Forums
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda :: Forums :: Almennt spjall :: Almennt spjall
Hvað er að gerast í skúrnum?? nr 2 << Previous thread | Next thread >>
Go to page  1 2 [3]
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
hobo
Sun Sep 26 2010, 06:18p.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
Já þurfti að losa tölvuna og beygði einnig brakketið sem heldur henni (komst ekki í að losa það alveg).
Þá náði ég með naumindum að draga öxulinn úr sem fylgir pedalanum.
Þetta er orðið bísna gott núna.
Back to top
Sævar
Sun Sep 26 2010, 06:21p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Já ég þyrfti að koma þessu í verk hjá mér líka, pedalarnir sérstaklega bremsa og kúpling halla líka svo óþægilega eftir að ég hækkaði sætin.
Back to top
stebbi1
Mon Sep 27 2010, 03:02p.m.
Registered Member #57

Posts: 355
Til hvers eruð þið að breyta þessum pedölum hjá ykkur? bara svona forvitnisspurning.
Annars þyrfti ég nú að vera iðnari í skúrnum súkkugreyið býður bara fyrir utann skúr með brotið millikassahús og ónýtar framhjólalegur, svona ásamt ýmsu öðru smálegu
Back to top
hobo
Mon Sep 27 2010, 04:29p.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
Eftir að búið er að banka gólfið inn til að búa til pláss fyrir stærri dekk, minnkar plássið undir kúplingspedalann en hann þarf ákveðið travel til að kúplingin slíti alveg.
Back to top
einarkind
Wed Sep 29 2010, 10:50a.m.
einarkind
Registered Member #56

Posts: 244
minn er að verða tilbúinn víííí
Back to top
jeepson
Wed Sep 29 2010, 06:16p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Ég er að dunda mér í skoda pickup sem að ég eignaðist fyrir stuttu. veit ekkert hvað ég mun gera við hann. En hann verður líklegast til sölu.
Back to top
kjellin
Wed Sep 29 2010, 09:44p.m.
Registered Member #54

Posts: 270
a hvað
Back to top
hobo
Sun Oct 10 2010, 03:22p.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
Hvað er bogið við þessa mynd?

Back to top
Brynjar
Sun Oct 10 2010, 03:53p.m.
Registered Member #26

Posts: 445
reimdrifinloftdæla í húddið ?
Back to top
BoBo
Sun Oct 10 2010, 04:01p.m.
Gabríel kárason
Registered Member #370

Posts: 503
veit nú ekki nafnið á þessum hlutum en þessi hluttur sem bókstaflega stenndur úppúr og líka staunginn sem heldur húddinu uppi er bogin
Back to top
Sævar
Sun Oct 10 2010, 04:54p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
PCV hosuklemman er ekki á réttum stað, ef þessi hosa dettur af þá gengur bíllinn ekki, prufaðu að hafa hann í hægagang og kreista þessa slöngu þá steindrepst á bílnum...

Kippa þessu í lag annars sama og strákarnir sögðu hér að ofan.
Back to top
hobo
Sun Oct 10 2010, 05:18p.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
Já rétt er það, algjör tilraunastarfsemi hjá mér.
Slátraði 2ja ára, góðri loftpressu sem ég átti og ætla að reyna að troða henni í húddið. Ef þetta gengur upp getur hún dælt 240 ltr/min en það miðast við ákveðinn snúningshraða. Það ætti þá ekki að taka langan tíma að pumpa í 4 dekk.
Varðandi hosuklemmuna, þá er sogrörið frá síuhúsinu ekki þarna heldur þar sem verið er að máta þessi ósköp, og skýrir það málið.
Back to top
hobo
Sun Nov 14 2010, 09:17p.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
Jæja, Var núna áðan að skera úr hægra frambretti til að dekkin hætta að rekast í. Þarf einnig að skera af endann á sílsinum, jafnvel aðeins úr gólfinu en það kemur í ljós annað kvöld þegar hafist verður handa á því. Ætla að taka aðeins meira en minna því ég nenni ekki að standa meira í svona boddívinnu(ekki uppáhaldið) eftir þetta.
Ég neyðist til að klára þetta í vinnunni þar sem rafsuðan er þar plús að slípirokkurinn minn andaðist áðan.:((
Back to top
jeepson
Mon Nov 15 2010, 04:55p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
hobo wrote ...

