Forums
Go to page  [1] 2
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
olikol
Sun May 31 2009, 11:32a.m.
olikol

Registered Member #3

Posts: 633
Hérna er projectið mitt og Agga.
SJ-413 4manna blæjubíll, en breyttum honum í 2manna hatchback eða hvað í fjandanum á maður að falla þetta skrímsli.
Einnig vantar slatta af myndum af þessum, sem ég finn hvergi, af húsasmíðinni og sprautuninni, en látum þessar myndir duga í bili.


Vígalegur, var búinn að standa númeralaus í langan tíma


1300cc blandari með ónýtt tímahjól og örugglega eitthvað meira. Fór ekki í gang nema í örfá skipti, en héslt þá bara í gangi í 5Þ snúningum eða meira.


Stoltir bílaeigendur, ennþá í grunnskóla.



Þessi sæti, stangir og margt fleira fengu að fjúka





Smá kíkjugat inní hvalbakinn


Sníða húsið á


Húsið komið á og sprautun bara eftir



-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------


Það vantar ennþá soldið myndum hér sem ég finn ekki, aðalega af sprautuvinnunni




Þarna var bíllinn reddí og kominn á götuna, en þar sem vélin mín var með handónýtt tímahjól og haugslitin, fékk ég að ræna throttle-body samurai vélinni hans pabba.


Við eitthvað að þykjast vera vinna. Skrímslið vígalegt á 35".


[ Edited Thu Jan 28 2010, 12:19a.m. ]
Back to top
Aggi
Tue Jun 02 2009, 10:50p.m.
Rauðhaus
Registered Member #13

Posts: 270
hvað varð um bekkin sem var afturí þetta er efniviður í fínasta sófasett
Back to top
olikol
Sun Jun 14 2009, 11:03a.m.
olikol

Registered Member #3

Posts: 633
Smá update, fann nokkrar myndir af húsasmíðinni sem vantaði inní
Back to top
EinarR
Tue Nov 24 2009, 01:37p.m.

Registered Member #52

Posts: 1421
þetta er myndalegt. shit hvað aggi er lítill þarna. hálfgerð vasaútgáfa af honum í dag
Back to top
Aggi
Tue Nov 24 2009, 04:53p.m.
Rauðhaus
Registered Member #13

Posts: 270
eg a tessa peysu entha
Back to top
stebbi1
Tue Nov 24 2009, 06:11p.m.
Registered Member #57

Posts: 355
Hvaðan er þessi súkka ættuð?
er samurai vélin í honum ennþá?
eru fjaðrirnar ofann á eða undir hásingunum?
Back to top
Sævar
Tue Nov 24 2009, 06:25p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
á myndunum eru þær ofaná en þær eru nýkomnar undir aftur
Back to top
stebbi1
Tue Nov 24 2009, 07:20p.m.
Registered Member #57

Posts: 355
er það betra? eða er kannksi ekki kominn reynsla á það?
Back to top
Aggi
Wed Nov 25 2009, 12:09a.m.
Rauðhaus
Registered Member #13

Posts: 270
tad er bara otharfi ad hafa thaer ofan a, hann verdur bara a 33, fengum tessa sukku fra sigga fraenda hans ola og vitum ekkert mikid um hana, hun var einhverntiman a selfossi tegar systir sigga var med hann. tad er 1300 motor ur samurai, hin var onyt
Back to top
SiggiHall
Wed Nov 25 2009, 12:26a.m.
Registered Member #61

Posts: 185
Sævar wrote ...

á myndunum eru þær ofaná en þær eru nýkomnar undir aftur

Það er klárlega betra uppá aksturseiginleika að gera
Back to top
olikol
Wed Nov 25 2009, 11:55p.m.
olikol

Registered Member #3

Posts: 633
ég setti þær aftur undir bara til að gera hann stöðuglegri og fær þygdarpunktinn aðeins neðar og minnka halla á drisköftum. Þetta fer bara aðeins betur með bílinn að hafa hann örginal.

