hefuru eithverja hugmynd um hver eigandi var eða er?. og varðandi numerið á bílnum mínum þá kannaði eg það og þetta númer var upphaflega á landrover, svo þegar súkkan var keift ný þá fekk hun numerið.
Ég er næstum því alveg viss þessi græni og sá blái eru í Skagastrandabæ. Þegar maður keyrir inní bæinn eru þeir á hægra megin í bænum í svona hálfgerðri iðnaðargötu.
Ég frétti að þessi væri kominn í bæinn. Þarf að draga kauða í klúbbinn. Sá sem hann keypti þennan af, átti víst annan í enn betra standi sem ekki er falur. Þessi er engu að síður eins og nýr, sá hann fyrir utan skíðabúðina fyrir norðan um árið.
Þessi ljósblái á skagaströnd er örugglega ekkert í notkun en er líklega í ágætu standi. Búið að breyta honum mikið. sennilega allt amerískt í honum, gormar og stærri tankur
Jimnyinn er hvítur og með veltigrind en opinn pall og boga, og varadekk þar á, minnir helst á svona baja/rally útfærslu á jeppa. flottur mjög, held að strákurinn heiti hrólfur sem hefur verið að smíða hann síðastliðið ár.
Sá sem á gulu pallsúkkuna hefur ekki gert mikið í henni undanfarið svo framar sem eg hef heyrt, en hann er skráður hér á spjallið og heitir kjartan
jæja smá skýrsla frá útsendara SÍS í Frakkaralandi. Hef séð soldið af súkkun aðalega Jimny með turbo, en svo sá ég eina gullfallegann Samurai lágþekju með plasthúsi uppí fjöllum, mjög ungan, ekki eldri en ´92 módel. Hélt fyrst að þetta væri Coily-útgáfan en þessi var á fjöðrum. Ég set svo myndir inn þegar ég kem aftur heim á klakann eftir 2 vikur.
Augljóslega klofnaði yfirborð jökulsins þegar súkkan spólaði aðeins of harkalega af stað. Í bræði sinni eru svo bílstjórinn að draga tvo aðra bíla ofan í sprunguna eins og sést á síðustu myndinni.