Forums
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda :: Forums :: Almennt spjall :: Almennt spjall
eitt og annað varðandi breitingar << Previous thread | Next thread >>
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
kjellin
Mon Oct 12 2009, 11:10p.m.
Registered Member #54

Posts: 270
hvar er hagstæðast að kaupa brettakanta á vitöru (spænsku típuna) er ekki einhver sem er að fjöldaframleiða þettað ?

og svo var ég að spá hvað er óhætt að hækka bílin mikið á gormum.
Back to top
birgir björn
Mon Oct 12 2009, 11:25p.m.
Biggi
Registered Member #18

Posts: 1803
ef þú atlar í klossa undir gorma þá eru 5 cm hámars án breytingarskoðunar en ef þú ferð uppfyrir það þá þartu að láta breytingar skoða, en hinsvegar máttu body hækka um 5 og gorma um 5 og þá þartu ekki breytingar skoðun nema þú troðir eitthverjum svaka dekkjum undir
Back to top
Sævar
Mon Oct 12 2009, 11:39p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
30% dekkastærð yfir orginal er leyfileg


Annars er þessi breytingaskoðun ekki svo skelfileg, nema maður missir 2 farþegapláss á 2 dyra bílunum...
Back to top
gisli
Tue Oct 13 2009, 08:13a.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Dekkin mega vera 10% stærri en segir í skráningarskírteini, frekar en 30%
Back to top
birgir björn
Tue Oct 13 2009, 08:40a.m.
Biggi
Registered Member #18

Posts: 1803
það er 10%
Back to top
kjellin
Tue Oct 13 2009, 08:49p.m.
Registered Member #54

Posts: 270
en ég var að velta fyrir mér efað ég body hækka hana þá þarf ég að fara lengja stírið og gírskipti stongina , og strax og ég fer að eiga við stírið þarf ég ekki að fá vottun frá einhverju verkstæði, og breitingarskoðun útaf því það er búið að eiga við stírið ?
Back to top
Sævar
Tue Oct 13 2009, 08:55p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Mín er hækkuð 8cm og stýrisstöngin er óbreytt. Dragliðurinn er nægilega langur og innan marka við sundurdrátt. Hinsvegar þurfti að breyta afstöðu á bremsurörum og slöngum eitthvað að framan.
Back to top
kjellin
Tue Oct 13 2009, 10:56p.m.
Registered Member #54

Posts: 270
þá þarf væntlanlega að breitingaskoða hana efað ég fer að fikta við bremsurnar, en ætti ég ekki að koma undir 33" efað ég set bara undir gorma ?
svo er reindar spurning efað ég geri það þarf ég þá ekki að skipta út dempurum ? og svo með kantana hvar er ´best að fá þá og hvað eru þeir ca. að kosta
Back to top
birgir björn
Tue Oct 13 2009, 11:03p.m.
Biggi
Registered Member #18

Posts: 1803
þú mátt allveg færa festingar fyrir bremsur án þess að þurfa breytingarskoðum
Back to top
Sævar
Tue Oct 13 2009, 11:05p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Að framan er stykki ofaná demparanum snúið á hvolf og kubbur settur undir gorma, að aftan er kubbur settur undir gorm og sett framlenginateinn og síð ró til að lengja í skaftinu, eða einfaldlega bæta við auga á demparann...

þetta hefur oft verið gert, bara passa að skera frekar meir en minna úr til að þetta virki ábyggilega vel. Bíllinn verður mun stöðugri og betri í akstri ef hann er ekki boddí hækkaður.
Back to top
gisli
Tue Oct 13 2009, 11:32p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Sævar wrote ...

Að framan er stykki ofaná demparanum snúið á hvolf og kubbur settur undir gorma, að aftan er kubbur settur undir gorm og sett framlenginateinn og síð ró til að lengja í skaftinu, eða einfaldlega bæta við auga á demparann...

þetta hefur oft verið gert, bara passa að skera frekar meir en minna úr til að þetta virki ábyggilega vel. Bíllinn verður mun stöðugri og betri í akstri ef hann er ekki boddí hækkaður.


En hann verður stöðugastur með engri hækkun. Af tveimur kostum er þó boddíhækkunin betri en svona klossahækkun, því þá er aðeins verið að færa hluta þyngdar bílsins upp.
Annað gildir ef það eru settir lengri gormar og demparar, þá fæst slaglengri og mýkri fjöðrun um leið og hækkunin.
Back to top
jeepson
Wed Oct 14 2009, 12:36a.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
gisli wrote ...

Sævar wrote ...

Að framan er stykki ofaná demparanum snúið á hvolf og kubbur settur undir gorma, að aftan er kubbur settur undir gorm og sett framlenginateinn og síð ró til að lengja í skaftinu, eða einfaldlega bæta við auga á demparann...