Svo þurfti ég líka bara að hafa gera eikkað í bílnum, hann bilar aldrei eða neitt. alveg vonlaust
Back to top
olikol
Wed Nov 25 2009, 11:56p.m.
olikol

Registered Member #3

Posts: 633
Þessi bíll er bara búinn að vera í Rvk og selfossi svo ég viti um.
Siggi segir líka að þetta hafi verið fyrsta súkkan á landinu sem hafi verið breytt af fagmönnum og fengið breytingaskoðun.
Back to top
Sævar
Wed Nov 25 2009, 11:57p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Það þarf að keyra þetta svo það bili, ætlarðu á honum í desemberferð
Back to top
olikol
Thu Jan 28 2010, 12:18a.m.
olikol

Registered Member #3

Posts: 633
Jæja,
Smá projekt í gangi núna. 16v MPFI 1600 vitara vél kominn í hús og er planið að troða því í kjaftinn á skáþekjunni.
Fékk allt rafkerfi bílsins með vélinni og alla helstu aukahluti vélar. Ég er svo búinn að vera grisja þessa víraflækja, ég ætla að rífa allt úr aukadrasl úr rafkerfinu og hafa það sem minnst, einu skilyrðin eru að vélar talvan virki og vélin far í gang. Svo þegar það kemur að því að setja vélina í ætla ég að hafa ennþá gamla rafkerið í bílnum fyrir ljós og annað rusl. Svo verður vélarrafkerið sér og sennilega með sinn eigin sviss.




Flott jólasería, búinn að rífa meirihlutann úr rafkerfinu. Allt frekar lélegar myndir







Vélin, úr sjálfskiptum bíl þannig að það vera ennþá meira rafkerfi fyrir mig til að greiða úr. Eintóm hamingja


Svo er þetta það sem ég er búinn að rífa úr kerfinu, ca.70% af öllu rafkerfi bílsins.




Back to top
Sævar
Thu Jan 28 2010, 07:24a.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
þú sleppur samt við abs og airbag og mobilizer er það ekki
Back to top
Brynjar
Thu Jan 28 2010, 10:17a.m.
Registered Member #26

Posts: 445
jújú hann sleppur við allt það. það ætti nú samt ekki aðvera mikið mál að hafa bara einn sviss þ.a.e.s ef þú setur svissinn úr vitörunni í 413 svissinn er líka tengdur í tölvuna ef mér skjátlast ekki plús það að þú þarft hvort sem er að tengja nýju bensíndæluna og startarann í 413 svissinn ef þú heldur honum nema þú ætlir að hafa takka fyrir alltsaman.
Back to top
olikol
Thu Jan 28 2010, 02:23p.m.
olikol

Registered Member #3

Posts: 633
Jah, það er hægt að gera þetta á allavegu. Það er líka hægt að hafa 2 svissa, 1 fyrir ljós og drasl, svo annan fyrir vélartölvu og vél og svo 1 takka til að starta. eða möndla þetta allt saman í 1 sviss.

Þetta kemur bara allt í ljós seinna
Back to top
EinarR
Thu Jan 28 2010, 07:26p.m.

Registered Member #52

Posts: 1421
Fuullllt af tökkum takk óli. það er það allra svalasta sem hægt er að gera í stöðuni
Back to top
gisli
Fri Jan 29 2010, 12:02a.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Ég held að Óla langi bara að hafa tvo svissa, hvort sem þörf er á eða ekki.
Back to top
olikol
Fri Jan 29 2010, 12:24a.m.
olikol

Registered Member #3

Posts: 633
hefur einhver hérna eða veit einhver um einhvern sem hefur einhvertíman sett 16v í SJ-bíla?

einhvað einhver eitthvað eitthvertíman..... haha
Back to top
gisli
Fri Jan 29 2010, 07:52a.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Ég veit hreinlega ekki til þess að það hafi verið gert hér á landi.
Back to top
olikol
Mon Mar 15 2010, 04:44p.m.
olikol

Registered Member #3

Posts: 633
Jæja smá uppfærsla:

Plan fyrir sumar yfirhalningu:
1: Setja vitöru 16v vélina í + vökvastýri
2: Skera slatta meira úr, aðalega að framan
3: Færa framhásingu aðeins framar
4: Setjann á 35"
5: Hækkann á boddý ef þess þarf
6: Smíða veltibúr
7: Setja kanski túrbínu á vélina
Back to top
gisli
Mon Mar 15 2010, 06:12p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Like á allt nema boddíhækkun.
Back to top
olikol
Mon Mar 15 2010, 11:37p.m.
olikol

Registered Member #3

Posts: 633
já ég hækka hann bara ef 35" fittar ekki nógu vel. Mér finnst nú samt boddýhækkun skömminni skárri en að snúa við á fjöðrum
Back to top
Brynjar
Tue Mar 16 2010, 12:03a.m.
Registered Member #26

Posts: 445
Hvernig mundiru útfæra túrbóið? mér hefur einmitt dottið þetta í hug en kosnaðurinn og það að enginn er að framleiða neitt sterkara í þessar vélar hefur stoppað mig.
Back to top
gisli
Tue Mar 16 2010, 11:15a.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Ef það stendur til að skera úr hvort eð er, þá er varla þörf fyrir hækkun.
Ég hugsa að minn verði lækkaður aftur í framtíðinni.
Back to top
Hafsteinn
Tue Mar 16 2010, 11:20a.m.
Hafsteinn
Registered Member #62

Posts: 547
Gísli, af hverju ertu á móti bodyhækkun?

