Forums
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
kolbeinsson
Mon Aug 17 2009, 08:37p.m.
Registered Member #46

Posts: 52
Sælir allir saman.
Fékk mér mína fyrstu súkku í dag en mig vantar bæði vatnskassa sem og hurðaropnara á hana. Búinn að hringja í helstu partasölurnar en enginn á.
Ekki vill svo heppilega til að einhver lumi á góðum kassa?
Endilega póstið hér eða sendið mér línu á kolbeinsson©hotmail.com
Back to top
Sævar
Mon Aug 17 2009, 08:57p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Raggi á þetta allt saman til í massavís á partasölunni Jeppahlutir 4x4 íshellu 4 hafnarfirði

6624444

svo er örugglega hægt að fa þetta hjá kolafjölskyldunni gegn einhverskonar gróða vatnskassinn er eins í öllum MPFI G16B bílunum
Back to top
kolbeinsson
Mon Aug 17 2009, 09:05p.m.
Registered Member #46

Posts: 52
Sæll Sævar.

Þarna sagðiru fullt af hlutum sem ég skildi ekki.
Hvað er kolafjölskyldan?
Hvaða bílar tilheyra MPFI G16B (greinilega ekki nógu vel að mér í þessu).

Annars var ég búinn að bjalla í Jeppahluti og þeir áttu ekki kassa úr svipuðum bíl en hinsvegar er ekki þar með sagt að þeir eigi ekki kassa sem gæti passað, þyrfti að kíkja á þá bara við tækifæri.
Back to top
Sævar
Mon Aug 17 2009, 09:24p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
ef þú finnur hjá þeim bíl með sömu vél og þú ert með þá er vatnskassinn bara plug and play


komdu á fund í næstu viku og þá hittiru kolin, þriðjudaginn 25.
Back to top
Sævar
Mon Aug 17 2009, 09:26p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Ég geri ráð fyrir að þinn bíll sé með G16B MPFI sem er algengast en þó ekki allsráðandi, það þýðir að vélin er með beinni bensíninnspýtingu, G16B er gerðarnafn vélarinnar.


Annars er ekkert mál að láta hvaða súkkukassa sem er passa á hjá þér, en bara óþarfi því það er nóg til af þessu sem hætt er að nota.
Back to top
bennifrimann
Mon Aug 17 2009, 10:34p.m.
Registered Member #45

Posts: 37
Og svo er auðvita alltaf hægt að láta smíða fyrir sig kassa
Back to top
kolbeinsson
Mon Aug 17 2009, 11:02p.m.
Registered Member #46

Posts: 52
Var einnmitt búinn að pæla í því að láta græja bara nýtt element í rammann en sýnist þó á öllu að það verði ódýrara að græja bara notaðan kassa í vinkonuna. Hafiði einhverja reynslu af vatnskassaþétti svona til bráðabyrgða á meðan að á leit stendur?
Back to top
Sævar
Tue Aug 18 2009, 09:59a.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Ég treysti aldrei á neitt skítmix í kringum kælingu á súkkuvélum, ef mælirinn fer eitthvað uppfyrir miðju þá er farin heddpakkning.
Back to top
bennifrimann
Tue Aug 18 2009, 01:14p.m.
Registered Member #45

Posts: 37
Satt ef ég væri þú þá mun ég ekkert væla yfir því að þurfa að láta sér smíða einn fyrir mig. semsagt ef ég mun þurfa en þarf ekki eins og er.
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design