthvað?
Back to top
Sævar
Tue Nov 22 2016, 07:01p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Þessar myndir væri gaman að finna aftur, þær voru vistaðar á imageshack.us sem breytti slóð sinni að öllum myndum. Getur eitthver fundið greinina?
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design