Forums
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda :: Forums :: Almennt spjall :: Kynning
Elías Marel Þorsteinsson << Previous thread | Next thread >>
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
elliheimili
Thu Jan 07 2010, 05:37p.m.
Registered Member #227

Posts: 27
Sælir

Elías heiti ég og er súkkuvitleysingur með fleiru úr mosfellssveitinni og hef átt þennan litla díseltrukk í um eitt og hálft ár. Trukkurinn er af gerðinni Suzuki Vitara 2.0 TurboDiesel og er breyttur fyrir 33". Ég keypti hann tjónaðann á 31" og eyddi þarsíðasta sumri í að endurbyggja framhliðina og breyta honum og bæta og hef aldrei hætt því síðan. Ég nefndi hann Léttfeta sem mér fannst svakalega frumlegt og skemmtilegt þar til ég fór inn á f4x4.is og komst að því að annarhver Willys á landinu heitir Léttfeti . En hann heitir það engu síður...

Listinn yfir það sem ég hef gert við hann er alltof langur til að telja upp en það allra helsta sem hjálpar honum að komast áfram í ferðum er:

2" hækkun á fjöðrun
(tæplega) 2" hækkun á boddí
33" Goodyear Wrangler dekk
Loftdæla úr gömlum Cadillac rúntara
Spennulæsing í afturdrifi (Það má deila um hvort hún hjálpi við að komast áfram í ferðum, en hún hjálpar manni allavega að komast lengra inn í skaflinn sem maður festir sig í en hjálpar þér svo ekki út aftur )
Lækkuð hlutföll (5.12 í stað 4.30)
Sérsmíðaður Snorkel (ekki heimasmíðaður )

Og svo er ýmislegt annað sem hjálpar honum ekkert áfram en þykir þó nytsamlegt til annars en bara að þyngja bara bílinn:

CB talstöð
Slökkvitæki
Skóflufesting á afturhlera
Spotti
og að sjálfsögðu íslenzki fáninn!

og svo er í smíðum kastaragrind á þakið og fleira óþarfa drasl


Svona var hann rétt eftir að ég keypti hann, búið að gera við mestu beyglurnar. Þegar ég fékk hann var þetta horn komið inn í bílinn og ljósið vantaði.



Svona er hann í dag.



Að lokum, kvöldsigling á Leirtjörn.




Back to top
elliheimili
Thu Jan 07 2010, 05:39p.m.
Registered Member #227

Posts: 27
Ég gleymdi að taka það fram að ég væri mjög til í inngöngu í þennan merkilega klúbb ef ég er velkominn
Back to top
Magnús Þór
Thu Jan 07 2010, 05:58p.m.
Magnús Þór
Registered Member #80

Posts: 143
varstu ekki kominn með eitthvað snorkel ? En velkominn !
Back to top
elliheimili
Thu Jan 07 2010, 06:34p.m.
Registered Member #227

Posts: 27
Jújú, það er ekki víst að það sjáist á þessum myndum.... Ég setti eitthvað um þetta á f4x4.is, http://f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=235&g2_itemId=239242&g2_GALLERYSID=1f9214b61c1a154808d64edc146e59f2

Mæli með þessu fyrir Vitöru eigendur. Þótt þetta sé ekki stórt eða dýrt þá drulluvirkar þetta Nú er vélin ekki að anda að sér öllu rykinu og viðbjóðnum sem leikur um innra brettið þar sem loftinntakið var. Þetta tók bara eina kvöldstund...

[ Edited Thu Jan 07 2010, 06:34p.m. ]
Back to top
gisli
Thu Jan 07 2010, 06:43p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Sæll og ævinlega velkominn. Ég ætlaði nú alltaf að hnippa í þig uppí Borgó og benda þér á síðuna og klúbbinn, en ég hélt af einhverjum sökum að þú hefðir selt bílinn.

Ánægjulegt að fá fleiri grútarbrennara í klúbbinn og enn ánægjulegra að fá Mosfelling.
Back to top
Sævar
Thu Jan 07 2010, 06:46p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Velkominn og

Mjög snyrtilegur hjá þér bíllinn, hef einmitt tekið eftir honum í skólanum.
Back to top
gisli
Thu Jan 07 2010, 06:48p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Heyrðu, fyrst við erum að dást að díselsúkkum, ég þarf að fá að njósna ofaní húddið á einni slíkri, er að reyna að koma einni í gang sem ég reif ekki í sundur sjálfur og er í smá vandræðum með. Er það möguleiki?
Back to top
elliheimili
Thu Jan 07 2010, 07:45p.m.
Registered Member #227

Posts: 27
Takk fyrir það. Ég tók einmitt eftir klúbbnum á límmiða á bílunum ykkar í skólanum. Og mér dytti ekki í hug að selja bílinn frekar en að selja lifrina Og Gísli það er minnsta mál hleypa þér í húddið á sunnudaginn ef þú ert til í skrepp hingað í sveitina ef þú verður ekki búinn að redda þessu þá. Ég verð fastur í vinnu fram á laugardag þannig láttu bara vita um helgina
Back to top
gisli
Thu Jan 07 2010, 07:55p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Ég á reglulega leið í Mosó, heyri í þér þegar nær dregur.
Back to top
EinarR
Thu Jan 07 2010, 09:26p.m.

Registered Member #52

Posts: 1421
Velkominn. glæsinleg kerra hjá þér maður!
Back to top
jeepson
Thu Jan 07 2010, 09:30p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Velkominn. þetta er myndalegasta súkka hjá þér gaman að sjá hvað það bætist ört inná þessa síðu af súkku áhuga mönnum:D
Back to top
einarkind
Thu Jan 07 2010, 09:41p.m.
einarkind
Registered Member #56

Posts: 244
welkominn í hópinn flott súkka
Back to top
olikol
Thu Jan 07 2010, 10:14p.m.
olikol

Registered Member #3

Posts: 633
Kærlega Velkominn og til hamingju að vera notandi númer 200!!

Ég sé það í kynningunni að þú ert sannur súkkumaður því þú hugsar mikið um þyngdina, sem náttúrulega skiptir miklu máli
Back to top
gisli
Thu Jan 07 2010, 10:34p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Maður verður eiginlega óður í að breyta Vitörunni við að skoða myndir af þessum bíl, hann er svo svalur svona á 33" með skópi og allt.
(Pabbi, þú sást þetta ekki.)
Back to top
Stefan_Dada
Thu Jan 07 2010, 11:01p.m.
Wanna-be sukk'er
Registered Member #39

Posts: 55
Flottur hjá þér og velkominn
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design