Forums
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
ZoZorro
Thu Dec 03 2009, 04:52p.m.
Registered Member #167

Posts: 8
Ég var að velta því fyrir mér hver almenn eyðsla væri á breyttum súkkum.

Er nefnilega að pæla í því að kaupa eina og langar bara vita gróflega hvað ég á eftir að eyða miklu í hana eftir að ég kaupi hana.
Back to top
Sævar
Thu Dec 03 2009, 04:59p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
16v 1600 vitara

9-13l 100km á 33" með 5.12 hlutföll

Rýmra púströr
K&N filter
Hi clone sem á að gera töfra......


Sumar sukkur af þessari gerð geta eytt allt frá 15-20 ef vélarnar eru vanstilltar þ.e.a.s. kveikjukerfi eða spíssar lélegir. En það kemur þá auðvitað fram við mengunarmælingu enda menga þessir bílar svo gott sem ekkert.



Back to top
gisli
Thu Dec 03 2009, 05:21p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Mín er að eyða 10-12 í innanbæjarakstri, sjálfsagt er það óþarflega mikið.
Back to top
olikol
Thu Dec 03 2009, 05:56p.m.
olikol

Registered Member #3

Posts: 633
ég veit allavega að blæjan hans Sigga óli er ekki að eyða neinu, allavega einu sinni í ferð þá tók fylltan tankinn í bænum og tók svo aftur bensín á Landvegamótum og rétt náði að troða 5L á tankinn. Eru ekki ca. 100 km á landvegamót. Hann er líka með svo kraftmikla vél og fisléttan bíl að vélin finnur ekki fyrir honum


Ég er hinsvegar að eyða alltof miklu innanbæjar alveg í minnstalagi 9L á hundrað, blöndungurinn er líka meingallaður hjá mér, ekki hægt að ná hægaganginum niðurfyrir 2000sn.

[ Edited Thu Dec 03 2009, 05:58p.m. ]
Back to top
gisli
Thu Dec 03 2009, 06:00p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Mér finnst nú 9L innanbæjar bara ansi gott. Eða þá að minn bíll er í ruglinu.
Back to top
Sævar
Thu Dec 03 2009, 06:11p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
fer ekki niður fyrir 9l og ekki yfir 13, sama hvort eg er í lang keyrslu eða innanbæjar, eyðir alltaf svipað fer bara eftir því hvernig ég stend gjöfina.
Back to top
rockybaby
Thu Dec 03 2009, 06:19p.m.
rockybaby
Registered Member #148

Posts: 64
Minnsta eyðsla sem ég náði á vitörunni sem þú átt Sævar ( þegar hún var í minni eigu ) var 8.7 l pr 100km , náði því þegar ég fór kjöl að sumarlagi og var á ca.45 km meðalhraða , vorum þrír í bílnum + útilegubúnaður en þetta var eina skiptið sem ég sá svona lága eyðslutölu , var yfirleitt á bilinu 9.5-12 lítrar pr100km
Back to top
Sævar
Thu Dec 03 2009, 06:41p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Ég finn líka fyrir því í langkeyrslu að bíllinn eyðir meiru á 2600sn í 5 gír á 100 heldur en á 3100 í 4 á 100 og munar þónokkru þar á. Einnig heldur hann fimmta illa undir hundrað í lengri akstri nema við bestu aðstæður (niður brekku, eða enginn mótvindur á sléttum vegi)

Enda er besta nýtni vélarinnar eða tog við 3150sn/m en mesta aflúrtak við 5100 sn/m
Back to top
Binni
Thu Dec 03 2009, 06:52p.m.
Registered Member #165

Posts: 13
hvaða bíl ertu að spá í að kaupa?
Back to top
stebbi1
Thu Dec 03 2009, 07:19p.m.
Registered Member #57

Posts: 355
Suzuki samurai 35" með "flækjum" og aðeins sverara pústi er að eyða um 14L/100 en snúningsmælirinn er nánast alltaf full nýtur.
mesta sem hún hefur farið í hjá mér er eithvað vel yfir 25L/100 í jeppa ferð.
en öll þessi eyðsla er vel þess virði
Back to top
olikol
Thu Dec 03 2009, 08:05p.m.
olikol

Registered Member #3

Posts: 633
ég veit ekki nákvæmlega hvað minn er að eyða er ekki búinn að mæla, skaut bara á 9 því það er alveg lágmark, það er líklegt að hann sé að eyða nær 15L því blöndungurinn er óþekkur og keyri hann líka oft á háum snúningi
Back to top
ZoZorro
Thu Dec 03 2009, 08:08p.m.
Registered Member #167

Posts: 8
http://live2cruize.com/spjall/showthread.php?t=93135
Þessi er girnilegur, en ég veit ekki ennþá hvort að hann sé til sölu.

Annars sýnist mér eyðslan á þessum bílum vera alveg viðráðanleg.

[ Edited Thu Dec 03 2009, 09:02p.m. ]
Back to top
rockybaby
Thu Dec 03 2009, 08:17p.m.
rockybaby
Registered Member #148

Posts: 64
Það væri gaman að sjá stóru jeppakallana keyra stóru jeppana sína í botni eins og gert er á súkkunum og bera svo saman eyðslu á súkkunum og stóru jeppunum , hver hlær best þá .
'eg ek um á defender 90 á 38" með tdi 300 vél sem er frekar sparsöm í eyðslu og er að ferðast með jeppum sem eru á 41"-49" dekkjum tegundir allt frá barbycruiser uppí surburban og eyðslan er svívirðilega mismikil. Hjá mér er eyðslan frá 25-45 litrar á dag á jökli miðað við ca. 8 tíma akstur á meðan eru stærri jepparnir með 40-120 lítra á dag við sömu aðstæður.
Og ekki fæ ég neitt minna útúr þessum ferðum en þeir á stóru jeppunum og ef eitthvað er ánægðari að geta gert þetta á ódýrari hátt en þeir stóru. Alltaf gaman að getað staðið fjölina í botni án þess að verða staurblankur .
Back to top
Sævar
Thu Dec 03 2009, 08:21p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
ZoZorro wrote ...
http://live2cruize.com/spjall/showthread.php?t=93135 Þessi er girnilegur, en ég veit ekki ennþá hvort að hann er seldur. Annars sýnist mér eyðslan á þessum bílum vera alveg viðráðanleg.



Ef mér skjátlast ekki þá er þetta bíllinn hans sigurjon90 hér á sukka.is
Back to top
Dúddinn
Thu Dec 03 2009, 08:40p.m.
dúddinn
Registered Member #132

Posts: 54
Jimny-inn minn fer alveg með uppundir 9 innanbæjar, á veturna og í langkeyrslu hef ég farið með næstum 10 í skítaveðri og snjó og í 4hjóla drifinu og er bara rosalega sáttur við það. En eyðslan hjá okkur fer auðvitað rosalega eftir því hvernig maður keyrir, loftþrýsingin í dekkjum og svo margt fleira..
Back to top
thorri
Thu Dec 03 2009, 09:21p.m.
thorri
Registered Member #10

Posts: 49
Spái ekki í eyðslu, alltaf í botni og bremsa aldrei, þannig á að keyra súkku hehe
Back to top
EinarR
Thu Dec 03 2009, 10:41p.m.

Registered Member #52

Posts: 1421
það er rétt. setja á hann bensín þegar manni sýnist
Back to top
ZoZorro
Fri Dec 04 2009, 07:32p.m.
Registered Member #167

Posts: 8
jaa, þegar maður er nú bara í skóla og er ekkert að vinna, þá þarf maður aðeins að pæla í þessu ;D
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design