Forums
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda :: Forums :: Almennt spjall :: Kynning
Sævar Örn Eiríksson << Previous thread | Next thread >>
Go to page  [1] 2
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
Sævar
Mon May 04 2009, 07:10p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Nafn: Sævar Örn Eiríksson
Aldur/Fæðingarár: 17 ára... 10/1991
Bíll

SUZUKI VITARA JLX 1600 EFI 16v 2dyra hardtop
árg. 1997
71kw 97.7 Hö

Breytingar:
  • Hækkun á body: 7,5CM

  • Hækkun á fjöðrun FRAM: 2" gorm&demp

  • Hækkun á fjöðrun AFTUR: 3,5" gorm&demp

  • Allt skorið úr sem hægt er að skera og gólfið frammí lamið til til að halda fullum beygjuradíus

  • Microskorin 33" Sidewinder Radial MT dekk

  • Klafar síkkaðir að framan og framdrif í samræmi við það til að halda öxlum beinum

  • Stífur að afturhásingu lækkaðar í samræmi við hækkun á fjöðrun að aftan

  • Stage 3 N/A kúplingsdiskur og stífari pressa

  • K&N loftsía

  • 2,25" pústör opið út

  • HIClone fyrir framan spjaldhús á soggreininni


Aukabúnaður:

  • GPS handtæki með korti

  • VHF

  • CB

  • Skófla

  • Smábílakastarar að framan

  • Kort & Áttaviti

  • 20M nylon teygjuspotti 28mm(þolir allt)

  • Loftdæla

  • Tappasett

  • Verkfærasett

  • Felgujárn




Myndir af druslunni...

Svona var bíllinn þegar ég kaupi hann í Des 2008


Hér er listinn yfir hluti sem ég gerði yfir jólin...

*skipta um dempara að framan
*festa stigbretti a bilinn
*smiða drullusokka og festingar(nogu sterkar til að tjakka bilinn upp a þeim með drullutjakk)
*sjoða 2 bodyfestingar aftur a grind(vönduð suða annað en su sem brotnaði)
*laga rafleiðslur og tryggja styristraum að kastara takka inn i mælaborð(ekki neitt voða vel gert hja fyrri eiganda)
*laga bilbelti
*bona og skrubba
*tappa dekk
*skipta um hjörliði i aftur drifskafti
*skipta um hjolalegu bilstjora megin og þetta baða höbbana og liðka lokur, smyrja legur
*skipta um oliu a vel, kössum og drifum
*liðka bremsufærslur að framan og skipta um vökva, herða uti borða að aftan og liðka sjalfvirku utiherslurnar
*festa aftur stuðarann a bilinn
*setja 2,25" pust undir bilinn
*skipta um ruðupissdælu og slöngur
*skipta um ruðuþurkuarma og sveif
*skera ur framstuðara svo hann gripi ekki i hann ef eg fjaðra og beygi um leið i botn

Skrapp upp í bláfjöll milli jóla og nýárs


Hér eru felgurnar orðnar svartar


Stjórnklefinn


Hækkað loftinntak


Loftdælan sem dælir litlu en betr'en ekki neitt...












Surtaði haldföngin á hurðunum...







Og í lokin... smá reykspól á þurru malbiki.....



Back to top
thorri
Sun May 24 2009, 06:26p.m.
thorri
Registered Member #10

Posts: 49
Mjög snyrtilegur og flottur hjá þér annað en minn hehe
Back to top
gisli
Sun May 24 2009, 07:02p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Glæsileg skruggukerra! Hvernig ferðu að því að setja inn youtube video á þráðinn? Það klúðraðist fedt hjá mér um daginn.
Back to top
Sævar
Tue May 26 2009, 06:30p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Ég gerði bara embed kóðann

[youtube=425,344]DOr_k3tuMUA[/youtube]


þá kemur þetta svona



Back to top
Sævar
Sun Aug 30 2009, 08:18p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405












ÉG VIL SNJÓ


Back to top
bennifrimann
Tue Sep 01 2009, 11:05p.m.
Registered Member #45

Posts: 37
Það er fleiri en þú um það að vilja fá snjó. Hlakka til um jólin þegar maður fer vestur vegna þess get maður farið að leika ser á elskuni sinni
Back to top
Sævar
Sat Sep 05 2009, 06:33p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
já pant koma með!!
Back to top
Godi
Thu Oct 01 2009, 08:07p.m.
Registered Member #21

Posts: 174
hvað ertu á breiðum felgum Sævar?
Back to top
Sævar
Sat Oct 10 2009, 12:42a.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
10" whitespoke
Back to top
Sævar
Sat Oct 10 2009, 12:49a.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Jæja eins og sumir herna vita hefur bobbingurinn minn verið með smá gangtruflanir undanfarið, þeim fór sérlega versnandi eftir 900km ferðina okkar í sumar.

Ég féllst á það að málið væri stífla í bensínrás sem að lokum virðist reynast rétt.

Eftir að hafa prufað nokkrar bensíndælur, fyllt nokkrar síur og skipt. Og notað tuglítra af bensinbætiefnum, skoðað þrýstijafnara og skipt um og ekkert dugði, þá féllst ég á það að skíturinn í bensíntankinum væri sífellt að menga hjá mér bensínið.

