Forums
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda :: Forums :: Almennt spjall :: Smáauglýsingar :: Dekk og felgur
Hjálp!!! Sárvantar fyrir mánudag!!!! << Previous thread | Next thread >>
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
jeepson
Fri May 07 2010, 12:33p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
sælir félagar. Mig sárvantar að fá lánuð 31" eða 32" dekk á felgum undir súkkið mitt fyrir mánudag. Ég er að fara með bílinn í skoðun og fæ ekki skoðun á hann á 33" dekkjunum. Og hef ekki efni á breytingarskoðun í augnablikinu. Er einhver hérna á vestfjörðunum sem gæti lánað mér dekk á felgum til að kíkja í ksoðun með bílinn á mánudag. Þá helst einhver sem er hérna í dýrafirði, önundarfirði, súandafirði, ísafirði Bolungarvík eða Súðavík??????? 33" dekkin eru skítnum 15mm of há til þess að ég geti fengið skoðun án þess ða fara með bílinn í breytingar skoðun. En 32" sleppa. Dekkin meiga líka 29 eða 30" bara að þau séu skoðunar hæf

Back to top
jeepson
Sat May 08 2010, 06:51p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Engin???
Back to top
Þorvaldur Már
Sat May 08 2010, 08:46p.m.
Registered Member #128

Posts: 126
á bróðir þinn ekki súkku á minni dekkjum ?
Back to top
jeepson
Sat May 08 2010, 10:00p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Jú hann er bara að nota bílinn sinn.
Back to top
Mosi
Sat May 08 2010, 10:44p.m.
Registered Member #74

Posts: 41
Þó það sé langsótt!!! þá á ég á 31" á felgum sem eru á Dalvík/Akureyri sem ég er búinn að selja og þarf að koma suður í höfuðborgina, ef þú veist um ferð með millilöndun fyrir vestan er þér velkomið að nýta þau í skoðun hahaha
Back to top
jeepson
Sat May 08 2010, 11:49p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Mosi wrote ...

Þó það sé langsótt!!! þá á ég á 31" á felgum sem eru á Dalvík/Akureyri sem ég er búinn að selja og þarf að koma suður í höfuðborgina, ef þú veist um ferð með millilöndun fyrir vestan er þér velkomið að nýta þau í skoðun hahaha


Þakka þér æðislega fyrir það. En já það er kanski soddið langsótt. Ég ætla að reyna að semja eitthvað bróðir minn á morgun. Ég ætla svo að reyna að fara með bílinn í breytingar skoðun í haust. eða bara á næsta ári þegar næsta skoðun er. Hefði ég verið á 32" þá hefði ég sloppið við þetta þar sem að 33" er ekki nema skítnum 15mm fyrir ofan þessi 10% skekkju mörk.
Back to top
Magnús Þór
Sun May 09 2010, 12:12p.m.
Magnús Þór
Registered Member #80

Posts: 143
er breytingarskoðun ekki 36" ?
Back to top
Sævar
Sun May 09 2010, 01:30p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Breytingarskoðun er alltaf miðuð við þá dekkjastærð sem bíllinn kemur á í skoðun. Því er ekki nauðsyn að breytingarskoða bíla komi þeir á orginal dekkjum í skoðun þó augljóst sé að bíllinn sé gerður fyrir stærri dekk
Back to top
jeepson
Sun May 09 2010, 03:02p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Akkúrat. og ég hefði sloppið ef ég hefði verið á 32" dekkjum. því 33" er 15mm upp fyrir þessi 10%
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design