Forums
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda :: Forums :: Almennt spjall :: Kynning
Bergur Már Óskarsson << Previous thread | Next thread >>
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
BergurMár
Tue Dec 15 2009, 09:24p.m.
Bergur Már Óskarsson
Registered Member #181

Posts: 123
Bergur heiti ég og var að versla mína fyrstu Súkku, Suzuki Sidekick Sport. Þetta er ágætis tæki og er planið að henda honum á 33 " í jan/feb.


Hann er með topplúgu sem sett var í eftir á, rafmagn í öllum rúðum og fjarstýrðum samlæsingum.
Það er eitt og annað að angra mig sem ég ætla að laga, en samlæsingarnar virðast vera í einhverri fýlu því
þegar ég ýti á "opnu takkann" þá fara tittirnir upp en strax aftur niður, kann einhver ráð við því ?
Annars sýnist mér þetta bara vera þéttur bíll og ég hlakka mikið til að djöflast á honum í vetur
Tek svo betri myndir um helgina, var bara að fá hann fyrir 3 tímum eða svo
Back to top
EinarR
Tue Dec 15 2009, 09:27p.m.

Registered Member #52

Posts: 1421
þetta er flottur bíll. Velkominn!
Back to top
jeepson
Tue Dec 15 2009, 09:55p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
flottur bíll og velkominn:) ég var einmitt að reyna að fá kærasta systir minnar til að kaupa þennan. en hann var greinilega ekki nógu snöggur:p eru einhver fleiri plön en að breyta honum frir 33"
Back to top
BergurMár
Tue Dec 15 2009, 09:59p.m.
Bergur Már Óskarsson
Registered Member #181

Posts: 123
Hehe já þessi kaup gengu frekar snöggt fyrir sig. En ég ætla allavegana að sprauta krómlistann í grillinu svartann, filma aftur í og mögulega leita mér af gluggahlífum. Svo bara reyna að sanka að mér dóti sem kemur sér vel í jeppaferðum !
Back to top
jeepson
Tue Dec 15 2009, 10:18p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
flott að heyra. en er hann orginal svona svartur? mér fynst einhvernvegineins og það sé búið að sprauta bílinn.
Svo er um að gera að talavið EinarR og fá svona flotta súkku límmiða hjá honum:)

[ Edited Tue Dec 15 2009, 10:20p.m. ]
Back to top
Sævar
Tue Dec 15 2009, 10:20p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Sæll vertu Bergur og velkominn.

Þetta með samlæsingarnar er frægt, einn pinnana hlýtur að vera tregur, því þegar þú ýtur einum niður þá eiga allir að fara niður, hinsvegar ef einn er tregur og kemur ekki upp, þá fara allir strax niður aftur.

Þetta gerist t.d. ef eitthvað drasl í skottinu heldur pinnanum í lás.

Eins getur þetta verið tregða í liðamótum.

en hann lítur vel út hjá þér, ertu handviss um að topplúgan sé ekki orginal? Sumir komu orginal með topplúgu MJÖG FÁIR, og þá er þak bílsins allt öðruvísi í laginu. Þessar rákir sem eru í venjulegum súkkuþökum eru mun styttri. Það væri gaman að sjá útfærsluna á þessu hjá þér

En velkominn og það verður gaman að fylgjast með breytingunni á þessum
Back to top
Sævar
Tue Dec 15 2009, 10:22p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
ps rífðu þessa MXSport.is límmiða af og settu flotta Sukka.is límmiða í staðinn
Back to top
BergurMár
Tue Dec 15 2009, 11:08p.m.
Bergur Már Óskarsson
Registered Member #181

Posts: 123
Takk fyrir viðtökurnar strákar. En já ég er alveg viss á topplúgunni því það sést MJÖG greinilega að þetta er allt gert eftir á hehe Svo er hann rúllaður svartur, en kemur samt vel út verð ég að segja. Það passar líka alveg þetta með pinnan í skottinu, ekki sniðugt að sýna fólki á prófloka fylleríi bílinn sinn, einn var eitthvað að fikta í skotthúninum og eftir það var samlæsingin svona !
Back to top
BergurMár
Tue Dec 15 2009, 11:08p.m.
Bergur Már Óskarsson
Registered Member #181

Posts: 123
Og já límmiðar verða keyptir á næstunni !
Back to top
EinarR
Tue Dec 15 2009, 11:26p.m.

Registered Member #52

Posts: 1421
það er eitthvað minna eftir af þeim. Hvað hefðiru í huga?
Back to top
gisli
Tue Dec 15 2009, 11:37p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Ég held að það sé alveg tilefni til að panta fleiri miða á lager. Hvernig er annars bókhaldið á þessu, dugar ágóðinn til að prenta nokkra boli?
Back to top
BergurMár
Tue Dec 15 2009, 11:39p.m.
Bergur Már Óskarsson
Registered Member #181

Posts: 123
ég er til í sukka.is límmiða ef þú átt þannig
Back to top
jeepson
Tue Dec 15 2009, 11:49p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Boli??? ég verð að fá svoleiðis
Back to top
EinarR
Wed Dec 16 2009, 02:24p.m.

Registered Member #52

Posts: 1421
ágóðinn er lítill þar sem það eiga margir eftir að borga
Back to top
gisli
Wed Dec 16 2009, 05:23p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Einar: Sendu mér endilega afrit af Excel skjalinu þínu. Við látum bara óborgaðar pantanir fyrnast núna, þá geta þeir sem vilja kaupa strax fengið sína miða.

Hinir: Þetta er auðvitað jólagjöfin í ár!
Back to top
BergurMár
Wed Dec 16 2009, 10:55p.m.
Bergur Már Óskarsson
Registered Member #181

Posts: 123


ætla að setja þakboga á hann um helgina, þrífa hann og taka myndir í birtu. Svo er ljósið í eiginlega helmingnum af mælaborðinu dautt, ætli það sé eitthvað sambandsleysi eða bara ónýtar perur ?

[ Edited Thu Dec 17 2009, 12:09a.m. ]
Back to top
björn ingi
Sun Dec 20 2009, 12:51p.m.
Registered Member #72

Posts: 365
Vertu velkominn á sukka.is
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design