Bilunin lýsir sér þannig að bíllinn gengur mjög góðan hægagang yfirleitt, þó ekki alltaf. En er algjörlega kraftlaus með öllu við inngjöf, á tímabili grunaði mig að þetta tengdist flýtingunni á kveikjunni, en á mínum bíl er hún rafstýrð en ekki mekanísk eins og í sumum.

Í þrjósku minni reif ég tankinn undan bílnum amk. 20 sinnum á tveim undanförnum vikum og hef verið að nota ýmsar aðferðir við að reyna að hreinsa hann að innan, en ekkert dugar, ég prufaði m.a. saltsýru og háþrýstiþvott og margt fleira. En aldrei losnaði drullan, svo ég ákvað að prufa annan tank, sem var ekki beint auðvelt að koma höndum á því þetta er annar tankur en í fjögurra dyra bílnum, sem er vægast sagt mikið algengari.

Eftir það hefur bíllinn gengið örlítið betur, en þó ekki algjörlega eðlilega, vel ökuhæfur þó.

Í dag fór ég svo í mótorstillingu og lýsti eftir þekkingu á þessum bilunum og þar tjáði mér maður að nafni Sigurður, að ofan á spíssunum væri sigti sem þyrfti að hreinsa skítinn úr líka, svo ég geri ráð fyrir að ganga í það mál ef bíllinn batnar ekki.


Þess má geta að ég leitaði aðstoðar á fjögur bílaverkstæði, þar með talið umboðið fyrir bílinn, þeir vildu taka hann en ég var auðvitað svolítið hræddur um að það yrði bara skipt um hitt og þetta og svo fyrr en varði væri kostnaðurinn kominn hátt eða yfir hundrað þúsund eins og sögur fara af, við bilanagreiningu á gangtruflunum í bílum.

Þessi viðgerð hingað til hefur kostað mig í kring um 20 þúsund krónur, þá aðallega efnið þar sem ég vann að öllum viðgerðum sjálfur.


Svo er bara að vona að littli bobbingurinn minn haldist í lagi í vetur, því ég var farinn að fá það á tilfinninguna að þetta væri eitthvað persónulegt.


kv. Sævar Örn & bobbingurinn
Back to top
jeepson
Sat Oct 10 2009, 02:25p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
þú hefur ekkert verið að halda framhjá með annari súkku?? gæti kanski veri ða ðsvarið liggji þar ef að þetta reynist vera persónulegt. nei ég segi bara svona. en oft getur minsti hlutur orsakað meiriháttar leiðindum. og auðvitað leitar maður þangað til að finnur út hvað er að hrjá bílinn. ég átti eittsinn wrangler sem að ég keypti bilaðan. nú svo fer ég að spurja alla þessa sérfræðinga þar að meðal h.jonson. og maður kaupir og kaupir varahluti en ekkert gerist. svo fyrir rest fékk ég tölvu úr cherokee. og þá rauk kvikindið í gang. en ég var búinn að skipta um crnk sensor., kveikju pikkup, og margt fleira. en það er ótrúlegt hvað eitthvað smá atriði getur gert manni lífið leitt stundum
Back to top
Sævar
Sat Oct 10 2009, 03:06p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Ég hélt framhjá henni með Lödu en svo seldi ég hana og ég hélt að þar með væri mér fyrirgefið... Hún er að jafna sig hún Súsí mín...
Back to top
gisli
Sat Oct 10 2009, 05:51p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Þar liggur hundurinn grafinn. Ég held þú verðir bara að biðja hana opinberlega afsökunar.
Back to top
jeepson
Sat Oct 10 2009, 07:22p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
gisli wrote ...

Þar liggur hundurinn grafinn. Ég held þú verðir bara að biðja hana opinberlega afsökunar.


já jafnvel kaupa eitthvað sætt handa henni. t.d kastara á toppin eða eitthvað
Back to top
Sævar
Sat Oct 10 2009, 07:49p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Þetta var það síðasta sem ég sá, áður en ég dó......

Back to top
gisli
Sat Oct 10 2009, 07:52p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
LOL!
Back to top
jeepson
Sat Oct 10 2009, 08:42p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
mér sýnist hún súsie vera soddið fúl þarna á svipin. hún er þá væntalega ekki hrifin af lödum eftir þetta.
Back to top
Sævar
Sun Nov 08 2009, 10:10p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405






BOURLA EXHAUST SYSTEM





Lét sprauta framstuðarann minn á spreybrúsaverkstæði sævars
Back to top
Sævar
Sun Nov 22 2009, 01:47p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405


Stal þessari af Þórarni ferðastjóra súkkumanna úr litlunefndarferðinni, flott mynd

Back to top
EinarR
Mon Nov 23 2009, 11:26p.m.

Registered Member #52

Posts: 1421
Hvað bannaði hann þér að vera á undan?
Back to top
Sævar
Mon Nov 23 2009, 11:37p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Hann var með aðeins fleiri hestöfl uppímót, en við stungum hann svo af lengra upp jökulinn, flutum á skelini meðan hann sökk á kaf, hleyptum hvorugir neitt úr þegar við vorum komnir upp, hefði ekki verið neitt mál að halda áfram.
Back to top
EinarR
Tue Nov 24 2009, 10:41a.m.

Registered Member #52

Posts: 1421
sleppa bara pílunum
Back to top
Sævar
Mon Dec 21 2009, 03:26p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Sleppa pílunum? Ég er ekki með pílur en ég er með hettur á ventlunum.

