Forums
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda :: Forums :: Almennt spjall :: Kynning
Gunnar Pétursson << Previous thread | Next thread >>
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
gunnarpe
Sun Mar 04 2012, 12:23p.m.
Registered Member #938

Posts: 17
Heilir og sælir allirsaman!
Gunnar Pétursson heiti ég, (h)eldri bróðir Aríels Péturssonar nokkurs súkkueiganda.
Ég var loksins að fá í hendurnar fyrir nokkrum dögum forláta Jimny 2000 árgerð. Hann er breyttur fyrir 33", en er eins og er á 31". Stefni á að smella 33" undir hann í sumar eða haust, og ræddi við súkkumann um daginn um að lækka hlutföllin á honum að sama skapi við gott tækifæri. Ég hef samt enn sem komið er afskaplega lítið vit á þessu sem algjör byrjandi. Ég átti Terrano (terror NO) á 33" fyrir um ári síðan sem nýttist í lítið annað en að vera veiðibíll og eyðslutunna mikil..



Þar sem ég er hjúkrunarfræðingur/hjúkrunarkona að mennt og vinn á bráðasviði hef ég nú eytt síðustu árunum í að laga fólk frekar en bíla, og hef því afskaplega takmarkaða þekkingu á því að laga slík apparöt. Því stefni ég á að læra eins mikið og ég get af mér klárari mönnum,og þessi vettvangur virðist vera frábær til þess að fá ráðleggingar og læra um þetta stórmerkilega apparat sem súkkan er.

Svo finnst mér líka ógeðslega gaman að skoða landið, og því óska ég hér með eftir inngöngu í félagið og hlakka til næstu ferða, ef slíkar verða á næstunni!
Back to top
stedal
Sun Mar 04 2012, 04:51p.m.
StefánDal
Registered Member #349

Posts: 89
Velkominn!
Hvernig kanntar eru á þessum Jimny?
Ég hélt að ég væri eini bíla/súkku gaurinn í heilbrigðisgeiranum;)
Back to top
birgir björn
Sun Mar 04 2012, 07:01p.m.
Biggi
Registered Member #18

Posts: 1803
þetta eru brettakantar sem eiga að vera 4 afturkantar og willys. magni smíðaði þá þagar hann var að vinna í trefjar
Back to top
jeepson
Sun Mar 04 2012, 08:03p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Sæll og velkominn á spjallið
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design