Forums
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda :: Forums :: Almennt spjall :: Almennt spjall
skera úr fyrir dekkjum << Previous thread | Next thread >>
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
AtrumMilitis
Sat Oct 10 2009, 11:04p.m.
Registered Member #89

Posts: 6
ég er með lödu sport sem ég vil koma á 31 tommu dekk, dekkin passa undir og rekast ekkert í þótt sé djöflast á dempurunum en síðan þegar maður snýr stýrinu þá kemur vandamálið, rekst í innra brettið hægri meigin þegar það er beygt til hægri og vinstri þegar maður fer til vinstri,

hefur einhver hér reynslu á að skera út fyrir þessu ? og hvort mótorinn eða aðrir partar þoli 31"/10.5 dekk...

veit að þetta er súkku síða en það gæti verið einhver hér með smá reynslu af þessu
Back to top
jeepson
Sat Oct 10 2009, 11:27p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
bíllinn á alveg að þola þetta. men hafa sett 33" undir þessa bíla og ekkert vesen af minni vitund. en spurningin er hvort að þú farir ekki bara með stóra sleggju og berjir innri brettin aðeins inn. það gæti alveg dugað.
Back to top
AtrumMilitis
Sun Oct 11 2009, 01:32a.m.
Registered Member #89

Posts: 6
jaa... ætluðum að reyna það, erum bara ekki með neina aðstöðu eins og er vegna framkvæmda fyrir framan húsið og bezt að nota tíman í að kynna sér þetta betur fyrst maður hefur þennan auka tíma
Back to top
Sævar
Sun Oct 11 2009, 02:47a.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Ég veit allavega um tvo svona bíla óupphækkaða, en á 33" dekkum.

[ Edited Sun Oct 11 2009, 02:49a.m. ]
Back to top
Bragi
Sun Oct 11 2009, 02:59a.m.
Registered Member #91

Posts: 5
ég hef breytt einum svona bíl á 33" án þess að hækka hann, þarf að vísu að skera slatta mikið úr við framdekkin til þess að það virki, 31" ætti ekki að vera mikið mál...
Back to top
SiggiHall
Sun Oct 11 2009, 10:52a.m.
Registered Member #61

Posts: 185
Bara vaða á þetta með stóru sleggjuna
Back to top
EinarR
Tue Oct 13 2009, 01:58p.m.

Registered Member #52

Posts: 1421
Ekki verra ef frambrettið er tekið af áður en það er gert
Back to top
Sævar
Tue Oct 13 2009, 07:07p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Ladan er svo skemmtileg að því leiti að brettin eru soðin á frá verksmiðju.
Back to top
björn ingi
Tue Oct 13 2009, 07:37p.m.
Registered Member #72

Posts: 365
Afhverju ekki fara bara alla leið og setja Löduboddý á Súkkugrind. Þessi Lada var í Skagafirði og er kannski enn og er á Willis grind
og er á 44" mudderum. Svaka tæki.

Mynd af vef f4x4

[ Edited Tue Oct 13 2009, 07:40p.m. ]
Back to top
gisli
Tue Oct 13 2009, 08:55p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Er maður þá ekki kominn með tvær grindur í bílinn? Eða er Sportarinn á sjálfstæðri?
Back to top
björn ingi
Tue Oct 13 2009, 10:50p.m.
Registered Member #72

Posts: 365
Lada Sport er með sjálfberandi boddý eins og fólksbíll. Það er tæplega nógu sterkt til að ráða við öflugri hásingar og mikið stærri dekk en orginal.
Back to top
gisli
Tue Oct 13 2009, 11:27p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Er það þá eitthvað veikara en Cherokee? Ég myndi halda að hásingar héldu boddíinu uppi, en ekki boddíið hásingunum
En sitt sýnist hverjum.
Back to top
Sævar
Tue Oct 13 2009, 11:33p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Lada er bara hrákasmíð og ber að umgangast með gát. Best er að breyta þeim sem mest því þeir versna lítið.
Back to top
björn ingi
Wed Oct 14 2009, 12:28a.m.
Registered Member #72

Posts: 365
Lada Sport var nú einu sinni kölluð teygjusport, því að sagan segir að einhver tíman þegar verið var að draga slíkan grip úr góðri festu hafi ekki verið hægt að loka hurðunum á eftir því dyrastafurinn hafði gengið til. Bíll á grind er alltaf sterkari en sjálfberandi boddý en þau er auðvitað mikið léttari og Cherokee er áræðanlega sterkari en Ladan. Samt er ég ekki að gefa skít í Löduna þetta eru að mörgu leiti seigir bílar og með mjög góða fjöðrun. Þessi hugmynd með Löduboddý á Súkkugrind var nú bara til að reyna að betrumbæta Löduna
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design