Var aðeins að leika mér með tölvudraslið í dag, þarf að fínstilla þetta aðeins, lækka í kjaftakellingunni og láta hana tala aðeins sjaldnar.

[ Edited Mon Dec 21 2009, 03:27p.m. ]
Back to top
Sævar
Sat Jan 23 2010, 12:42p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Látið ykkur ekki bregða þó þið sjáið gamla settið rúntandi um á súkkuni minni næstu daga, því allar toyotur heimilisins biluðu á sama tíma en súkkan gengur auðvitað eins og klukka.

Back to top
björn ingi
Sat Jan 23 2010, 01:49p.m.
Registered Member #72

Posts: 365
Sævar, þetta þarf að auglýsa sérstaklega vel,
"því allar toyotur heimilisins biluðu á sama tíma en súkkan gengur auðvitað eins og klukka"
Back to top
Sævar
Sat Jan 23 2010, 01:50p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
ekki bara ein, ekki bara tvær, heldur þrjár toyotur
Back to top
björn ingi
Sat Jan 23 2010, 01:53p.m.
Registered Member #72

Posts: 365
Já það þarf að auglýsa þetta á frontinum á síðunni hjá okkur og senda út fréttatilkynnigum um málið.
Þrjá bilaðar Toyotur en Súkka bilar ekki.
Back to top
Sævar
Sat Jan 23 2010, 03:04p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Þyrfti að ná mynd af þeim gömlu rúntandi um á alvöru bifreið, svona til tilbreytingar.
Back to top
Sævar
Sat Jan 23 2010, 03:08p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
ps Avatar myndin mín er tekin upp á eyjafjallajökli fyrir ári síðan 10 feb 2009



Affelgaði og fékk snjó í beddann og þar með lak strax úr, fékk svo góðan mann með loftkút og skutum 60 pundum í helvitis dekkið og svo var bara keyrt á 60-80 niður ísilagðan jökulinn til að fá hita í dekkið og það heldur enn lofti í dag

[ Edited Sat Jan 23 2010, 03:17p.m. ]
Back to top
Sævar
Sat Jan 30 2010, 10:51p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Var að hengja Hella Comet 550 kastara framaná hana í dag og kemur þokkalega út, aðalljósin lýsa alls ekki vel finnst mér hef reynt að stilla þau upp og niður og ekkert virðist duga, þó er glerið þokkalega hreint.

Cometinn er með H3 perur og aðalljósin H4 var að spá að henda gulum perum í bæði settin svona uppá retro fýlinginn.
Back to top
jeepson
Sat Jan 30 2010, 11:02p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Ég mætti einmitt súkku í dag í önundafirði gul ljós. Ég ætla að taka stefnuna á xenon 8000
Back to top
Sævar
Sun Jan 31 2010, 07:25p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Sparaði í dag hellings bensín á að láta draga mig niður úlfarsfell og svo heim í hafnarfjörð, bara snilld.
Back to top
jeepson
Sun Jan 31 2010, 09:29p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Kanski maður ætti að taka uppá því að láta aðra draga sig til að spara bensín. hehe. Hvað kom fyrir hjá þér?
Back to top
Sævar
Sun Jan 31 2010, 09:37p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
mobilizer kjaftæði einhver plögg að hristast í sundur, þetta er svo gremjulegt aðþví að þetta hristist sundur og svo drepst ekkert á bílnum, en leið og ég drep á honum og reyni að starta aftur þá gerist ekki neitt hún skynjar ekki kóðan í lyklinum
Back to top
Sævar
Sun Jan 31 2010, 09:41p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Fær neista og fær bensín en opnar ekki spíssa, tekur því fyrst örlítið við sér og gengur í 1 sek og drepur svo á sér og tekur ekkert við sér meir.
Back to top
bjarnifrimann
Sun Jan 31 2010, 10:58p.m.
bjarnifrimann
Registered Member #32

Posts: 95
er sprungið hjá þér á avatarmyndinni þinni?
Back to top
jeepson
Sun Jan 31 2010, 11:16p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Okey. Og veistu alveg hvar þetta plögg er??? Ef svo fer er þá ekki hægt að festa þessu þannig að þetta sé ekki að hrökkva í sundur?
Back to top
Sævar
Sun Jan 31 2010, 11:22p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
bjarni það stendur undir myndinni herna aðeins ofar i þráðnum

og ja eg veit hvar plöggið er það er bara brotin á því smellan þessvegna fór það sundur en ég strappaði það saman og ef það er ekki til friðs redda ég bara nýju, en þetta er eitt þeirra þriggja sem tengist aftaní mælaborðið sjálft og sýndist það vera jarðirnar fyrir öryggisljósin smurþrýstingur hleðsla CEL Airbag o.s.f.v. og eitthvað veldur að hann fær ekki púls á spíssana
Back to top
Sævar
Sun Feb 28 2010, 02:52p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Framdrif nr 5 farið í klessu




en þvi auðvitað reddað samdægurs


köggullinn slapp en hásingin var í köku, þess má til gamans geta að í kögglinum er kambur úr allt öðru drifi en pinjóninn... en virkar vel og heyrist ekki múkk í því

Back to top
Sævar
Sun Feb 28 2010, 02:53p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
ps henti nýjum hjólalegum að framan og liðkaði allar bremsur, olíur á drif og kassa og svona föndur í leiðinni, þarf að fara að taka stýrið í gegn og helst stilla maskínuna uppá nýtt, svo er mig farið að langa í orginal púströr
Back to top
Sævar
Tue May 25 2010, 06:45p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Sælir félagar, var að kaupa síðasta kúplingssettið á Íslandi á gamla genginu, 25500 kr.

