Online

Welcome

Chatbox

Poll

Eldgosför um páska
Ákveðið hefur verið að hittast við Select á vesturlandsvegi klukkan 16:00 á fimmtudag næstkomandi, 1 apríl.

Ferðinni verður heitið frá bænum og strauað austur í Sólheimahjáleigu og þar upp á sólheimajökul, keyrt eftir trakki frá helginni síðustu eða eftir förum annarra bíla bjóði aðstæður upp á það.

Markmið ferðarinnar er að sjá gosið bæði í björtu og þegar fer að rökkva, og vonumst við til að geta verið komin upp að gosinu um kvöldmatarleyti. Svo getum við keyrt upp að Fimmvörðuskála og spjallað saman og borðað.

VHF rás 47 (bein -f4x4)



Spáð er frosti og örlítilli N-A. átt sem ætti ekki að koma að sök, klæðist ferðafólk vel og hafi gott nesti.

Sjálfsagt þykir að menn sameinist í bíla og deili eldsneytiskostnaði en gaman væri að sjá sem flestar súkkur á fjöllum og myndavélar á hverju strái.


Hér er umræða um áætlaða ferð og verða upplýsingar sendar þar breytist ferðaáætlun svo sem ef veðurspá versnar.

Þráður á spjallið um Gosferð
Sævar on Sunday 28 March 2010 - 21:31:09 | Read/Post Comment: 1

Nýtt á spjallinu

�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu.