Forums
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda :: Forums :: Almennt spjall :: Almennt spjall
Vitara VS Sidekick << Previous thread | Next thread >>
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
Hafsteinn
Mon Oct 12 2009, 09:09a.m.
Hafsteinn
Registered Member #62

Posts: 547
Sælir súkkufélagar!

Nú þekki ég þessar tegundir ekki neitt og hef voða lítið umgengist þær, en ég hef mikið velt fyrir mér muninum á þessum tegundum. Ef mér skjátlast ekki því meira, þá eru þetta nákvæmlega eins bílar.

Svo ég spyr, aðeins fyrir forvitnis sakir: Hver er munurinn á þessum bílum?

[ Edited Mon Oct 12 2009, 09:12a.m. ]
Back to top
gisli
Mon Oct 12 2009, 09:50a.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Veit að Sidekick er með samlokuljósum, sem er ókostur í mínum huga. Annars hlýtur Sævar að vera með þetta á hreinu.
Back to top
SmáriSig
Mon Oct 12 2009, 10:04a.m.
Registered Member #22

Posts: 31
Hvað eru samlokuljós?
Back to top
gisli
Mon Oct 12 2009, 10:52a.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Svona leiðinda amerískt system, engin pera í því, verður að skipta um allt ljósið ef það bilar.
Back to top
Sævar
Mon Oct 12 2009, 10:57a.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Það eru ekki allir Sidekick með samlokuljós það eru aðallega bílarnir frá 89 til 91 en þeir eru mjög sjaldgæfir hérna á Íslandi.

Sidekickinn kom oft orginal með 5.12 hlutföll og 2 dyra 8 ventla bíllinn með 5.42 hlutföll


sidekickinn er með hliðarljós, gul að framan sem eru tengd sem stefnuljós líka, og rauð á afturbretti

innréttingin í sidekick er allt önnur

og ef mér skjátlast ekki þá hef ég lesið að hlutfall í millikassanum sé lægra í lága drifinu.



eins komu sidekick í öðrum litum en vitara
Back to top
björn ingi
Mon Oct 12 2009, 11:33a.m.
Registered Member #72

Posts: 365
Ef mig minnir rétt þá var Sidekick Ameríkutýpa og er þess vegna með þessi hliðarljós og ýmislegt öðruvísi eins og Sævar bendir á en í grunninn sami bíll.
Back to top
Sævar
Mon Oct 12 2009, 11:39a.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Sidekickkin sem við sjaum á íslandi er yfirleitt samansettur í kanada
Back to top
SmáriSig
Mon Oct 12 2009, 01:21p.m.
Registered Member #22

Posts: 31
hvernig er 1800 sidekick sport mótorinn? eitthvað varið í hann ? og almennt hvernig eru sidekick sport að koma út ?

[ Edited Mon Oct 12 2009, 01:23p.m. ]
Back to top
Sævar
Mon Oct 12 2009, 01:44p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Fínustu bílar, bara verst hvað þeir eru ólíkir Vitara og sidekick, t.d. í fjöðrun og svoleiðis. Svo er framendinn á boddíinu líka lengri, bremsurnar eru öðruvísi o.s.f.v.


annars bara fínustu bílar ekkert út á þá að setja, en þessi 1800 vél er ekki það mikið sprækari en 1600 að ég myndi nenna að skipta henni út, hún fyllir líka þokkalega vel út í húddið og gerir allar viðgerðir leiðinlegar.


Reyndar koma allir sidekick sport með sílsaplasti og plasti neðarlega á hurðunum og undir þessum plöstum vill ryðga tilheyrilega, þannig skoðaðu það sérstaklega vel.

eins er líka tímakeðja í þessum mótor þannig skoðaðu allt bank og leka mjög vel

[ Edited Mon Oct 12 2009, 02:20p.m. ]
Back to top
Hafsteinn
Mon Oct 12 2009, 02:05p.m.
Hafsteinn
Registered Member #62

Posts: 547
Okei, takk fyrir svörin.. þetta er allt að skýrast

Þannig að basicly sami bíll, bara ameríkutýpa?
Back to top
SmáriSig
Mon Oct 12 2009, 02:43p.m.
Registered Member #22

Posts: 31
Sævar wrote ...

Fínustu bílar, bara verst hvað þeir eru ólíkir Vitara og sidekick, t.d. í fjöðrun og svoleiðis. Svo er framendinn á boddíinu líka lengri, bremsurnar eru öðruvísi o.s.f.v.


annars bara fínustu bílar ekkert út á þá að setja, en þessi 1800 vél er ekki það mikið sprækari en 1600 að ég myndi nenna að skipta henni út, hún fyllir líka þokkalega vel út í húddið og gerir allar viðgerðir leiðinlegar.