Þá fer að líða að kúplingaskiptum og ég ætla mér að skipta um petala og barka sömuleiðis þar sem þeir eru eflaust orðnir slappir eftir þungar skiptingar meðan kúplingin er eins og hún er.

Svo ætla ég að prufa að máta 35" dekk undir og sjá til hvort ég nenni að hækka kaggan meira. Má hækka 2" í viðbót að mér skilst á fjöðrun án þess að þurfa aðra breytingarskoðun.

Þá myndi ég einnig síkka framdrifið og stýrisdótið eins og það leggur sig og reyna að mixa síðari pitman arm.

Og fyrst maður er farinn út í þessar pælingar og nógur er tíminn þegar ég er með annan bíl til að nota dag frá degi hvort maður leiti sér ekki að ódýrum hásingum til að setja undir bílinn.


Hann hefur staðið óhreyfður og ógangsettur fyrir utan hjá mér í næstum tvo mánuði núna og ég ætla að gera video af því þegar ég set hann fyrst í gang, gæti trúað að hann reyki örlitlu enda ventlaþéttingar orðnar lélegar.

Hann er orðinn keyrður 187000 km og fer því sennilega að styttast í heddpakkningu og þá mun ég kaupa allt efra slípisettið, kjallarinn er mjög góður heyrist mér, síðast þegar ég vissi.





En áður en ég fer að rífa kúplinguna úr langar mig að forvitnast hvort það eigi ekki einhver ónýtan gírkassa úr svona bíl með kúplingshúsi sem ég mætti færa yfir, mitt er brotið.


Takk fyrir -Sævar Örn.
Back to top
Sævar
Tue May 25 2010, 06:47p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
læt fylgja með þá verðkönnun sem ég gerði milli varahlutaverslana


AB 43000
N1 36000 (ég fékk á 25.5 m. afslætti.) Ekki til á lager en mun kosta eitthvað meira næst.
Poulsen á bara kúplingu í 8v bílinn, hún passar í 16v en pressan er ekki jafn stíf og diskurinn er örlítið minni. Sömu rílur og sama gatdeiling á pressuni.
8v kúplingin kostar 34000


Ég prufaði ekki að hringja í Fálkann enda erfitt að finna kúplingssett ódýrara en þetta grunar mig.



[ Edited Tue May 25 2010, 06:48p.m. ]
Back to top
Sævar
Mon May 31 2010, 09:41p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Jæja kúplingin komin í, næst á dagskrá er að plana 35" breytingu, hækka meira og skera slatta i viðbót.

Nýta tækifærið og laga sílsana áður en þeir byrja að hverfa.

Láta svo húða bílinn að neðan með fljótandi ryðvarnarkvoðu





Takið eftir að nýji kúplingsdiskurinn er stærri um sig en sá gamli, munar uþb. 0,6mm allan hringinn.

Nýja kúplingin er Nipparts.


Back to top
Sævar
Sat Jun 05 2010, 04:02p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Súkkann mín er kominn á götuna, þvílíkt flashback að keyra hann eftir langa bið

Hef ekkert keyrt hann að viti síðan eftir ferðina að eldgosinu fara ekki að verða komnir 2 mánuðir síðan :o


Tilbúinn í ferð næstu helgi sjáumst hress
Back to top
Sævar
Sun Jun 06 2010, 03:25p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405


Tilbúin í ferð, og virkar bara vel.
Back to top
Sævar
Tue Jan 17 2012, 12:07a.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Hér hefur margt breyst frá því síðast

mynd tekin á sunnudaginn síðasta



[ Edited Tue Aug 27 2013, 08:10p.m. ]
Back to top
hobo
Tue Jan 17 2012, 12:38p.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
Hvert var farið?
Back to top
Sævar
Tue Jan 17 2012, 07:16p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Ég geri sér þráð á eftir )
Back to top
Sævar
Tue Aug 27 2013, 08:04p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Það er kominn tími á að uppfæra þennan þráð rækilega...
Back to top
Sævar
Tue Aug 27 2013, 08:34p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405













Þetta fína bretti fauk á hina súkkuna mína sem stóð úti í óveðrinu um daginn þannig ég leyfði mér bara að hirða það upp í skaðann...





Næst fer framhjólabúnaður undan í heilu lagi.



sirka 20 mín verk



Framhjólabúnaðurinn er alveg ótrúlega þungur, ég er nú ekkert lyftinganaut eða neitt svoleiðis en samt alveg ágætlega sterkur svona öllu jöfnu en ég gat varla bifað þessu, dróg þetta eftir gólfinu með herkjum, giska á 100-150 kílo grínlaust, það er þyngra en mótorinn!













hér eru svo nokkrar myndir i viðbót



Heimasmíðaður stífuvasi á grind





Hlutirnir mátaðir og verið að pæla í þeim





Vasarnir soðnir á grindina, þetta er ekki eina suðan sem heldur vasanum heldur kemur seinna á þessa vasa boddífesting sem sýðst lárétt upp alla grindina og því verður styrkurinn svakalegur. Eins og er myndi þetta rifna strax af grindinni ef þetta festist á einhverju t.d. frosnu barði.



