Forums
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda :: Forums :: Almennt spjall :: Kynning
Óttar Freyr Einarsson << Previous thread | Next thread >>
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
G3ML1NGZ
Fri Nov 20 2009, 09:08p.m.
Registered Member #144

Posts: 51
sælir drengir. Ég keyri um á 97 vitöru TDI 4 dyra. og heitir hún Tobba (glöggir munu sjá afhverju á myndinni)

Bilinn fékk ég frá bróður pabba. Hann hafði átt bílinn frá byrjun, hann er létt hækkaður af umboði segir hann. Bíllinn fékk alltaf þjónustu frá umboði og voru kvittanir fyrir gjörsamlega öllu í möppu í hanskahólfinu. Bíllinn vildi ekki uppfyrir 2000snún og taldi hann að vélin væri ónýt og var á leiðinni með hann í hringrás. Þá sagði ég að ég myndi þá frekar taka hann þar sem að ég var að selja 3000gt VR4 sem ég átti á sama tíma.

ég fékk hann í hendurnar í nóvember síðasta ár og var þá farið í það að velta fyrir sér hvað væri að honum, ég lét skipta um tímareim á honum og strekkjaralegu til að vera viss um að það væri ekki orsökin. svo reyndist ekki vera og eftir yfirlit frá einum meistara komumst við að því að hvarfakúturinn var bara stíflaður vegna rólegs akstur fyrri eiganda.

Svo er hann búinn að reynast mér vel sem skólabíll og leikfang síðasta árið.

Núna er ég í Danmörku í grunnnáminu fyrir flugvirkjun. Félaga mínum tókst svo að sannfæra mig á msn um það að kominn væri tími til að ég færi að breyta Tobbunni og koma í leikferðir með honum. Sem tókst þó merkilegt sé því að ég hef alltaf verið á kafi í sportbílum.

Þannig að ég skráði mig hér í von um að læra af meisturum þessarar síðu og kannski að kynnast liði sem getur sagt manni til.

Planið hjá mér er að henda honum á 33".
og einnig að henda í hann boost mæli og manual boost controller, og prufa sig aðeins áfram í að hækka boostið, en menn mega endilega láta heyra í sér áður ef vitað er að vélin taki illa í meiri blástur.

Hér er ég og Tobba mín daginn sem ég "keypti" hana.


og svo gamli minn og jeppi félaga míns í bakgrunni daginn sem ég hafði skipt um innvolsið í millikassanum I GT-inum og komið honum á götuna.


[ Edited Fri Nov 20 2009, 09:13p.m. ]
Back to top
EinarR
Fri Nov 20 2009, 10:51p.m.

Registered Member #52

Posts: 1421
Flottir bílar hjá þér men
Back to top
Rednex
Fri Nov 20 2009, 11:28p.m.
Registered Member #145

Posts: 1
nei ! en hvað þetta er glæsilegur Landcruiser þarna í bakgrunni
Back to top
G3ML1NGZ
Fri Nov 20 2009, 11:30p.m.
Registered Member #144

Posts: 51
Takk Einar, ég sakna vr4 reyndar alveg óheyrilega mikið.

Og þess má geta að ef það var ekki of augljóst þá er Rednex eigandi Land cruiserins

[ Edited Fri Nov 20 2009, 11:31p.m. ]
Back to top
einarkind
Sat Nov 21 2009, 12:04a.m.
einarkind
Registered Member #56

Posts: 244
vertu velkominn flott súkka og heppin að fá þessa fyriri lítið því þær eru ekki á hverju strái þessar dísel vitörur
Back to top
G3ML1NGZ
Sat Nov 21 2009, 12:37a.m.
Registered Member #144

Posts: 51
einhversstaðar heyrði ég því fleygt að aðeins 50tsk diesel vitörur hefðu verið fluttar inn.. en ef einhver er að leita að diesel motor þá klessti félagi minn sína diesel vitöru og er hún á partasölu í kef. Vélin á víst enn að vera í góðu standi. bara smá info fyrir þá sem langar í diesel
Back to top
birgir björn
Sat Nov 21 2009, 12:41a.m.
Biggi
Registered Member #18

Posts: 1803
mig lángar í dísel í foxinn
Back to top
gisli
Sat Nov 21 2009, 12:46a.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Það eru alveg örugglega fleiri en 50 dísel Vitörur, ég veit um svo margar sjálfur. En þær eru ansi góðar enda eru þær keyrðar fram í rauðan dauðann.
Þessi vél væri þrælskemmtileg í fox/samurai, en það er alveg heilmikið rafkerfi með þessu, miklu meira en í 1600 bílnum, svo maður þyrfti að hafa bílinn með til að færa yfir.
Back to top
SiggiHall
Sat Nov 21 2009, 01:33a.m.
Registered Member #61

Posts: 185
Diesel is the devils fuel...
en velkominn
Back to top
olikol
Sat Nov 21 2009, 08:51p.m.
olikol

Registered Member #3

Posts: 633
sammála seinasta ræðumanni
Back to top
G3ML1NGZ
Sun Nov 22 2009, 04:28p.m.
Registered Member #144

Posts: 51
þakka móttökurnar strákar. en nuna hef ég 2 laufléttar spurningar fyrir ykkur.