Mér finnst persónulega miklu fallegra að lyfta honum aðeins upp heldur en að skera mökkað úr. Hann samsvarar sér miklu betur á stórum dekkjum ef hann er bodyhækkaður..

Ég myndi persónulega skera sem minnst úr, uppá lookið.. en það er bara ég..
Back to top
gisli
Tue Mar 16 2010, 12:13p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Já, ef við erum að tala um lookið, þá er það alveg öfugt hjá mér, finnst þeir flottastir óhækkaðir.
Dekkin virka líka stærri ef bíllinn er lágur.
Að öðru leiti er það bara tæknilega verra, hækkar þyngdarpunktinn og eykur álag á boddífestingar. Ekki að það skipti höfuð máli ef hækkunin er lítil, en ef það á að skera úr á annað borð, þá munar litlu að fara alla leið og losna við að hækka.
Tek það samt fram að ég er almennt hlynntari boddíhækkun en fjaðra/gormahækkun (nema þegar settir eru slaglengri gormar og demparar).

En upp á útlitið að gera er þetta auðvitað smekksatriði og skiptir mestu að maður sé sjálfur ánægður með útkomuna.
Back to top
gisli
Tue Mar 16 2010, 12:16p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Eitt sem kemur sjaldan fram líka er að við að boddíhækka í staðinn fyrir að fjaðra/gormahækka, þá er öll drifrásin áfram í þeirri afstöðu sem hún er hönnuð til að vera í, sem er ídealt.
Back to top
olikol
Tue Mar 16 2010, 05:06p.m.
olikol

Registered Member #3

Posts: 633
Mér skilst að það eigi að vera mjög góðir stimplar í 16v vélinni þannig að þeir ættu að þola þetta.

Ég er ekkert farinn langt með þessa hugmynd, mér datt þetta bara í hug því ég á litla túrbínu á lager, óþarfi að geyma hana uppí hillu.

ef ég set túrbínu á þá ætla ég ekkert að láta hana blása mikið. Ég er aðalega að sækjast eftir togi á lágum snúning.

Svo er það annað, getur einhver sagt mér hvort það er alveg nauðsynlegt að lækka þjöppuna ef vélin verður með bínu? og hvort það er eitthvað fleira sem þarf að hafa í huga við törbó væðingu?
Back to top
Sævar
Tue Mar 16 2010, 06:46p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Baldur ætti að geta svarað þér því, ég held hann sé með herta stimpla lækkaða þjöppu og heddstödda til að halda heddinu niðri. Eins portað hedd og soggrein. Trigger og heimasmíðað ecu við að ég held, megasquirt innspýtingu, 8 spíssa


en best að hann svari þessu sjálfur hann kann þetta og ætti að geta leiðbeint þér í þessu betur en nokkur annar
Back to top
jeepson
Tue Mar 16 2010, 07:14p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
gisli wrote ...

Já, ef við erum að tala um lookið, þá er það alveg öfugt hjá mér, finnst þeir flottastir óhækkaðir.
Dekkin virka líka stærri ef bíllinn er lágur.
Að öðru leiti er það bara tæknilega verra, hækkar þyngdarpunktinn og eykur álag á boddífestingar. Ekki að það skipti höfuð máli ef hækkunin er lítil, en ef það á að skera úr á annað borð, þá munar litlu að fara alla leið og losna við að hækka.
Tek það samt fram að ég er almennt hlynntari boddíhækkun en fjaðra/gormahækkun (nema þegar settir eru slaglengri gormar og demparar).

En upp á útlitið að gera er þetta auðvitað smekksatriði og skiptir mestu að maður sé sjálfur ánægður með útkomuna.


Það er fátt flottara en lár bíll á breyðum og stórum dekkjum. Það sem menn gleyma oft virðist vera að að bíllinn kemst ekkert mikið meira þó hann sé hækkaður 2 metra uppí loftið. því að hásingarnar hækka ekkert meira. Þær hækka bara x mikið og ekkert meir en það. Fer auðvitað eftir dekkjastærðinni
Back to top
Brynjar
Tue Mar 16 2010, 07:17p.m.
Registered Member #26

Posts: 445
olikol wrote ...

Mér skilst að það eigi að vera mjög góðir stimplar í 16v vélinni þannig að þeir ættu að þola þetta.

