Forums
Go to page  1 [2]
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
Jbrandt
Sat Jan 12 2013, 11:09p.m.
Registered Member #958

Posts: 98
Ég er kannski algjör newbie í þessum súkkum hafði aldrei áður fundið síðu eins og þessa fyrir sidekick sport. Bara að hafa teikningar af öllu. Tala ekki um partanúmer

http://suzuki-cat.ru Þessi síða er algjör steik en með þolinmæði finnst þetta allt
Back to top
Sævar
Sat Jan 12 2013, 11:32p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Töff síða, en ég er ekki nogu seigur í rússneskunni

þetta hentar mér betur

http://suzuki-worldwide-automotive.software.informer.com/

Keypti mér svona forrit 2009, allir bílar til 2009 og hægt að slá inn VIN númer og fletta upp hlutum sem passa í manns eigin bíl, og skoða stöðu varahlutabyrgja og verð flutt til íslands(væntanlega gegnum umboð án álagningar)

fann þetta forrit á ebay eða amazon man ekki hvort, á einhverjar skitnar 29 dollarínur

[ Edited Sat Jan 12 2013, 11:33p.m. ]
Back to top
Jbrandt
Sun Jan 13 2013, 02:40p.m.
Registered Member #958

Posts: 98
Þetta lofar góðu, Það er alveg nauðsynlegt að hafa svona forrit við höndina. Ætla að prufa þetta forrit sem þú ert með líka
Back to top
Jbrandt
Thu Jan 17 2013, 08:37p.m.
Registered Member #958

Posts: 98
x









[ Edited Sat Jun 01 2013, 05:19p.m. ]
Back to top
Sævar
Thu Jan 17 2013, 10:12p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Góður, byrjaðu bara tímanlega, sem fyrst eftir páska, nýttu tímann þangað til í að finna þér hásingar, hlutföll, fjöðrun og þh.
Back to top
Jbrandt
Fri Jan 18 2013, 07:57a.m.
Registered Member #958

Posts: 98
x

[ Edited Sat Jun 01 2013, 05:20p.m. ]
Back to top
kjellin
Fri Jan 18 2013, 12:50p.m.
Registered Member #54

Posts: 270
mátt endilega deila með mér fjöðrunar útfærslunni, ég nefnilega atla fara i breitingar á henni á bílnum hjá mér, þessir toy demparar og gormar eru of stífir, hef eithvað verið að ´spá i að skoða cherokie eða rover, hef bara ekki komið því í verk enþá
Back to top
Jbrandt
Fri Jan 18 2013, 09:20p.m.
Registered Member #958

Posts: 98
Já minnsta málið en þar sem ég er ekki að fara byrja á þessu alveg strax þá gæti orðið ansi langt í svör frá mér í þeim málum.

En ég er rosalega spenntur fyrir að prufa bílinn þegar þetta verður allt komið. Þá held ég nú að ég skelli mér í jeppaferð
Back to top
kjellin
Fri Jan 18 2013, 10:03p.m.
Registered Member #54

Posts: 270
Ja mer finst hàsinga billin hja mer talsvert skemtilegri i snjo heldur en klafabilarnir semad eg hefmverid a enn sem komid er
Back to top
Jbrandt
Thu Jan 24 2013, 10:27p.m.
Registered Member #958

Posts: 98
Sælir herramenn, Fer í það um helgina að týna innréttinguna úr bílnum, Rífa smá af aukarafkerfinu úr bílnum ásamt öðru smávægilegu. Og auðvitað skoða botninn og sjóða í það ef þess þarf. Svo fer ég í að selja dekk, felgur, vél, gírkassa, millikassa og annað enda verður ekkert af þessu notað.

Ég er búinn að salta 2.0 vélina, Er búinn að lesa mikið um 4.3 vortec og verð að segja ég er virkilega spenntur fyrir því meira afl meira tog og meira bensín $$$$

Það er til hellingur af þessum vélum og aukahlutum útum allan heim á góðum verðum. Með skiptingu og millikassa eða gírkassa og millikassa ásamt loomi á sanngjarnan pening.

En mikið hlakkar til að fara skrúfa aðeins um helgina
Back to top
Valdi 27
Thu Jan 24 2013, 11:35p.m.
Registered Member #48

Posts: 215
Glæsilegt, og um að gera að vera duglegur með myndavélina á lofti og leyfa okkur hinum að sjá.
Back to top
Jbrandt
Fri Jan 25 2013, 07:12p.m.
Registered Member #958

Posts: 98
Þá þarf ég að finna myndavélina hehe. En já ég verð duglegur að mynda þegar eitthvað gerist. Djöfull kvíður mér fyrir víraflækjunni sem fylgir 4.3
Back to top
Tryggvi
Fri Jan 25 2013, 08:39p.m.
Registered Member #356

Posts: 198
Sæll

Kíktu á þetta ef þú ert ekki nú þegar búinn að hafa upp á þessa síðu.

http://www.suzukiconversion.com/

Það eru samt líka ókóstir við Vortec V6 vélina. t.d. MUN meiri þyngd, erfiðleikar með pláss, eiðsla, stærri bensín tank, talsverð hækkun á boddy sem verður að vera áður en þetta er fræðilega hægt og mun framþyngri bíl hvað hlutföll á þyngd varðar, bara svona smá innlegg á þessu

Kveðja,
Tryggvi
Back to top
Jbrandt
Sat Jan 26 2013, 02:18p.m.
Registered Member #958

Posts: 98
Sæll var búinn að sjá þessu síðu, Alveg fallegu verðin á henni hehe.

