Forums
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda :: Forums :: Almennt spjall :: Kynning
Birgir Örvar - GV 35" << Previous thread | Next thread >>
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
Turbo
Fri Mar 08 2013, 08:14p.m.
Registered Member #530

Posts: 41
Heilir og sælir

Birgir heiti ég , búinn að vera skráður hér á síðunni svolítinn tíma svo það er réttast að kynna sig. keypti mér eitt stikki grand vitöru í des 2010 og er búinn að breyta henni örlýtið síðan.
kannski að maður fái að fljóta með í ferð við tækifæri.

Listi yfir breytingar (sem ég man eftir)

hækkaður á grind 3 tommur
upphækkunarklossar framan 2,5"
Cherokee gormar aftan
hlutföll breytt úr 4.88 í 5,125
afturhásing færð aftur um 7 cm
12.5 stálfelgur
12.5 x 35" dekk BF-G
32 mm spacerar framan + aftan
33" xl7 brettakantar frá samtak (afturkanntar breyttir til að passa)
Gúmmikantar á kanta frá bílasmiðnum
kastarar framan
vinnuljós á topp
2.7 L vél úr xl7 2005 185 hö (var með 2.0 orginal, of máttlaust fyrir minn smekk )
bsk kassi úr 2.5 grand vitara.
(setti lock right læsinu í afturdrif , tekinn úr eftir að drif brotnaði , sennilega út af álagi) (læsingin er föl ef einhver vill)
Smíðuð styrking á festingu fyrir framdrifskökkul.

það sem á eftir að gera:
breyta ac dælu í loftdælu, tengja við kút og græja tengi
smíða stigbretti
loftlæsingar aftan og framan
Kastaragrind



Svo á ég fullt af myndum af breytingum sem ég get sett inn við tækifæri ef ég nenni




Hér eru svo myndir af gripnum

Fyrir Breytingar





Eftir Breytingar

































:)





[ Edited Sat Mar 16 2013, 08:05p.m. ]
Back to top
Juddi
Fri Mar 08 2013, 09:53p.m.
juddi
Registered Member #173

Posts: 471
Flottur en hvernig kemur mótorinn út eyðsla og kraftur ?

Afhverju spacera enda á mjög breiðum felgum ?
Back to top
Turbo
Sat Mar 09 2013, 01:20a.m.
Registered Member #530

Posts: 41
Hann er að eyða svona 14 l meðaltali, þarf samt að mæla það aftur því hraðamælabreytirinn var í einhverju bulli. Ég finn ekki mikinn mun á eyðslunni m.v 2l mótorinn.

krafturinn er mjög góður , mikill munur .


Þurfti að setja spacera framan svo að felgurnar rækjust ekki í bremsudælur og til að halda sömu breidd að aftan setti ég spacera þar.
Back to top
BoBo
Sun Mar 10 2013, 12:06a.m.
Gabríel kárason
Registered Member #370

Posts: 503
allt stækaði á bílnum við þessa upphækun, þar að meðal kastarannir hehe flottur er hann nú samt
Back to top
Turbo
Sun Mar 10 2013, 11:18a.m.
Registered Member #530

Posts: 41
BoBo wrote ...

allt stækaði á bílnum við þessa upphækun, þar að meðal kastarannir hehe flottur er hann nú samt



hehe já mér fannst þeir fekar asnalegir á bílnum svo ég stækkaði þá líka
Back to top
Hólmar H
Thu Mar 14 2013, 03:57p.m.
Hólmar H
Registered Member #41

Posts: 112
Sæll. Glæsilegur grand hjá þér

Hérna, þú ertu með 2,7 vélina, veistu nokkuð hvort að sama ECU gengur á milli 2.5 og 2.7?

kv.

Hólmar
Back to top
Turbo
Sat Mar 16 2013, 07:49p.m.
Registered Member #530

Posts: 41
Hólmar H wrote ...

Sæll. Glæsilegur grand hjá þér

Hérna, þú ertu með 2,7 vélina, veistu nokkuð hvort að sama ECU gengur á milli 2.5 og 2.7?

kv.

Hólmar



Já ég er með 2.5 tölvu í þessum og 2.5 loom, svo þurfti ég að nota trottle body og loftflæðiskynjara úr 2.5 þar sem það var ekki eins. hugsanlega er hægt að mixa það við skynjarana á 2.7 vélina en ég fór þessa leið. Svo þarf að hafa immobilizer kerfi úr sama bíl og tölvan
Back to top
Juddi
Sat Mar 16 2013, 10:01p.m.
juddi
Registered Member #173

Posts: 471
En hvernig er þá með spjaldið sem opnar og lokar fyrir fremri hlutan af soggreininni
Back to top
Turbo
Sun Mar 17 2013, 02:21p.m.
Registered Member #530

Posts: 41
Juddi wrote ...

En hvernig er þá með spjaldið sem opnar og lokar fyrir fremri hlutan af soggreininni


Ég er með það líka. Hef samt ekki pælt í verkfræðinni bak við það
Back to top
Juddi
Tue Mar 19 2013, 05:40p.m.
juddi
Registered Member #173

Posts: 471
En vantar þá ekki stýringuna fyrir það í 2,5 lomið
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design