Farin að koma smá mynd á þetta



Sirka í aksturshæð, ekki mikill halli á stífunum.




Fóðringarnar í jimny stífunum gefa þokkalega vel eftir, hér er hásingin bundin upp öðrum megin og hangandi hinum megin þannig engin þyngd er á fóðringunum nema bara af hásingunni sjálfri.

Þá eru stífurnar klárar og allt orðið boltað fast og flott, hægt að fara að einbeita sér að panhardstífu smíði, nú þrengist plássið aðeins, hefði viljað koma vasanum utan á grindina vegna þess hve mjó grindin er fremst en þá er spurning um stýrisstöng hversu framarlega hún kemur.

ætla að færa millibilsstöngina niður fyrir.

hér er eitthvað smá hugmyndadúttl, svo ó ákveðinn að ég er ekki enn búnn að punkta og prufumáta...

hef ímyndað mér að prufa jimny framgorma til að byrja með og smíða eftir og jafnvel togstöng og þverstífu úr jimny líka til að hafa þetta einfalt.




Ekki alveg að passa að innanverðu, spurning líka hvort stýrismaskínan þurfi ekki að koma framar, og best væri auðvitað að koma henni á grindina utanverða en það er óþarflega mikið mix.




Smellur örlítið betur svona utan á og sleppur alveg við dekkið ef marka má boddýfestingu og gormaskál.

Við þetta lengist þverstífan um sirka 8cm og mun það orsaka minni hliðarhreyfingar við harkalega fjöðrun,
stífan mun þurfa að halla c.a. 14 gráður sem er óþarflega mikið en því miður smíðar ekki nokkur maður síkkaða pitman arma í súkkumaskínur,
ef þið vitið um einhvern endilega látið mig vita, væri mest til i að ná hallanum í 5° þá yrði ég mjög sáttur



Öllum íhlutum fjöðrunarinnar tillt upp til að sjá smá heildarmynd... Þetta er ekki endanleg afstaða hlutanna og ég mun að öllum líkindum nota aðra þverstífu og beygja hana fyrir drifkúluna til að vera alveg safe frá olíupönnunni og enda í sömu hæð og togstöngin.



Gormunum tillt á, hér sést hví ég hef haldið fjaðrasætinu, það mun ég nota sem stýringu fyrir pall undir gormaskálina sem kemur ekki beint ofan á hásinguna heldur aftan á hana, auðvitað gæti þetta ollið einhverjum veltingi á hásingunni í átaki en ég held að stífufóðringarnar dempi það alveg þokkalega.



Nóg pláss fyrir stýrismaskínuna þarna, allt annað 2 mm eða 3,8cm

Er ekki ákveðinn í að nota þetta rör í skástífuna og því er vasinn bara punktaður upp á breiddina að gera. Spenntari fyrir örlítið mjórra röri.

Þarna vantar líka gormaskálar, þetta eru framgormar úr vitöru en þeir eru væntanlega alltof stuttir og stífir en ég ætla að prófa þá því þeir eru eins í laginu og jimny gormar sem ættu að henta betur, átti þetta bara til.





Gormaskálar frá Old Man Emu fyrir Hilux gorma, snúið við, og Suzuki gormurinn passar akkurat innan í hana.



Mátaði mótorinn í til að sjá hvað ég þyrfti að beygja skástífuna mikið í viðbót, og það var slatti.





Að aftan er ég að fleygja þessari A stífu og setja 4link fjöðrunarkerfi.



Afturhásing færist uþb. 4cm aftur





Stífur úr Hilux four link kerfi eftir að hafa stytt þær um sirka helming

Í fóðringarnar rennir Árni Brynjólfs fyrir mig járnhólka sem breyta boltasverleikanum úr 14mm í 12mm. 19mm haus í stað 24mm



Komin einhver smá mynd á þetta

Skaftið nær bara NÆSTUMÞVÍ, og það er sama gatadeiling á suzuki flangs og toyotu flangs þannig enga breytinga er þörf. Held þetta sleppi líka svona ef ég lengi skaftið bara um c.a. tommu, þarna er hasingin i sundurslætti og ég hef nú séð verri halla á sköftum með einfalda hjörliði


Árni sneri fyrir mig liðhúsunum um +7°

Endanlegur spindilhalli þegar bíllinn stendur í hjól verður uþb. 6'30°





Takið eftir halla mismuninum á drifkúlu og liðhúsi.

Munurinn þarna er uþb. 8°

Drifstúturinn hallar einhverjar 2,20° og því hækka ég olíufyllitappann um c.a. 1,8cm til að fá hærri olíuyfirborð svo efri pinjónlega svelti ekki smurningu.









og svo update



farin að líkjast bíl aftur



allt komið utaná nema hliðarhurðir



Innréttingu þarf að djúphreinsa duglega en það fær að mæta afgangi




Aðeins að prufa fjöðrunina, ekkert svakalegt action en allavega skárra en með klöfunum, hef ekki annan tjakk til að tjakka undir vinstra framhjólið en það leyfði alveg smá færslu í viðbót




38x16,5"





[imghttps://fbcdn-sphotos-e-a.akamaihd.net/hphotos-ak-prn2/309855_10150476918077907_642127906_11309100_83010779_n.jpg[/img]











er að spá að setja þessa kanta á hann, þeir eru lengri og skemmtilegri og fallegri í laginu, fylla bara upp í skrúfugötin og kítta þá á bílinn.