En já það eru kostir og gallar við allt, Þetta er klárlega ódýr og skemmtilegur mótor, Brekkurnar verða ekki lengur vandamál, Hægt að halda eðlilegum hraða á þjóðvegi. Get haft þetta sjálfskipt og þægilegt.

Eyðslan er ekki mesta áhyggjuefnið enda er þetta aukabíll á heimilinu.

Er núna að leita að réttu setupi á netinu skiptingu og millikassa
Back to top
Juddi
Sat Jan 26 2013, 02:41p.m.
juddi
Registered Member #173

Posts: 471
Hefurðu skoðað 4.0 v6 ford eða vw diesel
Back to top
Jbrandt
Sat Jan 26 2013, 04:00p.m.
Registered Member #958

Posts: 98
Nei hef ekkert annað skoðað, Var sagt frá þessum valkosti og líkaði hann nokkuð vel eftir nokkra tíma á internetinu. Það er í raun allt opið ef það finnst eitthvað sniðugt
Back to top
Juddi
Sun Jan 27 2013, 06:06p.m.
juddi
Registered Member #173

Posts: 471
Votech er flottur mótor en kanski spurning um stærð og þyngd

[ Edited Sun Jan 27 2013, 06:07p.m. ]
Back to top
Loki
Mon Jan 28 2013, 08:28a.m.
Registered Member #77

Posts: 37
Ég hef séð þetta í flestum útgáfum sl 25 ár.
Menn eru ánægðir með léttu Súkkuna, -nema það vantar kraft!
Menn henda fislétta Suzuki álmótórnum og skrúfa í þetta e-h pottjárnsmótór með tvöföldu rúmtaki og þrefaldri þyngd! Þessu fylgir þyngri skipting, þyngri millikassi, þyngri hásingar, breytt fjöðrun og yfirleitt enda bílarnir himinháir og eftir því ómöguleigir utanvegar sem á vegi!

-Ef þú ert í alvörunni að spá í bíl með 4 lítra pottjárnsmótór, -fáðu þér Cherokee eða Willys. -Þeir eru með þeim drifbúnaði og vél sem þarf og endanleg þyngd er sú sama og heimasmíðuð ofþyndar Súkka....
Ef menn eru að gera þetta af hreinræktuðum smíðaáhuga þá er þetta hið besta mál.

[ Edited Mon Jan 28 2013, 08:29a.m. ]
Back to top
Jbrandt
Mon Jan 28 2013, 07:06p.m.
Registered Member #958

Posts: 98
4.3 Vortec var bara hugmynd eins og allt annað.

Svo gæti vel farið þannig að ég notist bara við 2.0 mótorinn úr grand vitara þegar öllu er á botninn hvolft.

Eins og ég segi allt eru þetta pælingar. 2.0 er skynsamasti kosturinn og sá auðveldasti.

Willys/Wrangler kemur þegar ég verð búinn að eignast skúr
Back to top
viktorlogi
Tue Jan 29 2013, 11:39p.m.
Registered Member #887

Posts: 94
Er eitthvað lítið um Vitara Dísel mótora hérna á klakanum ? voru þetta eintómir vandræða mótorar ?
Back to top
Sævar
Wed Jan 30 2013, 06:26p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Mazda 2000 mótor heitir sá, og já mazda hafa ekki verið mjög seigir í litlum dísilvélum allavega ekki þær sem eru með turbinu
Back to top
Juddi
Thu Jan 31 2013, 08:51a.m.
juddi
Registered Member #173

Posts: 471
Nýrri mótorinn er Renault en skilar hærri hp heldur en í renault
Back to top
Jbrandt
Sat Feb 02 2013, 02:02a.m.
Registered Member #958

Posts: 98
Þessi fær að vera á 33" og bara eins og hann er í dag nema 2.0 vélin fer í hann. Undanfarin 3 ár hefur mig langað í einn ákveðinn bíl og mér bauðst hann loksins. Vill mikið frekar setja pening og tíma í þann bíl en súkkuna. Þetta er 74 árgerð af Willys búinn að vera í eigu sama aðila í 30 ár. Þetta mun eflaust taka 1-2 ár að græja þennan í rólegheitum kveðja einn sáttur
Back to top
Cons`
Mon Feb 04 2013, 11:12p.m.
Registered Member #366

Posts: 46
Hentu nú inn myndum af Willys! Ég á reyndar Wrangler sem bíður uppgerðar, þangað til verður Súkkan að duga
Back to top
Jbrandt
Sun Feb 10 2013, 11:31a.m.
Registered Member #958

Posts: 98
Ég fór í gær og sótti varahluti í súkkuna, Allt sem mig vantaði í stýrisganginn, Afturstuðara svo bíllinn verður loksins heill aftur og bensíntank.