Jæja, Var núna áðan að skera úr hægra frambretti til að dekkin hætta að rekast í. Þarf einnig að skera af endann á sílsinum, jafnvel aðeins úr gólfinu en það kemur í ljós annað kvöld þegar hafist verður handa á því. Ætla að taka aðeins meira en minna því ég nenni ekki að standa meira í svona boddívinnu(ekki uppáhaldið) eftir þetta.
Ég neyðist til að klára þetta í vinnunni þar sem rafsuðan er þar plús að slípirokkurinn minn andaðist áðan.:((



R.I.P Lítið að frétta hjá mér. Ég er auðvitað búinn að selja hana suzie mína. En stefni nú að fá mér fox um leið og finn svoleiðis á góðu verði. Annars er ég kominn á patrol og bara hellvíti sáttur sem komið er.
Back to top
baldur
Mon Nov 15 2010, 11:43p.m.
Registered Member #37

Posts: 51
Hobo, ertu með einhverja kúplingu á þessa loftpressu eða ætlarðu bara að nota afblástursventil til þess að stjórna þrýstingnum eins og gert er í vörubílunum?
Back to top
hobo
Tue Nov 16 2010, 07:42a.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
Ég verð að hafa kúplingu þar sem þetta má ekki snúast endalaust hratt og mikið.
En mig skortir bara tíma til að standa í þessu, lítið að gerast þessa stundina.
Back to top
hobo
Tue Nov 16 2010, 06:46p.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
Best að leiðrétta þetta hjá mér, var á hlaupum í morgun og nývaknaður að auki.
Pælingin var að hafa enga reim þegar bíllinn er í akstri, drepa svo á og smella reiminni uppá með hjálp reimastrekkjara. Setja síðan í gang og whalla, fullt af lofti.
Var búinn að detta í hug að bæta trissuhjóli utan á stýrisdæluhjólið sem átti svo að drífa loftdæluna.
Þetta kallast örugglega skítamix á góðri íslensku og er ekkert víst að þetta virki.
Back to top
Sævar
Tue Nov 16 2010, 07:06p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Er mikið nojjj að mixa á þetta AC dælu kúplingu
Back to top
hobo
Tue Nov 16 2010, 07:34p.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
Ég bara veit það ekki, hef ekki svoleiðis undir höndum. Ég er svo mikill nirfill að maður reynir að nýta allt sem maður á til sjálfur. Ef einhver á til AC kúplingu fyrir lítið væri ég til í að skoða það.
Back to top
Sævar
Tue Nov 16 2010, 07:36p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
hef aldrei tekið svona kúplingu sundur en hefði ímyndað mér að þetta væri nokkuð eðlileg trissa að öðru leiti, en hvort öxullinn sjálfur flytur strauminn eða hvort snertlan fari beint á trissuna þekki ég ekki.
Back to top
hobo
Tue Nov 16 2010, 07:44p.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
Ég þarf að gramsa líka í vinnunni. Svona kúpling er notuð í smábátum á spúldælum. Gæti verið til þar en ég efa það.
Back to top
Tryggvi
Tue Nov 23 2010, 11:41p.m.
Registered Member #356

Posts: 198
Sælir

Skipti nýlega um 4WD rofan á millikassan og einnig 4WD Low Range rofann. Við það hætti 4WD ljósið að loga stöðugt í mælaborðið En ég bjóst við að Service Engine Soon myndi fara við að skipta um 4WD Low rofan. Enda P1875 kóði í ECM sem bendir til þess að 4WD Low Range rofinn sé einmitt bilaður... Það ljós fór því miður ekki. Það er heil önnur saga, þarf að spyrja ykkur ráða í öðrum þræði með það

Svo stefni ég á það að fara skella á samlituðu rúðuþurkurnar sem ég er búinn að vera dunda við að sandblása, grunna, samlita og glæra heima í skúr hjá pabba síðustu vikur. Þarf að vara vinna í aftur þurkunni núna fljótlega líka.

Kveðja,
Tryggvi
Back to top
BoBo
Wed Nov 24 2010, 12:46p.m.
Gabríel kárason
Registered Member #370

Posts: 503
sælir ég er búinn að vera vina í því að laga litin, sparsla og taka ryð af bílnum mínum og aðeins að gera meyra pláss í skotinu. hendi mindum á uppgerðar þráð í kvöld eða morgun
Back to top
Go to page  1 2 [3]  

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design