Forums
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
Cons`
Sun Dec 02 2012, 10:37p.m.
Registered Member #366

Posts: 46
Sælir,

Súkkan mín er með eitthva' kúplings vesen núna.

Systir mín er semsagt með bílinn á meðan ég er í námi í Danmörku og get því ekki kíkt á þetta. Þarf þessvegna ykkur snillingana til að gefa mér hugmyndir hvað gæti verið að.

En hún var að kúpla og keyra af stað þegar það heyrist hvellur og kúplings pedallinn fer alla leið niður í gólf og er bara þar.

Þannig að kúplingin er alveg dauð og virkar ekkert, gerist ekkert þó svo að kúplings pedallinn sé dreginn til baka. Hann fer bara aftur sjálfur alveg nigður.

Þá spyr ég ykkur fróðu menn, er þetta kúplingsbarkinn sem er farinn? Eitthvað annað sem gæti mögulega verið að? Mikið maus að skipta um þetta og allt þar fram eftir götum?

Öll ráð vel þegin!
Back to top
birkirfs
Sun Dec 02 2012, 11:17p.m.
Registered Member #1034

Posts: 17
þetta lýsir sér einns og barkinn eða þrælinn sem barkinn fer í og uppá gírkassann sé brotinn
Back to top
Cons`
Mon Dec 03 2012, 07:08a.m.
Registered Member #366

Posts: 46
Okay, og er þetta mikið rifrildi að skipta um? Hvort sem þetta sé barkinn eða þrællinn? Hvernig get ég séð hvort það er?
Back to top
Sævar
Mon Dec 03 2012, 07:51a.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Ef barkinn er heill í báða enda þá er hann í lagi, annars dregst hann út úr hýðinu

Bæði krókurinn á endanum á kúplingspetalanum og armurinn sem herðist utanum rílur á kúplingshúsinu geta brotnað sömuleiðis. Eina leiðin til að vera viss er bara að kíkja á þetta og slíta þetta aðeins í sundur, ekkert alvarlegt rif neitt.

Svo má alltaf vera að það séu brotnir fingur í pressunni eða kúplingslegan hrunin og þá er auðvitað töluvert rif að laga...
Back to top
Juddi
Mon Dec 03 2012, 11:19a.m.
juddi
Registered Member #173

Posts: 471
Væri ágætt að byrja nefna hvaða typa af súkku þetta er
Back to top
Cons`
Tue Dec 04 2012, 04:30p.m.
Registered Member #366

Posts: 46
Þetta er Suzuki Vitara 1.6, '97 módel.

Hvað er best og einfaldasta leiðin til að kíkja hvort að þetta sé barkinn?

Hvar ætti ég að geta fengið t.d. krókinn á kúplingspedalinn og/eða arminn í sem herðist utanum rílurnar?

Og ef þetta er brotinn fingur eða legan hrunin, er það þá ekki bara complete kúplings skipti eins og þau leggja sig?
Back to top
Juddi
Tue Dec 04 2012, 09:20p.m.
juddi
Registered Member #173

Posts: 471
Fá einhvern sem hefur vit á þessu til að skoða þetta

Lýklegast úr partabíl

Já þá borgar sig að skipta um kúplingu pressu og legu
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design