En þegar ég var að setja bílinn inná verkstæði þá brotnaði framdrifið. Þar sem miðjustöngin var svo bogin og brotin eftir áreksturinn var ég búinn að grilla hana saman og notaði keðjutalíu til að tosa í hana svo hægt væri að færa bílinn.

Talían hafði losnað á þessum 30 metrum þar sem bíllinn stóð að verkstæðinu sem verð til þess að þegar ég beygði inná verkstæði fór miðjustönginn akkurat á þríhyrninginn og húsið brotnaði á endanum bara svekkjandi.


En ég reif stýrisbúnaðinn úr í gær hennti nýja dótinu í og bíllinn stýrir fínt núna.

Næst á dagskrá setja nýja bensíntankinn í mála fram og afturstuðara svo bíða eftir nýju framdrifi
Back to top
Jbrandt
Sun Feb 10 2013, 06:59p.m.
Registered Member #958

Posts: 98


Back to top
Sævar
Sun Feb 10 2013, 11:49p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Ég á framdrifshús...
Back to top
Jbrandt
Mon Feb 11 2013, 12:24p.m.
Registered Member #958

Posts: 98
Ég er búinn að redda húsi þakka þér samt fyrir
Back to top
Jbrandt
Fri Mar 08 2013, 07:09p.m.
Registered Member #958

Posts: 98
Jæja ætla að vinna aðeins í þessum um helgina rífa Brettakantana að aftan af, Vinna þá undir málun ásamt aftur stuðara skipta um bensíntank og setja nýja framdrifið undir. Þá ætti bíllinn að fara vera helvíti góður. Og tilbúinn í söluferli
Back to top
bjarni95
Sat May 04 2013, 06:01p.m.
Registered Member #1148

Posts: 124
Hver er staðan á þessum í dag?

Hann virðist nú vera frekar grátlegur þarna fyrir austan

Back to top
Jbrandt
Tue May 07 2013, 07:09p.m.
Registered Member #958

Posts: 98
Hann er allaveganna ekki lengur þarna hehe, Færði hann í bílakirkjugarðinn. Á bara eftir að sækja pakkdósirnar í framdrifið þá get ég hent því í og farið út að keyra, En þar sem ég er svo lítið að stressa mig ætla ég að skipta hinu og þessu út, Bíllinn þarf bara að vera tilbúinn fyrir gæsina í haust
Back to top
Jbrandt
Tue May 07 2013, 07:27p.m.
Registered Member #958

Posts: 98
Semsagt það sem ég á eftir að gera svo ég sé sáttur,

Henda nýjum pakkdósum í framdrif og henda því undir,
Skipta um stýrisenda
Hjólastilla
Borða að aftan,
Snikka nýja afturstuðarann og mála,

Og svo taka til að innan. Þetta er í raun bara helgi þegar ég nenni þessu

Þyrfti að komast í smá jeppaleiðangur til að muna hvað það er gaman að leika sér á þessum dósum. Þá myndi ég eflaust drífa mig að klára hann, Hef ekki keyrt bílinn nema útá vegi síðan 6 jan haha
Back to top
Godi
Wed May 08 2013, 02:43p.m.
Registered Member #21

Posts: 174
Ég var með svona sidekick sport og var alltaf að laga þetta kúplingar unit
Back to top
Jbrandt
Wed May 08 2013, 10:27p.m.
Registered Member #958

Posts: 98
Já þetta hefur verið til friðs eftir að ég keypti nýtt í umboðinu, Keypti tvö stykki og er með annað tilbúið í bílnum ef þetta fer fjarri heimabyggð
Back to top
Jbrandt
Sat Jun 01 2013, 05:42p.m.
Registered Member #958

Posts: 98


Þetta er svona stuðari. Fæ lit vonandi í vikunni. Fékk legur í dag og pakkdósir í vikunni svo ég fer að vinna í drifinu á morgun.
Back to top
Jbrandt
Sun Jun 02 2013, 08:47p.m.
Registered Member #958

Posts: 98


Sko kominn í nýtt umhverfi
Back to top
Jbrandt
Sat Jul 27 2013, 09:31p.m.
Registered Member #958

Posts: 98


Aðeins farinn að nota skrjóðinn.

Vantar hliðarrúðurnar að framan til að filma

[ Edited Sun Jul 28 2013, 03:10p.m. ]
Back to top
Jbrandt
Sun Aug 18 2013, 06:49p.m.
Registered Member #958

Posts: 98


Cock Ring/ Clock Spring game over borðinn rifnaði úr plögginu

Alltaf að lengjast listinn en þetta er auðveld og þægileg aðgerð
Back to top
Sævar
Sun Aug 18 2013, 09:32p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
ekki lóða flautuna inn á loftpúðann
Back to top
Jbrandt
Mon Aug 19 2013, 03:31a.m.
Registered Member #958

Posts: 98
Nei það fer bara nýtt stykki úr partabíl í. Ekkert mix
Back to top
Go to page  1 [2]  

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design