Dekkin eru 36" há, gírunin er mjög svipuð og hún var áður þannig ég trúi mínum fyrri útreikningi um að gírunin lækki um 3%, enn er þó mikið verk eftir snyrta allt saman styrkja og álagsprufa.




Staðan eins og hún er í dag



Ólafur súkkubróðir að skera munstur í dekkin mín, 36x12.5" buckshot sem voru orðin nánast slétt. Náðum sirka 8mm ofaní þau án þess að lenda í strigalögum




Þessi boddífesting hefur ekki verið til staðar í fjöldamörg ár.

Í framtíðinni mun ég smíða bita milli neðri stífuvasanna bæði til að styrkja þá og eins til að styrkja grindina því áður var þarna á svipuðum slóðum þverbiti sem hélt klafadraslinu uppi.



Nokkuð löng sundurfjöðrun. Frágangur á bremsuslöngum og rörum er eftir.



Orginal handbremsubarkar "smellpassa" upp á lengdina að minnsta kosti.



Kjammarnir út við hjól sem halda í handbremsubarkana voru týndir þannig þeir voru að sjálfsögðu sérsmíðaðir, fer ekki að kaupa stykkið á tæpar 7000 kr´með afslætti



Smá heildarmynd af þessu öllu saman, Drullusokka þarf að fiffa, færa þá að aftan og koma þeim fyrir að framan.



Orðið talsvert hærra undir hann en á 33" dekkjunum





4 dyra vitara á Landcruiser 70 hásingum hliðina á minni



Sirka lengdarmunurinn milli 2 og 4 dyra...





Í gær varð ég tvítugur og markmiðið var að koma bílnum í ökuhæft ástand fyrir þann tíma, 22 október fyrsta vetrardag. Og það náðist, og gott betur heldur hefur hann verið á númerum í rúma viku.

En hann fer loks í skoðun nú í vikulokin og þá kemur í ljós hversu margt þarf að bæta

fékk á hann skoðun án athugasemda,



Fór að spóla í brekkum og prufa fjöðrun og komst strax að einu sem kemur sér illa... hann fjaðrar svo langt að aftan að dekkin að ofanverðu rekast í gormana, þannig þeir verða færðir undir, eða innan á grindina, og dempararnir sömuleiðis...

Hér er víxlfjöðrunin sirka 22°





Sundursláttur að framan



Skástífan hristi sig lausa að framan eftir 1000km akstur á óballanseruðum dekkjum, setti 14mm bolta og límdi í staðinn, herti hann 265 newtonn.
Enn er örlítil jeppaveiki á 60kmh en mig grunar helst að skástífufóðringarnar hafi fengið að kenna á því í þessum hristingi og því ætla ég að skipta um þær.



Boltagat á skástífuvasanum kjagað



Fóðringarhólkurinn boraður út fyrir 14mm bolta og 22mm haustaki.



Ónýt fóðring...



Hjólastilling



Efst er e. Camber, svo Castor, og svo Toe in

íslenskun: (Hjólhalli, Áshalli og Millibil innskeifni) Mæleiningarnar eru í gráðum og mínútum, (hver gráða er 60 mín.)



Setbackið á framhjólinu er kannski í meira lagi, en samt mjög fínt að beygja honum og Toe out on turns er mjög flott. Engin þvingun í fullri beygju.



Afturhásingin er svolítið vinstri sinnuð, hægra framhjólið er örlítið framar en það vinstra og því beygir hann að aftan, nenni ekki að spá í þessu fyrr en ég smíða almennilega fjöðrun að aftan..

[imghttps://fbcdn-sphotos-e-a.akamaihd.net/hphotos-ak-prn2/374793_10150517637217907_642127906_11551884_1519610360_n.jpg[/img]





Verkefni komandi sumars...



Spacer á afturskafti, lengri boltar með 10 din herslu og lásróm, límdir og hertir 100newtonn, nýjir krossar í sköftunum.



Milli stífuvasanna ætla ég að setja grindarbita.-



1360 kg með verkfærum fullur af bensíni og eitthvað af varahlutum í skottinu sem vigta eins og td bremsudiskar og öxull og fleira, verður vonandi um 1550 kg með ökumanni og farþega í ferð

Föndraði tölvu í tíkina





skrapp uppá langjökul



dróg svo óökuhæfa súkku í bæinn




svo bara eitthvað svona á bakaleiðinni









Græjan er að koma mjög vel út ég er mjög ánægður með hann, þó er ýmislegt sem þarf að lagfæra t.d. fjöðrun að framan vantar aðra gorma sem pressast meira saman, bíllinn er alltof léttur og er stöðugt að slá í sundur, og ef ég lengi demparana þá hreinlega skoppa gormarnir úr Búinn að slíta 1 dempara i þessu veseni

Er að spá í að setja bara stillanlega strutta í hann að framan, að aftan er ég mjög ánægður með fjöðrunina.

