Forums
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda :: Forums :: Almennt spjall :: Kynning
Nýr og ekki nýr hérna << Previous thread | Next thread >>
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
Hrannar
Tue Dec 20 2011, 04:27p.m.
Registered Member #849

Posts: 7
jæja þar sem ég komst ekki inná gamla sukku aðganginn minn þá stofnaði ég bara nýjan

var einsog gamli aðgangurinn minn væri ekki til lengur ( hrannifox), kannski þvi maður var ekkert ofsalega virkur i smá tíma ( i know léleg frammistaða hjá manni enda alveg æðislegt spjall )

jæja ætli maður verði ekki að segja sína sögu hérna svo þið getið vonandi haft gamann af

heiti Hrannar Sigfússon og er 22 ára pjakkur með biladellu eða öllu heldur sukkudellu ! á háu stigi btw

var mikið sem krakki að stússast i kringum pabba og bræður mina með þetta bila veseni ætli þetta byrji ekki þar
en allvega þegar ég var 16 ára þá var komið að þvi að kaupa bíl skal viðurkenna að sukka var já ekki á listanum, EN EN dömur mínar og herrar hún var fljót að skríða á toppinn, ekki veit ég afhverju en það skiftir nú litlu,
held ég hafi skoðað 15 20 súkkur á mjög stuttum tíma. (á kannski eftir að bæta aðeins inni þetta ef eitthvað rifjast upp um sukkurnar minar)

Datt svo niðrá ( ni 077 ) sem var einu sinni suzuki sidekick árg 95, þessi bill er bara guð í mininguni !!
það sem þessu litla greyi var nauðgað alladaga i næstum 2 ár, eftir þessa reynslu þá komst ég að þvi að suzuki
eru bestu bilar i heimi ! og þola bara allt ! partaði svo bilinn og var eitthvað selt svo restinni hennt R.I.P
( þarf að grafa upp myndir af þessum)

Þá auðvita vantaði mér bil, keyfti reyndar ekki sukku heldur hondu civic....... sem sem eg seldi fljótlega og þá kaupi
ég

suzuki vitöru 93 (dx 107) óbreytt á 29'' m/t dekkjum og virkaði fjandi vél átti hana i nokkur tíma lét svo bróðir minn fá hana og á hann hana enþá

Eftir það var keyft önnur súkka 92 arg á 33'' man ekki nr á henni en allavega hún var ljósblá og var með einkanr cowgirl seinast þegar ég sá hana, átti hana samt stutt. en tókst að gera við gírkassan og f.l bras

á siðan nokkra bila i millitíðinni sem eg nenni ómögulega að tala um.

keyfti siðan núna i haust suzuki vitöru ( yu 293 ) 96 árg ekinn 240.xxx óbreytt vinrauð og sprautuð dökk grá að neðan ( á eftir að setja myndirnar inni tölvuna)

allavega stendur til að gera margt fyrir hana og hérna kemur smá listi

er ný buinn að setja hana a 31'' stefni á calmini Suspension lift kit í leiðinni til að klára dæmið

tók og massaði hana um daginn kom sjúklega vél ut, er samt ekki nógu ánægður þarf grófari massa

filma

troða kastaragrindinni minni á hana

troða þakbogum eða smíða röra grind yfir þakið og niður a húdd einsog þeir gera úti

jafnvél að hugsa uti snorkel.

svo var ég að skoða 2.0 l mótor úr grand vitöru var litill fugl sem sagði mér að það væri nánast plug and play

og svo þetta venjulega viðhald á bilum eru samt enþá allt pælingar á blaði sumt af þessu smiðadæmi og veseni

ætla mer að vinna mikið með þessa sukku en samt ekki fara algjörlega uti öfgar
á siðan eftir að henda inn myndunum siðan um daginn og svo auðvita búa til annan þráð með breytingunum.

vona að eg hafi ekki svæft ykkur með þessu masi i mér kv Hrannar

[ Edited Thu Dec 22 2011, 05:52p.m. ]
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design