Opnun nýrrar heimasíðu Súkkuklúbbsins á Íslandi
Góða kvöldið. Ég kynni með stolti nýja vefsíðu Súkkuklúbbsins á Íslandi.

Gamla síðan var heldur einhæf og "dauð" og því samsvarandi stækkun klúbbsins og áhuga á útbreiðslu höfum við ákveðið að opna þennan nýja vef.

Þar af leiðir að þessi vefur verður betur útlistaður, hér verður virkt spjallborð, fréttir uppfærðar reglulega og ekkert lát gefið á hvort sem um krapa- eða harðfennistíð er að ræða!

Hugmyndir eru uppi um að hafa á vefnum upplýsingatorg, þá bæði þar sem meðlimir klúbbsins geta kynnt sig og sína bíla, auk þess sem vettvangur fróðleiks um þessa tilteknu bíltegund myndast.
ADMIN on Tuesday 28 April 2009 - 20:16:07 | Read/Post Comment: 5
Comments
olikol
29 Apr : 22:07
Reply to this
bara prufa.........
gisli
10 May : 17:51
Reply to this
Sælir strákar, þið eru snillingar!
Ég skal leggja í púkk um að splæsa í lén fyrir þetta, hvað kostar það?
Svo er alveg óþarfi að tala um BMW á forsíðunni, þá er illa farið með góðan vef.
kv.
Sveri
Sævar
11 May : 21:13
Reply to this
Sælar, .com lén er að kosta rétt rúmar 3000 krónur árið þar sem ég hef keypt það. á http://no-ip.com

Ábyggilega til annarsstaðar ódýrar en spurning um hversu traustverðugar ýmsar stofnanir eru yfir internetið. NO-IP hefur reynst mér vel og ég hafði ímyndað mér að http://icezuki.com væri töff
olikol
12 May : 10:06
Reply to this
Þurfum bara að halda fund sem fyrst til að ræða þessi mál.
gisli
12 May : 17:42
Reply to this
Ég býðst til að halda fund fyrir vefnefnd klúbbsins. Skal meira að segja bjóða uppá sætvatn og mola. Klósett á staðnum og allt.
Hvenær viljiði koma?

Comments are locked
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design