Hver er gatadeilingin á þessum bílum og hvar get ég fundið brettakanta?
Back to top
Sævar
Sun Nov 22 2009, 04:33p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Gatadeilingin er 5boltX139,7mm

Brettakanta finnur þú hjá Ragga róberts partasala til dæmis, en brettakantar eru aldrei ódýrir, það voru kantar til sölu hérna um daginn...

brettakantar.is hafa búið til kanta á súkkur en þá þarf þá auðvitað að mála ofl...


Best væri að finna þetta einhverstaðar notað, nema auðvitað þú sért tilbúinn að eyða hátt í 100þ í kantana+sprautun
Back to top
G3ML1NGZ
Mon Nov 30 2009, 07:48a.m.
Registered Member #144

Posts: 51
humm, er að læra carbon fiber og trefjaplast vinnu í skólanum nuna, ætli maður prufi sig ekki bara áfram með brettakanta sjálfur
Back to top
hobo
Mon Nov 30 2009, 08:04p.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
Ef það kemur vel út, þá ertu kominn með bissness!
Back to top
rockybaby
Mon Nov 30 2009, 08:24p.m.
rockybaby
Registered Member #148

Posts: 64
'I sjálfu sér er einfalt að búa til kanta en krefst þolimæðar . Kanntarnir sem eru á bílnum hans Sævars smíðaði ég á sínum tíma og það tók tíma að föndra þá til .En því miður eru engin mót til af þeim að ég held, eða að minnsta kosti tók ég ekki mót af þeim , en það er ekkert mikið mál að taka afsteypu af þeim.
Back to top
EinarR
Mon Nov 30 2009, 08:38p.m.

Registered Member #52

Posts: 1421
það væri ekki ervitt að losna við svona kannta hérna
Back to top
Sævar
Mon Nov 30 2009, 09:18p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Árni ég held það sé búið að skera af þeim brúnina til að breyta fyrir 35 tommu, allavega virðist vera frekar ófagmannlega af þeim skorið á brúninni og verkið ekki klárað. En kantarnir eru fínir, svolítið straumlínulaga miðað við boddílínur bílsins en mjög flottir, "öðruvísi".-

[ Edited Mon Nov 30 2009, 09:19p.m. ]
Back to top
rockybaby
Mon Nov 30 2009, 10:54p.m.
rockybaby
Registered Member #148

Posts: 64
Já ég veit að strákurinn sem átti hann á Dalvík sagaði brúnirnar af og eiginlega skemmdi þá að mér finnst . Þegar maður er að föndra svona dæmi einn og hefur ekki neinn í kringum sig til að gefa komment þá enda stundum hlutirnir öðruvísi en maður ætlaði í upphafi. Eins dæmið sýnir Maður gerir bara betur á næstu súkku því ég hef á tilfinningunni að maður endi aftur í Súkku ( einu sinni Súkkumaður alltaf Súkkumaður )
Back to top
G3ML1NGZ
Tue Dec 01 2009, 10:37a.m.
Registered Member #144

Posts: 51
jamm kantarnir á bílnum hjá sævari eru mjög flottir finnst mér, amk af myndum.
Er auðvitað auðveldast að búa til einfalda grind af bretti á bílinn, teygja svo fleece efni yfir, pensla smá herði í það og þá er hægt að taka það af bílnum og klára að smíða það uppá borði hjá sér.
Fyrsta sett myndi bara vera "trial and error" en auðvelt að taka mót af því seinna.
Back to top
gisli
Tue Dec 01 2009, 10:47a.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Ef þessi fleece aðferð virkar, er þá ekki alveg eins hægt að taka mót af kanti sem er þegar á bíl og komast þannig hjá því að taka hann af fyrir mótunina?
Setja fyrst þykkt lag af bóni á kantinn til að herðirinn límist ekki á lakkið?
Back to top
stebbi1
Tue Dec 01 2009, 11:01a.m.
Registered Member #57

Posts: 355
Svo er líka hægt að skella plastfilmu á kantinnn yfir bónið þá ætti þetta að vera gulltrygt
Back to top
G3ML1NGZ
Tue Dec 01 2009, 11:14a.m.
Registered Member #144

Posts: 51
málningartape neðst, plastilma og svo fleece. þá erum við golden held ég.

Og fleece trikkið virkar mjög vel, þannig eru frontarnir á flest græjusetup gerðir.

[ Edited Tue Dec 01 2009, 11:19a.m. ]
Back to top
rockybaby
Tue Dec 01 2009, 01:22p.m.
rockybaby
Registered Member #148

Posts: 64
Best er að bóna með sérstöku mótabóni fyrir fiber ca. 8 sinnum svo setja gelcot yfir þar á eftir 2-3 umferðir af 300-600 gr fibermottur vel bleyttar í polyester , þegar það er orðið þurrt þá steypa 2-3 fiberumferðir í viðbót með einhverjum styrkingum aukalega því mótin eiga það til með að vinda upp á sig þegar steypt er í þau. Svo þegar mótin eru tilbúin þa´þarf að bóna bóna þau ca. 8 sinnum með mótabóninu til að auðvelda manni það að losa úr mótunum.
Þetta er sú aðferð sem ég hef notað til að taka afsteypu af hlutum og hefur ekki klikkað hingað til.
Hef reyndar ekki notað þessa fleeceaðferð en hef séð það á myndböndum og virðist virka vel en það er ekki sami hluturinn að gera hlutinn og horfa á þegar hluturinn er gerður eða það er mín reynsla.
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design