Forums
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda :: Forums :: Almennt spjall :: Kynning
Tryggvi Einarsson << Previous thread | Next thread >>
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
Tryggvi
Wed Apr 14 2010, 10:29p.m.
Registered Member #356

Posts: 198
Sælir hér á Sukka.is

Tryggvi Einarsson heiti ég og læt ég fara hér upplýsingar um Súkkuna mína:

Keypt 19.10.2006 Óbreytt frá Suzuki umboðinu.
Suzuki Sidekick Sport 1.8L Sjálfskiptur
Árgerð: 1997
33" Breyttur af mér og félaga mínum sem vinnur í Arctic Trucks.
33/35" brettakantar frá Samtak sprautað hjá B.R.A.
Fram og aftur stuðari einnig sprautað hjá B.R.A.
33x11.5 R17 Bridgestone REVO-2 dekk. -Sumer Dekk-
17x8" Ultra Wheel Álfelgur. -Sumar Felgur-
33x11.5 Yokohama Geolandar i/T G072. -Vetrar Dekk-
16x8.5" Level 8 Motorsports Strike 5 Matte Black Álfelgur. -Vetrar Felgur-
1" Ál spacerar á öll hjól til útvíkkunar á hjólbörðum.
5.5" hækkun í heild (3.5" á fjöðrunarkerfi og 2" á boddy) OME, RockyRoad og Altered Ego Motorsports búnaður.
1" Fram Strutt turna spacer vegna fjöðrunar hækkun, Altered Ego Motorsports búnaður, sérsmíðaður eftir pöntun.
Super Flex Rear Link Set - Aftur hásing færð 1" aftur - Altered Ego Motorsports búnaður.
Mikið klippt úr til að koma dekkjunum fyrir og faglega gengið frá eftir úrklippingu/breytingu.
Læsing sett í afturhásingu (Lock Rite).
Styrking á afturhásingu og hlífðarplata á hásingarkúlu.
Breyting á framdempara stífu til að geta haldið áfram að nota hana.
K&N loftsýju.
Iridium Kerti.
Viper þjófavörn með fjarstart og ýmsum aukaskinjurum.
Samlæsingar.
Talsvert betra hljóð kerfi, sem reyndar er ennþá í vinnslu.
Nýtt orginal púst (eins og er) / Í býgerð að seta betra púst í hann.
Alment viðhaldinn í topp (allir vökvar á öllu nýjir þegar keyptur og haldið vel við).
Allar sýjur sem hægt var að skipta um var skipt um.
Nýr Python MAF skynjari.

Fyrirhugaðar breytingar:
Flækjur (hugsanlega sérsmíðaðar þar sem ekkert virðist vera til í 1.8L vélina.
Aflaukning á vél, hugsanlega Extrude honun á headd, soggrein og pústgrein, nú eða ég porti þetta bara sjálfur.
Hlífðarplötur að framan fyrir undirvagn og fyrir millikassa/Sjálfskiptingu.
* Er með sérsmíðaðan/styrktan sektors arm sem fer í hann fljótlega. Búið að seta í.
Vindhlíf/Spoiler yfir afturhlera.
Halda áfram með hljóðkerfið í honum.
* Filmur í rúðum að aftan. Búið að seta í.
Snorkel á loftintak.
Hugsanlega læsingu að framan.

En ég þakka fyrir mig að sinni.









[ Edited Thu Jan 26 2017, 02:48a.m. ]
Back to top
Magnús Þór
Wed Apr 14 2010, 11:00p.m.
Magnús Þór
Registered Member #80

Posts: 143
Gúrmé ! velkominn á spjallið,um að gera að henda inn mynd af bílnum í leiðinni
Back to top
Brynjar
Thu Apr 15 2010, 12:29a.m.
Registered Member #26

Posts: 445
Flottur bíll. hvað ertu á stórum dekkjum ? og eru þetta ekki beadlock felgur ?
Back to top
jeepson
Thu Apr 15 2010, 10:37a.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
flottur bíll og velkominn á spjallið
Back to top
Tryggvi
Thu Apr 15 2010, 04:45p.m.
Registered Member #356

Posts: 198
Í svari við fyrirspurn frá Brynjar - Bíllinn er á 285/70 R17 Dekkjum sem umreiknast yfir í 33" x 11.5" á 17" felgustærð. Felgurnar eru ekki beadlock, en eru með því útliti. Bara venjulegar álfelgur.
Back to top
Godi
Fri Apr 16 2010, 12:19p.m.
Registered Member #21

Posts: 174
Virkilega snyrtilegur bíll.
Back to top
Valdi 27
Sun May 02 2010, 08:13p.m.
Registered Member #48

Posts: 215
Fallegur þessi. Velkominn í hópinn
Back to top
Mosi
Sun May 02 2010, 09:15p.m.
Registered Member #74

Posts: 41
Fallegur og prúðbúinn bíll!
Mig rekur forvitni á að vita hvar þú keyptir spacera fyrir hjólin, og hvað þeir kosta?
Back to top
Tryggvi
Sat May 08 2010, 11:47a.m.
Registered Member #356

Posts: 198
Ég þakka fyrir hrósið með bílinn. Þetta kostaði sitt bæði í tíma, vinnu og peninga, he he. En ætli við þekkjum það ekki flestir hér.

