Forums
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda :: Forums :: Almennt spjall :: Kynning
Guðni Freyr Ómarsson << Previous thread | Next thread >>
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
Guðni
Mon Sep 07 2009, 01:00a.m.
Registered Member #20

Posts: 28
Sælir. Guðni heiti ég og er 18 ára gamall súkku aðdáandi.
Ég er búinn að eiga nokkrar súkkur á mínum stutta bílaáhugaferli en þar ber helst að nefna sutta 33" vitöru sem Þorri hér á spjallinu á í dag og svo átti ég eina svarta á 36" blöðrum sem var alveg hreint magnað fyrirbæri þegar það kom að því að drífa eitthvað á fjöllum.

En allt kom fyrir ekki að mér vantaði bíl í síðustu viku svo að á föstudaginn s.l. þá festi ég kaup á 4. súkkunni en hún er af gerðinni Vitara og er á 35" dekkjum sem er hreinlega skítmix troðið undir. Bíllinn er hækkaður um ca. 2 tommur á boddy sýnist mér(án þess að vera með það alveg á hreinu). Einhverjir klossar eru undir gormunum að aftan var mér sagt og svo er bíllinn knúinn áfram af 1600cc 16v mótor. Hann er beinskiptur og virkar þetta bara sem þokkalegast bíll fyrir utan smá hluti sem þarf að laga sem fyrst, þar ber helst að nefna hjólalegu og svo mætti alveg kíkja á bremsurnar.

En nóg komið af lýsingu á bílnum, þið megið búast við því að sjá hann á næsta fundi, er ekki ennþá búinn að komast í að taka myndir af kvikindinu en það kemur vonandi bráðum.
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design