Ég er ekkert farinn langt með þessa hugmynd, mér datt þetta bara í hug því ég á litla túrbínu á lager, óþarfi að geyma hana uppí hillu.

ef ég set túrbínu á þá ætla ég ekkert að láta hana blása mikið. Ég er aðalega að sækjast eftir togi á lágum snúning.

Svo er það annað, getur einhver sagt mér hvort það er alveg nauðsynlegt að lækka þjöppuna ef vélin verður með bínu? og hvort það er eitthvað fleira sem þarf að hafa í huga við törbó væðingu?


Það þarf ekkert endilega að skipta um stimpla ef hún á að blása lítið. Þjöppuna þyrfti að lækka og það er auðveldast með að setja stál heddpakkningu, er einhver að framleiða svoleiðs í vitöru ? síðan náttúrlega ECU. Gætir látið mappa fyrir þig standalone en síðan er spurning um spíssa og bensínflæði.
Back to top
gisli
Tue Mar 16 2010, 08:39p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Ætli sé ekki hægt að láta skera út fyrir sig heddpakkningu eftir teikningu?
Back to top
Brynjar
Wed Mar 17 2010, 12:50a.m.
Registered Member #26

Posts: 445
Þessar heddpakkningar eru oftast úr mörgum lögum af stáli, flestir sem hafa verið að túrbóa orginal non- túrbó hafa notast við svoleiðis amk. Veit að svona heddpakkningar eru ekki ódýrar.
Back to top
olikol
Mon Jun 07 2010, 11:33p.m.
olikol

Registered Member #3

Posts: 633
Jæja, er ekki kominn tími á að fara byrja á þessu helvíti. Það er loksins pláss að losna í skúrnum eftir að Zastavan er kominn út. Ég ætla reyna byrja á þessu á næstu dögum og ætla reyna vera duglegur að koma með myndir.

En ég er með eina spurningu, hvernig er best að þrífa rotorinn í túrbínunni og að innan. Er allt í lagi að rífa bínuna bara í sundur og þurrka af henni óhreindin eða þarf að gera þetta með einhverjum efnum og vatninnspýtingu og fínerí?
Back to top
sukkaturbo
Tue Jun 08 2010, 07:59a.m.
trölli
Registered Member #248

Posts: 84
sæll þú skalt láta glerblása hana og fara yfir þéttingarna ég lét gera þetta fyrir mig í grænu turbo sukkunni minni og það kostaði þá 40.000 kveðja sukkaturbo
Back to top
baldur
Tue Jun 08 2010, 11:04a.m.
Registered Member #37

Posts: 51
Stál heddpakkning, Suzuki partanúmer 11141-61J00.
Ég er samt bara með standard heddpakkningu í bílnum hjá mér. Dugir svosem alveg.
Varðandi þrif, það er í lagi að losa húsin af en það þarf að fara varlega því það er auðvelt að beygja spaðana ef þeir rekast utaní húsið þegar það er tekið af.
Mæli ekki með því að losa öxulinn í sundur að óþörfu.
Það þarf að passa sérstaklega vel að ekki komist drulla inn í legurnar.
Back to top
sukkaturbo
Tue Jun 08 2010, 08:19p.m.
trölli
Registered Member #248

Posts: 84
sæll átttu blæjuna ennþá af sukkunni og veit einhver um bæljuhurðar
Back to top
olikol
Sat Jun 12 2010, 12:23a.m.
olikol

Registered Member #3

Posts: 633
Blæjan fór á haugana, hún var bæði mygluð og rifin.

Varðandi túrbínuna, þá er þetta bara gömul og pínulítil VW-bína sem ég tími ekkert að vera dekra við.
Langaði bara þrífa aðeins úr henni því hún er svo svakalega sótuð púst megin, enda kom hún úr ónýtri VW 1.9 díselvél.
Ætti þá að vera í lagi að taka húsið utan af og þurrka innanúr því og þrífa spaðana?
Back to top
Sævar
Sat Jun 12 2010, 12:34a.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Smellir henni bara í og þeytir henni á góðan snúning með vélina vel stillta, þá losarðu um mesta sótið
Back to top
olikol
Wed Sep 15 2010, 10:31p.m.
olikol

Registered Member #3

Posts: 633
Jæja, þá er ég loksins búinn að drullast til að byrja þessu.
Ég búinn að rífa 1300 mótorinn úr með öllu tilheyrandi, búinn að rífa gírkassan, millikassan og líka allt mælaborðið úr.
Tappaði olíunni af vélinni af gamni og olían sem kom af þessu var svakaleg þykk og svartari en nóttin.
Ég búinn að taka millikassan í sundur, því ég þarf að skipta um eina legu, svo er ég líka búinn að rífa miðstöðina í sundur og þrífa allt ruslið innan úr henni sem sest ofan á elementið.
Ég fæ leguna í millikassan minn á morgun, þannig að ég get farið að skella honum saman.
Næst á dagskrá er að skoða gírkassan, skipta um olíu á honum(sennilega ennþá orginal olían á honum) og kaupa nýjar legur í hann ef þarf.
Einnig hef ég ákveðið að hækka bíllinn um 2" á boddý.