Reyndar koma allir sidekick sport með sílsaplasti og plasti neðarlega á hurðunum og undir þessum plöstum vill ryðga tilheyrilega, þannig skoðaðu það sérstaklega vel.

eins er líka tímakeðja í þessum mótor þannig skoðaðu allt bank og leka mjög vel

Ertu þá að tala um að hún myndi fylla vel í húddið í swappi eða þá bara í original sidekick sport. og líka, er þetta leiðinleg fjöðrun þegar að bíllinn er á 33"?
Back to top
Sævar
Mon Oct 12 2009, 02:52p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Sidekick sport er með lengri spyrnur en vitara og sidekick að framan og lengra á milli, þannig þær eru bæði sterkari og fjaðra stöðugar, minni sveiflur. Þannig eflaust eru þeir betri á 33" en aðrar súkkur.

Hinsvegar er spindillinn neðri þrykktur í spyrnuna og því þarf að skipta um heila spyrnu ef spindillinn fer að slitna.


Húddið er jafn breitt í bílunum, en ekki jafn langt.

Það er 4 tíma vinna á verkstæði að skipta um tímakeðju í þessum bílum

Og mig langar hreint sagt ekki að lenda í að skipta um heddpakkningu í svona bíl, en það er víst ekki síður algengt en í 1600 bílnum.
Back to top
stebbi1
Mon Oct 12 2009, 04:55p.m.
Registered Member #57

Posts: 355
Sævar wrote ...

Hinsvegar er spindillinn neðri þrykktur í spyrnuna og því þarf að skipta um heila spyrnu ef spindillinn fer að slitna.


Ég held að þetta sé eins í bílnum hjá afa en það V6 vitara árg 96. eru það eithvað öðruvísi bílar en bara venjuleg vitara?
Back to top
gisli
Mon Oct 12 2009, 05:11p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Held að þetta sé eins á 1800, V6 og Dísel Vitara, þ.e. breiðari spyrnur, breiðari afturhásing, lengra húdd.
Back to top
Sævar
Mon Oct 12 2009, 05:32p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Já, þessir bílar eru allir með það sameiginlegt að hafa svokallaðan "facelift" framenda.
Back to top
jeepson
Tue Oct 13 2009, 03:19p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
jæja spekingar. fyrst að við erum að tala um þessa bíla. þá er ég að fá sidekick. í honum er 1600 mótor. hvernig er hann að koma út? er tímareim eða keðja? ég hef heyrt að 1600 sidekick sé sprækari en 1600 vitara. og svo að það séu lærri hlutföll í honum.
Back to top
Sævar
Tue Oct 13 2009, 03:36p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Þetta er sami G16B mótorinn, í ameríku voru hvarfakútarnir öðruvísi, og í einhverjum vitörum komu flækjur, 4-2 orginal.

Þeir bílar eru skráðir 73 KW en aðrir eru skráðir 70 eða 71 í skráningaskírteini.

Sidekickin er örugglega talinn sprækari en vitaran útaf hlutföllunum.

Eins skilst mér að það séu lægri millikassahlutföll í lága í sidekick
Back to top
Sævar
Tue Oct 13 2009, 03:37p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
ps það er tímareim og vélin slær niður 4 ventlum ef hún slitnar.

[ Edited Tue Oct 13 2009, 03:37p.m. ]
Back to top
jeepson
Tue Oct 13 2009, 08:09p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Sævar wrote ...

ps það er tímareim og vélin slær niður 4 ventlum ef hún slitnar.


jæja þá er best að kanna hvernig það er með tíma í þessum. hringi í félaga minn á eftir hann breytti þessum bíl. og skipti víst um hedd og hedd pakningu.
Back to top
Sævar
Tue Oct 13 2009, 08:55p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Það er klukkutímajobb fyrir vanan mann að skipta um reim í þessum mótor, ótrúlega þægilegt
Back to top
jeepson
Tue Oct 13 2009, 09:31p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
ég er búinn að hringja í félaga minn og tékka á þessu. það er alt í góðu lagi. hann skipti um reim og það sem henni fylgir þannig að ég er í góðum málum:D
Back to top
nikkii
Wed Oct 28 2009, 11:06a.m.
Registered Member #110

Posts: 15
en þið sem eru svolítið reyndir í þessu og vita meira um þetta hvorn af þessum bílum og hvaða týpa mynduð þið fá ykkur?
Back to top
gisli
Wed Oct 28 2009, 01:32p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Ég myndi velja Vitöruna ef um tvo svipaða bíla væri að ræða og á sambærilegu verði. Hef bara á tilfinningunni að hún sé vandaðri.
Ef Sidekick fæst mikið ódýrari er samt ekki spurning að velja hann. Svo endar maður með því að mixa þetta svo mikið að upphaflega standið skiptir hvort eð er engu.
Back to top
Sævar
Wed Oct 28 2009, 02:09p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Sidekickin á það til að ryðga hraðar,aðallega þó vegna þess að hann kemur orginal með plast silsa og brettaköntum sem halda saltinu
á málminum, annars er ekkert út ásidekick að setja nema hrárri innretting
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design