Forums
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
LiljarM
Sun Oct 04 2009, 02:00p.m.
Registered Member #38

Posts: 19
Ég fékk mjög slæmar fréttir í gær hvað varðar súkkuna mína (þá slæmar á ég við fjárhagslega (held ég)). Súkkan mín er á 33" en ekki bodyhækkuð. Þegar súkkan fer í smá halla þá rekast dekkin uppí brettakantana og það er eins og það sé verið að myrða súkkuna. Ekki þægilegt hljóð.
Ég hef ákveðið að reyna á boddíhækkun.
Spurningin er hvað ætli bodyhækkun kosti, hvað tekur það langan tíma og er einhver sem hefur reynslu af að hækka vitöru á boddí?

Kv. Liljar Már
Back to top
Sævar
Sun Oct 04 2009, 02:05p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Margar af þessum súkkum eru ekkert boddíhækkaðar, en sá sem sá um að skera úr brettunum hjá þér ætti að leita sér að annari vinnu mv. þau vinnubrögð sem ég sjá árangurinn af.

Ég myndi í það minnsta byrja á að skera allt sem hægt er að skera burt, svo boddíhækka er þú telur þörf á því, það kostar ekkert að skera.

Ég hef aldrei nokkurntíma séð bíl með brettakantinn c.a. 5cm síðann, og undir síðunni er ennþá heilt bretti, eða svo gott sem, brettið á auðvitað að vera slétt við brúnina þar sem kanturinn límist á, eða það væri raunhæfast þegar ekki er boddíhækkað.

Sparaðu þér bæði höfuðverk, kostnað og vesen við að boddíhækka (í bráð) og skerðu úr, þá sérstaklega það sem þú sérð rekast saman. t.d. afturstuðarann o.s.f.v.



Þetta er ekki eins slæmt og það hljómar, fer bara illa með dekkin gæti skemmt þau á endanum.
Back to top
Sævar
Sun Oct 04 2009, 02:07p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Ef þú vilt þá máttu koma til mín í Hafnarfjörð í dag og ég get sýnt þér hvernig þetta er á mínum bíl, sem er týpískt dæmi um það hvernig "allt er skorið" ... en minn er auðvitað líka boddíhækkaður en hann þyrfti ekkert að vera það, það er bara betra upp á að fá slaglengri fjöðrun áður en dekkin narta í, þau narta auðvitað alltaf örlítið í við fullan samslátt en það er ekki sem vert er að nefna.


Vertu í bandi 8458799 í dag ef þig langar að skoða þetta.

[ Edited Sun Oct 04 2009, 02:08p.m. ]
Back to top
Sævar
Sun Oct 04 2009, 02:10p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Og varðandi kostnað við boddíhækkun þá eru það auðvitað kubbarnir bara sem kosta eitthvað, þú sleppur við að lengja stýrisstöngina með því að hækka bara 8cm, en þarft auðvitað að hækka gírstangir og lengja bensín áfyllingarrör og huga að bremsuslöngum að framan og þh. þegar verið er að þessu, þetta er mest allt bara föndur.
Back to top
BaraAddi
Sun Oct 04 2009, 06:34p.m.
Registered Member #68

Posts: 34
Komstu að þessu uppá úlfarsfellinu? því ef mér skjátlast ekki þá sá ég bílinn þinn mannlausann í miðju úlfarsfellinu um miðjan dag í gær?
Back to top
G3ML1NGZ
Fri Nov 20 2009, 06:23p.m.
Registered Member #144

Posts: 51
eins og ég skil af þessu þræði þá er nóg að hækka fjöðrun og skera úr brettum fyrir 33" og boddyhækkun sé meira bara fyrir "piece of mind"?

Endilega leiðréttið mig ef ég er í ruglinu
Back to top
LiljarM
Fri Nov 20 2009, 07:19p.m.
Registered Member #38

Posts: 19
Það ætti að vera nóg að skera heilan helling og berja til, en hjá mér þá skerast dekkin í sjálfa grindina, einnig þegar ég fer í smá halla þá skerast dekkin í sjálfa brettakantana
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design