Svo er smá jeppaveiki að hrjá greyið búinn að setja plastfóðringar í þverstífu og hjólastilla ótalsinnum og er kominn á það stig að fá mér mjög stífann stýrisdempara bara þar sem þessi er nánast ónýtur bara stífur í aðra áttina,

Svo þarf aðeins að rétta afturhásinguna undir bílnum hún er í 0.12° beygju til vinstri þannig stýrið er aldrei alveg beint, kemur sér illa þar sem spindilhallinn er 10° þannig maður verður fljótt þreyttur í hendinni að halda bílnum beinum á veginum.

Svo er bara að barkatengja afturlæsinguna, og setja diskalás að framan og nýtt hlutfall og legur og allt.

Nýja diska að framan þeir eru orðnir þunnir

þá er held ég allt það slæma komið á blað og hægt að fara að drullast til að gera við það.

Svo bara sílsa á drusluna og 38" dekk næsta sumar er haggggi ))

2012

Jæja sumarið að koma, ég út í skúr á stundinni

Kominn í nýja aðstöðu og þá er bara taka tvö
framdrif í tætlur og skipta um allar þéttingar og legur og hafa alla slithluti í drifrás nýja, seinna verður settur toyota gír og millikassi og kannski einhver vél framaná það






verkefni sumarsins


slatta ryð undir bretaköntum en þetta verður lagað og skorið úr nær hurðinni til að koma 38
tommu án frekari hækkun

Helgarnar nýttar í botn



Er mikið að elska vírhjól á smergel, svolítið fljótlegra en að taka þetta allt með sandpappír,



Komið saman, allt nýtt í liðhúsum að framan nema liðirnir sjálfir



Sérverkfæri dagsins, 54mm toppur til að herða legurnar rétt með átaksmæli til að stilla preload á legunum.

Svo er næsta helgi bara að taka allt í sundur að aftan og skipta um legur í hjólum og drifi,

og þar framundan bara smá boddívinna, jeppaferð eða tvær og svo númer í geymslu



grófur á spaslinu, enda fagmaður



Sippa kössunum úr



Kominn með 2lt Toyota W56 gírkassa úr 93 pickup, hann fer aftaná súkkuvélina og milligír milli kassans og millikassans.

Breytistykkið fyrir gírkassann er hægt að kaupa hér og ég sennilega enda á því enda stórmál að smíða svona millistykki.

http://www.lowrangeoffroad.com/index.php/ringr-suzuki-engine-to-toyota-transmission-adapter.html



Suzuki kúplingin, skipti um þetta sumarið 2010 og búið að keyra 15000km, læt Árna Brynjólfs renna miðjuna úr disknum og setja toyotu miðju svo toyotu inntaksásinn passi



Kantur eftir lengingu 8cm og spreyað rautt



Hér set ég coilover fjöðrun eða hreinlega gasdempara bara, venjulegir demparar eru ekki að endast lengi í svona kengúrubíl



par 2 af dempurum síðan í október, lélegri smíði á fjöðrunarbúnað er þó að hluta til um að kenna, en úr því stendur að bæta

Eftir smá hlé og pælingar er farið að sína þessum áhuga á ný.

Er ekki fullkomlega búinn að ákveða endanlega fjöðrun að framan, líklega endar þetta með að ég hendi einhverju saman til að geta notað hann í vetur.

Næst á dagskrá er að slíta vél og rafkerfi úr og klára svo fjöðrunina.

Setja síðan 2.5 Hyundai turbo disel vél í húddið, Galloper gírkassa og hilux disel millikassa.

Tvöfaldan lið á framskaftið og stytta og lengja eftir þörfum.

Láta smíða olíutank í hann og um leið að stækka tankinn samsvarandi boddíhækkun.



nokkrar myndir frá því síðast



Kantur eftir lengingu og spreyingu

,

Verið að hreinsa ruslið undan að framan



Splæsti svo í lyftu og nú getur maður farið að þykjast verið duglegur í skúrnum, eins og ég sagði alltaf þau eru hæg heimatökin, liggjandi á gólfinu.



gömlu 36x12.5 á móti 38x14.5 Super swamper eftir kubbamýkingu og míkróskurð, þessi ættu að grípa betur, á eftir að skrúfa nagla í þau



Þessi vél fer úr



Og þessi kemur í hennar stað, peppuð Galloper vél, er að blása 19psi og með slatta af olíu á móti og orkar bara þokkalega í full lestuðum galloper þannig ég vænti þess að hún skili súkkunni sæmilega áfram í samanburði við 1600 bensínvélina.



Komin inn aftur eftir mánaðar útiveru



Kemur sæmilega út, á eftir að sjátil með aftur kantana gæti þurft að lengja enn meira eða breyta lögunninni



Stuðarin kominn á og kantarnir límdir(illa)



Efri samstæða er Galloper, neðri er turbodisil hilux, er ekki eina vitið að spara mér 40kg og nota bara hilux samstæðuna aftan á galloper mótorinn??



Galloper mótor, nýtt svinghjól og startari, samt skrallaði stundum í því, sennilega jarðtenging sem ég þurfti ekki að losa heldur dugði að toga létt í þá slitnaði hún...



Setja hilux kassan aftaná galloper kúplingshúsið, þá spara ég mér 40 kg og þarf eins ekki að hafa áhyggjur af gírstöngunum þar sem þær koma asnalega aftarlega á gallopernum




HUGSI HUGS



í fyrsta skipti slaka ég galloper vélinni ofaní



Virðist passa sæmilega



Kem henni nokkuð aftarlega



Ég ætla að giska að frá tímareimaloki og í festingar fyrir vitara vatnskassa séu 15cm. Vatnskassinn kemst þó fram í grill með litlum tilfæringum og þá bætast c.a. 10cm við



Kúplingshúsið passar enganveginn án breytinga, en lovísa, sleggjan mín kemur til með að redda því að mestu, tja og ef ekki, þá bara skurðarskífan.

