Forums
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda :: Forums :: Almennt spjall :: Kynning
Gísli Karlsson << Previous thread | Next thread >>
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
belgurinn
Sat Feb 13 2010, 10:53p.m.
Registered Member #280

Posts: 24
Sælir séu súkku eigendur

Ég heiti Gísli Karlsson og er búinn að vera stoltur súkkueigandi í 2 ár. Keypti mér Suzuki Jimny árgerð 2006 sem hefur gefið mér mikla gleði. Ég hef lítið gert fyrir hann nema að ég keypti 215/75R15 undir hann í haust til að mýkja hann aðeins. Núna er ég reyndar veikur fyrir að setja hann á 31" og rataði á þessa frábæru síðu í leit minni að myndum og upplýsingum varðandi 31" breytinguna. Tengdó lumar á White Spoke felgum sem yrðu perfect í þetta.

Þessi bíll er frábær og ég fékk mikla pressu frá bílaleigum að selja hann í sumar en var engan veginn að tíma að láta hann fá mér. Fórum rúnt á honum inn í Landmannalaugar í sumar og keyrðum Fjallabaksleið nyrðri. Hann stóð sig eins og hetja en var frekar hastur á grófum veginum. Þess vegna langar mig að setja hann á 31" til að gera svona ferðalög skemmtilegri, auk þess að fá aðeins meira svigrúm í ferðalög

Reyndar væri ég líka til í að setja kastara í svuntuna. Hef aðeins verið að leita að þeim en ekki fundið ennþá.

Set hérna með eina mynd af gripnum úr ferðinni í sumar. Þarna er hann reyndar bara á orginal dekkjunum.


Annars hlakka ég mikið til að læra af ykkur súkku snillingum og taka þátt í þessu samfélagi.

Gísli
Back to top
Sævar
Sat Feb 13 2010, 10:58p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Velkominn Gísli, Sirius er með nokkuð öfluga, held 50-70w víðkastara, Sirius merki í Stillingu ódýrt.

Getur fengið með bláleytum eða hvítum geisla. Svipuð ljós og voru framaná súkkuni minni einusinni. Sjá myndaalbúm. Hljóta að passa þarna, annars eru fiskaugu vinsæl en auðvitað bara punktljós eða þokuljós sem lýsa ekki vítt
Back to top
jeepson
Sun Feb 14 2010, 01:14a.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Sæl og blessaður nafni og velkominn á þetta frábæra súkkuspjall
Back to top
EinarR
Sun Feb 14 2010, 01:44a.m.

Registered Member #52

Posts: 1421
Velkominn. Er á stefnuskrá að breyta honum? Hvað er líka málið með alla þessa Gísla?

[ Edited Sun Feb 14 2010, 01:50a.m. ]
Back to top
belgurinn
Sun Feb 14 2010, 11:08a.m.
Registered Member #280

Posts: 24
Sævar wrote ...

Velkominn Gísli, Sirius er með nokkuð öfluga, held 50-70w víðkastara, Sirius merki í Stillingu ódýrt.

Getur fengið með bláleytum eða hvítum geisla. Svipuð ljós og voru framaná súkkuni minni einusinni. Sjá myndaalbúm. Hljóta að passa þarna, annars eru fiskaugu vinsæl en auðvitað bara punktljós eða þokuljós sem lýsa ekki vítt


Fínt að vita af þessu, maður mundi líklegast tékka á þessum öflugri til að fá e-ð annað út úr þessu en að þetta sé bara skraut
Back to top
belgurinn
Sun Feb 14 2010, 11:10a.m.
Registered Member #280

Posts: 24
EinarR wrote ...

Velkominn. Er á stefnuskrá að breyta honum? Hvað er líka málið með alla þessa Gísla?


Ég er svona að velta því fyrir mér. Langar soldið að koma honum á 31". Sýnist nefnilega að það sé ekki mikið mál breyta honum fyrir hana, þetta er í léttri rannsókn.
Back to top
jeepson
Sun Feb 14 2010, 12:46p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Hahaha okkur Gíslunum fjölgar ört hérna á spjallinu
Back to top
gisli
Sun Feb 14 2010, 06:40p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Gísli, ertu Skagamaður?
Back to top
Ingi
Sun Feb 14 2010, 07:07p.m.
6x6 suzuki
Registered Member #51

Posts: 88
en ertu nokkuð rauðhærður?
Back to top
Valdi 27
Wed Feb 17 2010, 06:50p.m.
Registered Member #48

Posts: 215
Ekki vera dóni Ingvar, segðu hæ við manninn;) En annars velkominn Gísli
Back to top
Ingi
Wed Feb 17 2010, 07:09p.m.
6x6 suzuki
Registered Member #51

Posts: 88
Valdi 27 wrote ...

Ekki vera dóni Ingvar, segðu hæ við manninn;) En annars velkominn Gísli

hehe ég var bara að spá hvort þetta væri gæða maður rauðhærður og fínn
eða hvort hann myndi lenda í minnihlutahópnum hjá ykkur hinum
Back to top
jeepson
Wed Feb 17 2010, 09:05p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Við erum alveg jafn mikið gæða fólk og þið rauðhærðu

[ Edited Wed Feb 17 2010, 09:05p.m. ]
Back to top
belgurinn
Wed Feb 17 2010, 09:15p.m.
Registered Member #280

Posts: 24
gisli wrote ...

Gísli, ertu Skagamaður?

Jább það passar, ertu skagamaður?
Back to top
belgurinn
Wed Feb 17 2010, 09:15p.m.
Registered Member #280

Posts: 24
Ingi wrote ...

en ertu nokkuð rauðhærður?

Nei ég er ekki rauðhærður, ég í raun varla hærður ef út í það er farið
Back to top
EinarR
Wed Feb 17 2010, 10:38p.m.

Registered Member #52

Posts: 1421
hægt að tékka bara á mottuni. þar glittir yfirleitt í hin raunverulega hárlit
Back to top
gisli
Wed Feb 17 2010, 11:44p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
belgurinn wrote ...

gisli wrote ...

Gísli, ertu Skagamaður?

Jább það passar, ertu skagamaður?


Nei, alveg saklaus af því, en þá er það sem mig grunar að við erum fyrrum vinnufélagar úr Nanoq.

Gaman að sjá þig hér, fyrst þú ert kominn á súkku fer lífið að byrja fyrir alvöru
Back to top
belgurinn
Thu Feb 18 2010, 09:09a.m.
Registered Member #280

Posts: 24
gisli wrote ...

belgurinn wrote ...

gisli wrote ...

Gísli, ertu Skagamaður?

Jább það passar, ertu skagamaður?


Nei, alveg saklaus af því, en þá er það sem mig grunar að við erum fyrrum vinnufélagar úr Nanoq.

Gaman að sjá þig hér, fyrst þú ert kominn á súkku fer lífið að byrja fyrir alvöru


Sæll meistari

Það passar vorum að vinna saman í Nanoq. Það er rétt að nú fer lífið að vera skemmtilegt. Það verður ennþá skemmtilegra ef að ég kem súkkunni á 31"
Back to top
belgurinn
Thu Feb 18 2010, 09:10a.m.
Registered Member #280

Posts: 24
EinarR wrote ...

hægt að tékka bara á mottuni. þar glittir yfirleitt í hin raunverulega hárlit


Það er ekki nema mesta lagi eitt og eitt strá sem ber rauða litinn
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design