Ég er búinn að rífa allt af 1300 vélinni sem ég þarf úr henni á 1600 vélina. nú þarf ég að fara huga að því að gera hana tilbúna.'

hérna eru nokkrar símamyndir











Back to top
Aggi
Wed Sep 15 2010, 10:42p.m.
Rauðhaus
Registered Member #13

Posts: 270
nei djofull ert tu buin ad vera duglegur
Back to top
gisli
Thu Sep 16 2010, 07:34a.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Góður!
Back to top
jeepson
Thu Sep 16 2010, 03:15p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
flott hjá þér
Back to top
olikol
Fri Oct 01 2010, 01:04a.m.
olikol

Registered Member #3

Posts: 633
Er að smíða boddýupphækkunina núna og mig vantar gúmmípúða á nýju boddýfestingarnar. ég þarf nokkrar þykktir af púðum, frá 5mm og alveg uppí ca.15mm þykkt gúmmí?

Hefur einhver hugmynd hvar er hægt að fá svona gúmmí, ég er búinn að fara í bílasmiðinn og nokkra aðra staði og eina sem þeir eiga er svo þunnt efni.
Back to top
Loki
Fri Oct 01 2010, 02:00p.m.
Registered Member #77

Posts: 37
olikol wrote ...

Er að smíða boddýupphækkunina núna og mig vantar gúmmípúða á nýju boddýfestingarnar. ég þarf nokkrar þykktir af púðum, frá 5mm og alveg uppí ca.15mm þykkt gúmmí?

Hefur einhver hugmynd hvar er hægt að fá svona gúmmí, ég er búinn að fara í bílasmiðinn og nokkra aðra staði og eina sem þeir eiga er svo þunnt efni.


Hvers vegna ert þú að boddýhækka Fox sem þegar er búið að hækka á fjöðrum? Það er vandalítið að koma 35"-36" dekkjum undir Fox sem er hækkaður á fjöðrum.
Svona mikið hækkaður stuttur Fox hefur mjög takmarkaða drifgetu í brattlendi, vegna þess að bíllinn er stuttur og mjór og þegar hann hallast, leggst nær allur þunginn á þau hjól sem bíllinn hallar á, sem þá vilja sökkva. Á sama tíma hvílir nær enginn þungi á þeim dekkjum sem eru ofar og þau missa grip. Sé bíllin ólæstur þá er þetta búið spil.

Ef þú ert að boddýhækka til að koma vélinni undir húddið -þá er betra að hækka húddið eða "sökkva" vélinni lítillega.

Back to top
olikol
Fri Oct 01 2010, 03:23p.m.
olikol

Registered Member #3

Posts: 633
ég er að hækka hann á boddý aðalega til að koma vélinni fyrir og til að það sé auðveldara að koma 35" dekkjum undir. Og hann er ekkert hækkaður á fjöðrum, súkkan er alveg óupphækkuð eins og er.
Back to top
olikol
Mon Oct 18 2010, 11:41p.m.
olikol

Registered Member #3

Posts: 633
Búinn að vera vinna núna soldið í súkkunni, kláraði að boddýhækka fyrir nokkrum fyrradag, hækkinin er ca. 60mm eða ca. 2 1/4".
Svo kíkti ég í skúrinn í dag með Birgi og við rifum framendann af og byrjuðum á að möndla vitöru stýrismaskínunni á grindina, það þurfti að búa til alveg nýjar festingar. Hafði maskínuna aðeins ofar og breytti hallanum á henni líka aðeins til að búa til meira pláss fyrir stýrisstangirnar, í þeim hugleiðingum að geta fært hásinguna aðeins framar.
Mátaði líka 35" undir hann og passa alveg ágætlega, þarf kanski að narta aðeins úr hvalbaknum en gæti sloppið eftir að hásingin er komin framar






Back to top
Sævar
Tue Oct 19 2010, 12:12a.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Mjög vel gert kjörið tækifæri að ryðverja þennan kvalbak fyndið að sjá fjaðrahengsli staga framfyrir grindina hvernig færirðu þessa hásingu þá fram
Back to top
Go to page  [1] 2  

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design