Mest þarf að rýmka kringum startarann.



Fjarlægð pönnu frá stífu og hásingu virðist í lagi, en ef ekki þá verður því bara breytt Stífuna beygði ég fyrir 1600 vitöru vélina. En seinna langar mig að færa stýrisvélina neðar og sömuleiðis efri skástífuvasann.



Allt það pláss í heiminum t.d. til að skipta um tímareim



Vökvakúplingu komið fyrir og pedalabrakket færð 4cm til vinstri



1000 hö mótorfestingar?



Kominn á endanlegan stað!



Það verður þröngt, en hægt að taka kassana niðurúr án þess að taka lengjuna upp úr húddinu




og nú er ég bara að bíða eftir smiðnum sem er að græja millistykki milli hilux gírkassans og galloper kúplingshússins..

Eftir það þarf ég bara að koma fjöðrun að framan og mixa eitthverja stýrisdælu við þetta alltsaman tengja 4 víra starta í gang

festa gírkassa á bita og smíða drifsköft



ja og færa gorma innaná grind að aftan og smíða olíutank

nýtt deadline miðja Desember





ps FOA sett á hold, loftpúðar að framan eða bara gormar allavega í byrjun vetrar

Fékk loks millistykkið frá rennismiðnum í dag og svona lítur þetta út, á reyndar eftir að máta og redda mér hilux kúplingsdisk til að setja undir galloper pressuna... og sjá hvort það gangi upp

Fer sennilega í það á morgun, átti von á þessu stykki fyrir 2 mánuðum síðan en svona er þetta, ekki hjálpaði heldur að boltarnir í þetta voru smíðaðir úr skýragulli en það má kosta vel sem vel er gert







Varð að prófa að skrúfa saman og máta og prófa, allt passar þetta og virkar, vantar bara kúplingsdisk úr hilux í lagi, sá sem ég notaði til mátunar er olíublautur en óslitinn og mér er illa við það.. fer sennilega í ebay disk þeir eru ekki að kosta nema 5-8000 kall, kostar 46000 kr í toyota m afslætti

er eins með í pöntun hedpakkningu og dísur í spíssa og glóðarkerti þannig þetta ætti að verða ágætt þegar af lýkur


er alveg hættur að vera í stressi að klára hann héðan af, nú er spurning um að gera þetta einu sinni og gera það þá almennilega

Ég þakka, mér finnst sjálfum skemmtilegt að lesa þræði þar sem mikið er af myndum og útskýringum, mér finnst ekki það mikil vinna að skrolla yfir það sem ég hef ekki áhuga á

En í dag fór mótorinn ofaní og vonandi fer hann ekki upp úr aftur, heldur tek ég kassan bara niður þegar/ef ég skipti um kúplingsdisk.



Þegar samstæðunni er slakað svona ofaní munar um að taka trissuhjólið framanaf, svo litlu munar.



Komið niður, tillt ofaná mótorfestingar bara og tjakkur undir gírkassa, allt á sirka stað, ventlalok í kvalbak c.a. 2.5 - 3 cm og frá tímareimarloki í grill um 23cm, á eftir að máta með viftu og vatnskassa.

Gírstangir koma aðeins of framarlega, þarf eitthvað að hugsa það og beygja þær aftar eða smíða færslubrakket... já stangirnar koma aftar í súkku ))

Langt mælaborð í þessu drasli



Virðist hafa hitt þokkalega beint hjá mér þegar ég grillaði mótorfestingarnar á grindina án þess að hafa gírkassa til viðmiðunar upp á stefnuna á lengjunni...



Millistykki úr silfri m.v. prísinn og fullt af plássi



meira á morgun

2013

ekki er öll von úti enn





millikassi kominn í, hægt að mæla fyrir sköftum og útbúa gírkassa bita



Litlu munar að þetta SMELL passi



Framskaft þarf að lengja um c.a. 10cm og aftari hluti af afturskafti þarf sennilega ekki að breyta neitt



Endanleg afstaða á vélinni, kemst hvorki neðar né aftar, þó hægt að loka húddinu



Brandur ný glóðarkerti



Afskermi af gírkassabita, nýr verður þó smíðaður.
Hér er gírkassinn í réttri hæð og halli á millikassa jókum nánast enginn

Framskaftið verður 80cm langt en afturskaftið einungis 68cm — á/í Hraunið.



Girkassabiti





Hugað að petalasmíð og grisjun rafkerfis



Eini hluti rafkerfisins sem helst tiltölulega óbreyttur, þ.e. ljósarofar, miðstöð, rafmagnsrúður og þessháttar

kominn nýr þverbiti milli grindarnefa að framan, sá gamli varð fyrir vatnskassanum



Vatnskassinn smurður á sinn stað



kvalbakur styrktur kringum kúplingsdælu þar sem þar voru engir stansar í honum áður til styrktar líkt og hjá bremsukútnum,



að innan er smíðin ekki falleg en hún virkar og mun endast




Back to top
Go to page  [1] 2  

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design