Forums
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
kolbeinsson
Fri Aug 05 2011, 10:11a.m.
Registered Member #46

Posts: 52
Sæl öll
Sidekickinn minn vill ekki í gang. Það kemur straumur á hann og hann smellir einhverju relayum þegar ég starta en svo ekkkert meir.

Hvað gæti verið að? Vélartölva? Enginn neysti?
Back to top
Sævar
Fri Aug 05 2011, 12:09p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Athugaðu fyrst af öllu hvort hann sé að fá bensínþrýsting, það er 19mm bolti framan á fuel railinu sem þú getur losað(vefðu tusku yfir og vertu með hlífðargleraugu) Ef þar er enginn þrýstingur, og ekkert flæðir út(ætti að vera talsvert magn eða uþb. 20l á mín þá myndi ég skoða öryggi fyrir bensíndælu, spennu allt aftur að bensíndælu og ef það reynist í lagi en ekkert bensínflæði, bensíndæluna sjálfa,

þetta er svona algengasta orsök þess að sidekick fari ekki í gang, svo eru til margar aðrar ástæður sem ekki eru jafn algengar en byrjaðu á þessu.

Mundu bara eftir tuskunni og hlífðargleraugunum, þú munt sjá eftir öðru
Back to top
kolbeinsson
Fri Aug 05 2011, 11:03p.m.
Registered Member #46

Posts: 52
Einhver þrýstingur virðist vera á honum því ég hafði hann í gang áðan með herkjum, tók við sér eftir að ég hafði svissað á hann í ca. 10 sek.
Þess má til gamans geta að hann sýnir "service engine" ljósið líka.
Back to top
Sævar
Sat Aug 06 2011, 12:45p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Algengasta orsök þess að SE ljósið kvikni er loftflæðinemi, prófaðu að aftengja hann og sjá hvort hann sé betri í gang.

Ath að það gerir ekkert að pumpa bensíngjöfina, þegar þú stendur gjöfina í botni lokar tölvan á allt bensínflæði til vélarinnar, súkka fer aldrei í gang ef pedallinn er stiginn lengra en hálfa leið niður og er fljótust í gang ef pedallinn er látinn vera.
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design