þetta hefur oft verið gert, bara passa að skera frekar meir en minna úr til að þetta virki ábyggilega vel. Bíllinn verður mun stöðugri og betri í akstri ef hann er ekki boddí hækkaður.


En hann verður stöðugastur með engri hækkun. Af tveimur kostum er þó boddíhækkunin betri en svona klossahækkun, því þá er aðeins verið að færa hluta þyngdar bílsins upp.
Annað gildir ef það eru settir lengri gormar og demparar, þá fæst slaglengri og mýkri fjöðrun um leið og hækkunin.


þess má líka geta að ef að menn hækka bara á boddýi þá helst þyngdar punkturinn en í lærri kantinum. en ef menn hækka á fjöðrunakerfinu þá eru menn að lyfta öllum þyngda punktinum upp. ég pældi mikið í þessu í sambandi við wranglerinn sem að ég átti og ræddi þetta fram og tilbaka við pabba. hann vildi lyfta bara boddýinu. því að menn eru líka farnir að rugla spindill hallanum ef menn eru fara hina leiðina. auk þess að það þarf að lengja í stýris stöngum og svona bulli. en maður fær líka meiri hæð undir grindina við að hækka á fjöðrunarkerfinu. en svo er líka spurningi þarf maður það eitthvað þegar maður er ekki að fara í stærra en 33" ég stór efa það. því að menn eru nú varla að fara það sem stæðstu jeppar landsins fara. ég eld að þetta fari mikið eftir hverju maður ætli að nota bílinn í. súkkan sem að ég er að fara fá er bara boddy hækkuð og er á 33" og ég er ekkert að fara í neinar extreme ferðir á henni. bara eitthvað svona utanvegar og svo að leika mér í snjónum. ég er ekkert að fara að brölta yfir risa stóra steina.
Back to top
stebbi1
Wed Oct 14 2009, 10:40a.m.
Registered Member #57

Posts: 355
Aðsjálfsögðu eru menn að fara það sem stærstu jeppar landsins fara og gott betur en það:D
en Missa 2 Dyra vitörurnar 2 farþega? ég má halda öllum mínum á samurai en félagi minn sem á jimny var rétt slept í gegn
Back to top
björn ingi
Wed Oct 14 2009, 11:42a.m.
Registered Member #72

Posts: 365
Ég get staðfest það sem Stebbi segir að þú ferð allt á Súkku sem stóru jepparnir fara og ekki bara það heldur hef ég lennt í því að eini bíllinn sem fylgdi mér eftir var SNJÓBÍLL. Því til staðfestingar eru myndir í þessu albúmi http://ofursuzuki.123.is/album/default.aspx?aid=149705

[ Edited Wed Oct 14 2009, 02:02p.m. ]
Back to top
gisli
Wed Oct 14 2009, 12:55p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
björn ingi wrote ...

Ég get staðfest það sem Stebbi segir að þú ferð allt á Súkku sem stóru jepparnir fara og ekki bara það heldur hef ég lennt í því að eini bíllinn sem fylgdi mér eftir var SNJÓBÍLL. Því til staðfestingar eru myndir í þessu albúmi http://ofursuzuki.123.is/album/default.aspx?aid=149705


Heyr, Björn Ingi!
Það eru líka myndir í albúminu þínu frá því þegar við mölluðum í klukkutíma áleiðis upp Steinnýjarstaðahnúk og svo komst þú á spólinu uppeftir á súkkunni þinni. Maður hefði betur skilið 46" Fordinn eftir niðri þá og þegið far með súkkunni.
Back to top
Sævar
Wed Oct 14 2009, 03:08p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
stebbi1 wrote ...

Aðsjálfsögðu eru menn að fara það sem stærstu jeppar landsins fara og gott betur en það:D
en Missa 2 Dyra vitörurnar 2 farþega? ég má halda öllum mínum á samurai en félagi minn sem á jimny var rétt slept í gegn


ég missti farþega en get fengið þa aftur ef eg fæ mer veltiboga


þyngdin var 1200kg samtals
Back to top
jeepson
Wed Oct 14 2009, 03:13p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
björn ingi wrote ...