Spacerana fékk ég af Rocky-Road Outfitters:
http://www.rocky-road.com/kickspace.html

En ég keypti meirihlutan af því sem fór í Súkkuna mína af þessari síðu hjá Rocky-Road. Reyndar var MJÖG erfitt að eiga við þá og það endaði með 3 mánaða töfum hjá þeim og 2 skipti sem þau sendu ranga hluti. Ég hugsa að ég mun panta frekar frá PetroWorks, Trail Tough eða BoondoxMotorsports næst ef mig vantar eitthvað í súkkuna.
Hmm, ég verð að játa að ég man ekki nákvæmlega verðið á þeim stökum hingað komna heim. En gengið var í kringum 130. krónur á USD og svo var flutnings kostnaður og tollar og allt þetta hefðbundna bull sem við þurfum að borga af okkar áhugamáli (bíla og að breyta þeim) þegar við pöntum dót að utan.

Ég á talsvert fleirri myndir af breytingunni á súkkuna ef menn hafa áhuga...
Einnig hef ég sankað að mér mikið af góðum vefsíðum með hluti fyrir súkkur.

Hér eru myndir af þeim á bílnum:



Kveðja,
Tryggvi


[ Edited Sat May 08 2010, 11:59a.m. ]
Back to top
Svenni250
Sat May 08 2010, 03:51p.m.
Registered Member #383

Posts: 72
Flottur hja þér
Back to top
Mosi
Sat May 08 2010, 10:36p.m.
Registered Member #74

Posts: 41
Frábært að fá myndir, um að gera að drita niður myndum af breytingum alltaf gagnleg að sjá fjölbreitta flóru af brasi
Back to top
jeepson
Sat May 08 2010, 11:51p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Mæli með að þú skellir inn Bunch af myndum inná mynda dálkinn eða viðgerðar og breytingar dálkinn. Altaf gaman að skoða myndir og sjá hvernig menn gera hlutina
Back to top
Sævar
Thu Sep 02 2010, 03:02p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
ditto
Back to top
Tryggvi
Thu Sep 02 2010, 07:20p.m.
Registered Member #356

Posts: 198
Sælir allir

Úfffff...... Jæja, ég sé að ég verð að fara sigta í gegnum gömlu albúmin í tölvunni og fara skella eitthvað af þessum myndum inn Skal reyna það núna fljótlega.

Kveðja,
Tryggvi
Back to top
kjellin
Sun Sep 05 2010, 09:43p.m.
Registered Member #54

Posts: 270
hvar fékstu læsinguna í aftur drifið ?
Back to top
Tryggvi
Mon Sep 06 2010, 07:28p.m.
Registered Member #356

Posts: 198
Sæll Aron

Ég fékk læsinguna hjá Rocky Road Outfitters.

http://www.rocky-road.com/kicklock.html

Þetta er Lock Rite læsing sem svona "dettur inn" í mismunadrifs húsið og hliðar tannhjólin notast á móti (orginal hjólin) til að búa í raun til læsinguna, þetta er sáraeinfalt kerfi sem svín virkar. Allavega hefur hún aldrei svikið mig hingað til. En hún á það til að "smella" aðeins í beygjum, þá vælir í dekki og manni finnst eins og súkkann sé það öflug að hún spóli bara á 33", he he he.

Þegar ég var síðast að ræða við Bíla Berg, ekki fyrir löngu, hafði hann eignast svona læsingu á spott prís hjá BílaBúð Benna.

Kveðja,
Tryggvi
Back to top
olikol
Mon Sep 06 2010, 08:44p.m.
olikol

Registered Member #3

Posts: 633
ég og pabbi keyptum síðustu svona læsinguna í Bílabúð benna. Þeir voru búnnir að eiga þessar læsingar lengi, minnir að hilluverðið hjá þeim hafi verið ca.50-60þús en við fengum þessa síðustu á 12Þ.
Ég efa það að þeir flytji fleiri inn.
Back to top
kjellin
Mon Sep 06 2010, 09:14p.m.
Registered Member #54

Posts: 270
en hafiði eithvað verið að skoða verð á þessu úti og þá lika loftlásunum
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design