Forums
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda :: Forums :: Almennt spjall :: Kynning
Guðmundur Óskar << Previous thread | Next thread >>
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
Guðmundur Óskar
Mon Jan 24 2011, 01:22a.m.
Guðmundur Óskar
Registered Member #375

Posts: 22
Komið sælir.

Eftir 7 ár á Corollu 95 sem nýlega fór að gefa sig (þó enginn viti nákvæmlega hvað er að) þá náði ég loksins að næla í draumabílinn, Fox SJ410, árgerð '88.

Þetta er bíllinn sem var auglýstur til sölu hérna á síðunni rétt eftir áramót.
Hann er virkilega góðu standi. Ekki ryðblett að finna og alliur mjög heill. Þarf reyndar að skipta um millikassa í honum. Og það ætla ég að gera hið snarasta.

Annars gæti ég ekki verið sáttari við lífið akkúrat núna. Ótrúlega gaman að vera kominn á alvöru bíl og hlakka til að fara að djöflast á honum.

Myndir koma síðar.

Kv, Guðmundur Óskar
Back to top
Guðmundur Óskar
Mon Jan 24 2011, 01:26a.m.
Guðmundur Óskar
Registered Member #375

Posts: 22
...og auðvitað óska ég eftir að fá inngöngu í klúbbinn.

-g
Back to top
einarkind
Mon Jan 24 2011, 12:55p.m.
einarkind
Registered Member #56

Posts: 244
velkominn í hópin og til hamingju með gripinn farðu nú vel með hann
Back to top
jeepson
Mon Jan 24 2011, 06:27p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Sæll og velkominn. Það er eiginlega bannað að skera þennan
Back to top
Guðmundur Óskar
Tue Jan 25 2011, 03:09p.m.
Guðmundur Óskar
Registered Member #375

Posts: 22
Já það ætla ég ekki að gera. Hann er gullfallegur á 28".
Back to top
Juddi
Tue Jan 25 2011, 04:38p.m.
juddi
Registered Member #173

Posts: 471
Ég held að þið þurfið ekki að hafa áhyggjur sýnist þessi bíll vera komin í mjög góðar hendur hitti eigandan áðan þar sem hann fór mjúkum höndum um hann með svamp og sápuvatni
Back to top
jeepson
Tue Jan 25 2011, 05:33p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Þannig á það að vera
Back to top
Sævar
Tue Jan 25 2011, 06:30p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
hæhæ til hamingju með bílinn takk fyrir að fara vel með hann það verður abyggilega fylgst með þér kæmi mér ekki á óvart ef ómar ragnarson bankaði upp á og eða elti þig með kíki útum allan bæ...

lattu þer ekki bregða

kv. sævar
Back to top
stebbi1
Tue Jan 25 2011, 10:01p.m.
Registered Member #57

Posts: 355
Hvað var að millikassanum í honum? Til hamingju annars
Back to top
olikol
Tue Jan 25 2011, 10:57p.m.
olikol

Registered Member #3

Posts: 633
Þetta er alveg einstaklega vel farið eintak, ætti helst að vera bara á safni.

Það er farinn legan við afturdrifsflangs
Back to top
birgir björn
Tue Jan 25 2011, 11:14p.m.
Biggi
Registered Member #18

Posts: 1803
það verður erfitt að sjá þennan grotna niður í reykjarvíkur saltinu á komandi árum. eeen til hamingju
Back to top
Guðmundur Óskar
Wed Jan 26 2011, 02:03a.m.
Guðmundur Óskar
Registered Member #375

Posts: 22
Við Siggi settum 1300 millikassa í hann. Mér finnst hann þyngast heldur mikið við það, en það þarf bara að skipta um legu í hinum. Þá fæ ég handbremsuna líka til baka.

Svo þarf bara að hætta að salta allt hérna.
Og mun hugsa vel um hann. Rauða refinn.
Back to top
Hafsteinn
Thu Jan 27 2011, 03:02p.m.
Hafsteinn
Registered Member #62

Posts: 547
birgir björn wrote ...

það verður erfitt að sjá þennan grotna niður í reykjarvíkur saltinu á komandi árum. eeen til hamingju

Var hann ekki í Rvk þessi? Er þetta ekki bíllinn sem var alltaf við Flókagötu?
Back to top
ingólfurh
Thu Jan 27 2011, 03:03p.m.
Registered Member #579

Posts: 28
ég get sko sagt þér það að hákasúkki sér verulega eftir þessum bíl og syrgir hann á meðan hann drekkur öl útí danmörku. Endilega farðu vel með hann og til hamingju með hann
Back to top
birgir björn
Thu Jan 27 2011, 03:19p.m.
Biggi
Registered Member #18

Posts: 1803
Hafsteinn wrote ...

birgir björn wrote ...

það verður erfitt að sjá þennan grotna niður í reykjarvíkur saltinu á komandi árum. eeen til hamingju

Var hann ekki í Rvk þessi? Er þetta ekki bíllinn sem var alltaf við Flókagötu?

hann var á akureiri og var nú ekki buin að vera leingi á flokagötu, svoleiðis að "alltaf" er kanski full þungt í árina tekið

[ Edited Thu Jan 27 2011, 03:19p.m. ]
Back to top
Guðmundur Óskar
Tue Feb 01 2011, 05:00p.m.
Guðmundur Óskar
Registered Member #375

Posts: 22
Hann fór nú ekki langt. Stendur ennþá við Flókagötu þar sem ég bý, bara aðeins ofar.
Back to top
birgir björn
Tue Feb 01 2011, 05:16p.m.
Biggi
Registered Member #18

Posts: 1803
Guðmundur Óskar wrote ...

Hann fór nú ekki langt. Stendur ennþá við Flókagötu þar sem ég bý, bara aðeins ofar.

LOL
Back to top
Sindri A
Sun Feb 06 2011, 02:47a.m.
Registered Member #598

Posts: 1
Sá þennan við Flókagötuna um daginn. Svaka flott að hafa tvo svona flotta bíla í götunni, sá reglulega BMW 2002 þarna í sumar.
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design