NIÐRITÍMI
Jæja súkkarar, súkka.is hefur verið dauð frá því á fimmtudag, einhver bensínstífla að ég held.

Skellti spíssahreinsi á kvikindið og hún datt í gang "eða hitt og heldur"

það hefur gengið á með hamarshöggum og "blái lykillinn" óspart notaður á viðkvæma tölvuíhluti hérna í tölvuverinu sem heitir herbergi mitt á heimili mínu


í fullri alvöru þurfum við að fara að huga að því að færa sukka.is á alvöru netþjón, nú þekki ég svoleiðis þjónustur ekki neitt né hvernig færslan fer fram. Eg veit bara að það kostar en eins og þetta hefur verið undanfarið, að síðan liggji niðri nokkra daga í senn er auðvitað ekki súkkueiganda bjóðandi.

Þekkið þið ódýr en góð netþjónafyrirtæki? Hér á íslandi!?



mbk. Sævar, sem kom síðunni í gang aftur fyrir einskæra heppni(veit ekkert hvernig... en það tókst eftir 2 sólarhringa strögggll)
Sævar on Sunday 31 October 2010 - 11:02:32 | Read/Post Comment: 11
Comments
eyjabangsinn
31 Oct : 11:09
Reply to this
Þeir hjá http://www.1984.is eru með hagstæða hýsingu. Hef ekki prófað þá sjálfur en skilst þeir séu öruggir.
Hafsteinn
31 Oct : 12:24
Reply to this
Ég er með nokkra vefi hjá 1984.is og þeir hafa reynst mér mjög vel og eru mjög hagstæðir.. mæli með þeim...
hobo
31 Oct : 13:25
Reply to this
Mikið var! Ekki skemmtilegt að vera sukka.is-laus yfir helgi
Sævar
31 Oct : 14:03
Reply to this
þess má geta að bergur már er eiginlega höfuðundirstaða þess að síðan er í gangi núna en hann lánaði súkkuklúbbnum vefþjón til að halda uppi síðunni.
ingolfurkolb
02 Nov : 09:37
Reply to this
Ætli Suzuki umboðið sé ekki með svona vefþjón, kannski eru þeir til í að hýsa sukka.is.

Comments are locked
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design