Forums
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda :: Forums :: Almennt spjall :: Kynning
Dagur Óskarsson << Previous thread | Next thread >>
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
Mosi
Wed Apr 28 2010, 10:21p.m.
Registered Member #74

Posts: 41
Heilir og sælir súkkumenn

Ætli það sé ekki rétt að gera sig sýnilegri hérna á spjallinu ...mér er farið að líða dálítið eins og "gluggaperra" af því að vera hér ókynntur!

Ég heiti Dagur Óskarsson, uppalinn á Dalvík - búsettur í Hafnarfirði - en á leið aftur norður! Ég er búin að eiga fullt af súkkum og enn fleiri Lödu sport.

MOSI
Breyting: (Suzuki Vitara ´98)
2" hækkun á fjöðrun
Skorið úr inn að kúplingsfetli og fellt í hvalbak, (þeas. skorið helling!)
33" dekk
5:12 hlutföll
Falskur hvarfakútur
Skepnuheldur stuðari
Snorkel úr 70mm klóakrörum
Toppgrind sem fest er niður í grind á lausum flöngsum (þyrlupallur)
2l. ,,flöskugrænt" vélalakk


[ Edited Thu Jan 30 2014, 03:47p.m. ]
Back to top
EinarR
Wed Apr 28 2010, 10:31p.m.

Registered Member #52

Posts: 1421
þetta er svakalega flottur bíll! hef einmitt séð hann í umferðinni og snúið mig úr hálslið að horfa á hann í flest í skipti
Back to top
BoBo
Wed Apr 28 2010, 11:58p.m.
Gabríel kárason
Registered Member #370

Posts: 503
þetta er nú án efa flottasti snorkell sem ég hef séð, flottur bíll líka
Back to top
olikol
Thu Apr 29 2010, 12:57a.m.
olikol

Registered Member #3

Posts: 633
Sæll og velkominn, líst mjög vel á þennan. Ekki slappstu við alla upphækkun með því að skera úr?
Back to top
Mosi
Thu Apr 29 2010, 09:30a.m.
Registered Member #74

Posts: 41
Hann er bara með hækkunarklossum undir gormum Olikol. En ég skar væna flaug úr hvalbaknum og inn á gólf og sauð nýtt í, að framan. Að aftan fór ég allveg upp að hurð. Þessu fylgdi dálítil suðuvinna, en ég er búinn að þráast við að boddýhækka til að halda þyngdarpunktinum niðri. Dekkin narta ennþá örlítið í að aftan, þar er bara 2" hækkunarklossi undir gormum. Ætli ég neyðist ekki til að lifta boddýinu eða gera einhverjar ráðstafanir með að hækka hann meir að aftan (hann er fínn að framan).
Ég er búinn að velta þessu mikið fyrir mér, það væri gaman að heyra ef einhver hefur sett hærri klossa en 2" undir gormana að aftan, þá er eflaust betra að síkka stífurnar og væntanlega þarf að setja klossa líka undir efri stífuna (V-stífuna ofan á hásingu).
Hefur einhver reynslu af þessu?

[ Edited Thu Apr 29 2010, 10:41a.m. ]
Back to top
olikol
Thu Apr 29 2010, 11:52a.m.
olikol

Registered Member #3

Posts: 633
það er lang best að skera bara sem mest úr og reyna sleppa við alla upphækkun. eins og t.d. foxarnir þá þurfa þeir ekki upphækkun fyrr en í 35" í fyrsta lagi.
Back to top
stebbi1
Thu Apr 29 2010, 01:37p.m.
Registered Member #57

Posts: 355
þú færð alveg 9.5 stig af 10 mögulegum fyrir stuðarann. svona alvöru stuðara eiga allir jeppar að vera með, þetta er bara eiginnlega fallegra en orginal.
Back to top
Roði
Thu Apr 29 2010, 02:17p.m.
Roði
Registered Member #301

Posts: 225
súper töff bíll!
Back to top
jeepson
Thu Apr 29 2010, 04:02p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Þessi er alveg magnaður
Back to top
hobo
Thu Apr 29 2010, 10:15p.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
Þetta er töff súkka.
Varðandi fjöðrunina er minn með um 3" hækkun að aftan. Einn 2" klossi og annar sem ég tók í tvennt og hafði hann að ofan.
Svo útbjó ég mér stál klossa undir V-stífuna, sagaði boltana fjóra sem voru fyrir og lengdi þá með hjálp rafsuðu.

Back to top
Mosi
Fri Apr 30 2010, 09:21p.m.
Registered Member #74

Posts: 41
Takk fyrir móttökurnar strákar, þessi vefur og félagskapur er magnaður ...ég verð greinilega að fara að fræsa eitthvað á fjöll í alvöru félagsskap! (engar þungavinnuvélar takk)

[ Edited Fri Apr 30 2010, 09:50p.m. ]
Back to top
Mosi
Fri Apr 30 2010, 10:02p.m.
Registered Member #74

Posts: 41
takk fyrir að miðla þessum uppl. til mín Hörður!
Þetta er helvíti massívur klossi hjá þér undir V stífunni hehe ...varðandi hækkunarklossana, settirðu afskorna klossann (ca. 1") fyrir ofan 2" klossann? var þá enn hægt að skrúfa samsláttarpúðann í án þess að lengja í boltanum? (man reyndar ekki allveg hvernig þetta er). Síkkaðir þú stífufestingarnar fram í grind?
Back to top
hobo
Fri Apr 30 2010, 10:42p.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
Svona lítur þetta mix út hjá mér.
Þetta eru í rauninni tveir 2" álklossar frá málmsteypunni Hellu en þann efri tók ég í tvennt í rennibekk.
Ég þurfti svo að skera mér renning úr blikki sem ég vafði inn í klossana áður en ég kom þeim fyrir til að þetta yrði þétt.
Samsláttarpúðana síkkaði ég einnig með því að lengja boltana og setti hólk á milli.
Ég hef ekki síkkað stífufestingarnar en það myndi ekki gera neitt annað en gott.

Þetta hefur ekkert verið að klikka hingað til og svo fékk ég fulla breytingaskoðun þannig að ég er sáttur





[ Edited Fri Apr 30 2010, 10:52p.m. ]
Back to top
Mosi
Sat May 01 2010, 12:28a.m.
Registered Member #74

Posts: 41
Glæsilegt Hörður, þetta er nokkurn veginn eins og ég hugsaði það, frábært að fá myndir! Var nokkur séns að hafa heildar hæðina meiri en 3" á klossunum? (þeas. sætið býður varla upp á meira?)
...En þá er bara að láta verkin tala, skella klossum í rennibekk og snikka þá til, smíða millilegg fyrir V stífuna, græja samsláttarpúðana, slaka dempurum um tommu og síkka stífur ...er ég að gleyma nokkru!

[ Edited Sat May 01 2010, 12:28a.m. ]
Back to top
hobo
Sat May 01 2010, 07:23a.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
Nei ég myndi ekki vilja setja meira en 3" án þess að lengja hólkinn sjálfan sem klossarnir ganga upp á.
Ég er reyndar í mjög góðum málum hvað varðar hækkun þar sem ég boddíhækkaði líka um 5 cm.
Þar að auki er ég "bara" á 32" dekkjum
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design