Ég get staðfest það sem Stebbi segir að þú ferð allt á Súkku sem stóru jepparnir fara og ekki bara það heldur hef ég lennt í því að eini bíllinn sem fylgdi mér eftir var SNJÓBÍLL. Því til staðfestingar eru myndir í þessu albúmi http://ofursuzuki.123.is/album/default.aspx?aid=149705


haha ég var búinn að sjá video á youtube þar sem að var verið að draga snjóbílinn upp úr krapa pittinum. en þess má geta að súkkan þín er 38" nú erum við nú bara að tala um 33" breytingu.
Back to top
gisli
Wed Oct 14 2009, 03:51p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Mín er líka á 33" og skildi 44" Patrol eftir í fyrstu brekkunni á leið upp Skjaldbreið í fyrra.
Held ég græði ekkert á því að fara á 35" eins og er nema meira máttleysi.
Back to top
kjellin
Wed Oct 14 2009, 10:01p.m.
Registered Member #54

Posts: 270
en svo er ein spurning er hægt að fá stærri gorma bara, í staðin fyrir að vera að setja undir hina, og svo er nátturlega stóra spurningin með þessa blessuðu kanta...
Back to top
jeepson
Wed Oct 14 2009, 11:30p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
kjellin wrote ...

en svo er ein spurning er hægt að fá stærri gorma bara, í staðin fyrir að vera að setja undir hina, og svo er nátturlega stóra spurningin með þessa blessuðu kanta...


ertu að pæla í nýjum eða notuðum köntum?? þú getur prufað brettakantar.is
Back to top
stebbi1
Wed Oct 14 2009, 11:34p.m.
Registered Member #57

Posts: 355
Mín er 35 og ég hef nú alveg tekið nokra landkrúsera og þess háttar dót. Og ég hika ekki við að draga þá þegar þeir eru fastir. Best fannst mér í fyrra vetur að fá að bakka upp að Ram3500 á 35" læstur að framann og aftann og draga hann úr skafli sem hann var fastur í fyrir utann bílastæðið hjá sér
Back to top
Sævar
Wed Oct 14 2009, 11:39p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Tók 2 tonna landrover v8 á 38 upp í púðursnjó við bláfjöll síðla síðasta veturs. það bara vill engin trúa því svo ég hef lítið tjáð mig um þetta mál


samt var hellingur að sleðamönnum að taka myndir og hlægja
Back to top
stebbi1
Wed Oct 14 2009, 11:42p.m.
Registered Member #57

Posts: 355
Það er alveg ótrúlegt hvað þetta dröslast á framm a´segilunni
Back to top
Ingi
Wed Oct 14 2009, 11:50p.m.
6x6 suzuki
Registered Member #51

Posts: 88
já miða við að stebbi gat dregið upp 38 tommu hilux sem ég var búinn að jarða í krapapitt þá er greinilega allt hægt
Back to top
Sævar
Wed Oct 14 2009, 11:51p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Góðan teygjuspotta, rusla bara upp í 50 og kúpla svo og nota þyngdina á bílnum til að kippa hinum upp, þá er maður laus við að skemma drifrásina hjá sér í súkkuni, hefur aldrei klikkað hjá mér, er með 20m 24q teygjuspotta sem á að teygjast 7 metra mest, og þolir eitthvað fáránlega mikinn þunga, 30 tonn eða eitthvað, enda dýrir spottar minnir að nýjir kosti þeir kringum 18000 og þá ekki splæstir í endana

[ Edited Wed Oct 14 2009, 11:51p.m. ]
Back to top
Ingi
Thu Oct 15 2009, 12:20a.m.
6x6 suzuki
Registered Member #51

Posts: 88
Það var akkurat svoleiðis sem þetta var framkvæmt súkkan er bara svo létt að það þurfti alveg þónokkur kipp áður en toyotan haggaðis
Back to top
kjellin
Thu Oct 15 2009, 11:28p.m.
Registered Member #54

Posts: 270
kantarnir mega allveg vera notaðir efað þeir eru ekki illa farnir
Back to top
Hafsteinn
Fri Oct 16 2009, 11:30a.m.
Hafsteinn
Registered Member #62

Posts: 547
Sævar wrote ...

Tók 2 tonna landrover v8 á 38 upp í púðursnjó við bláfjöll síðla síðasta veturs. það bara vill engin trúa því svo ég hef lítið tjáð mig um þetta mál


samt var hellingur að sleðamönnum að taka myndir og hlægja

Enda ef þú reiknar út með þyngd og dekkjastærð í huga:

Land Rover: 2 tonn, ~180hp, 38" dekk
vs.
Súkkan þín: ~1 tonn, ~110hp?, 33" dekk..

Útkoman er sú að þín fer miklu meira í snjó, sérstaklega í púðursnjó

Hann karl faðir minn á Range Rover, 180hp, 31", og þetta kemst ýmislegt, en ég myndi samt örugglega fara langt fram úr honum í snjó á Suzuki Fox óbreyttum.. =)

Hins vegar má Range Roverinn eiga það að fjöðrunin í þessu er algjör elska.. væri osom að mixa súkkupickup á Range Rover grind. Það væri toppurinn..
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design