Forums
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
arni87
Wed Jul 04 2012, 01:34p.m.
Registered Member #1004

Posts: 19
Við vorum 2 vinir sem keiftum 94 Sidekick.
Hér er söluauglýsingin: http://sukka.is/e107_plugins/forum/forum_viewtopic.php?21360.post
Hann verður notaður sem skólabíll, en við völdum suzuki útaf einfaldleika og auðveldra viðgerða.

Hann hefur aðeins strítt okkur frá því við fengum gripinn.
Fyrst hættu öll ljósin að virka, svo þegar verið var að koma honum í skúr til að vinna í því þá hætti hann að fara í gang.
Svo það var farið að rífa mælaborðið úr og fynna úr þessu veseni.
Þá var dagljósabúnaðurinn tekinn úr og ljósin fóru að virka.
Því næst aftermarket þjófavarnarkerfi tekið úr og þá fór að smella í relyum þegar svissað var á, en ekkert meira.
Svo eftir talsverða vinnu með prufulampa og AVOmæli kom í ljós ein tölva sem var farin.
Bættist eitt tengiskott þá í verkfærin og var fundið út hvernig ætti að tengja framhjá þessari tölvu.
Eftir góðan tíma tókst það.

Næst á dagskrá er smá innréttingavinna, koma bmw frammsætum fyrir, fynna afturbekk og mála.


Litarprufur


[ Edited Wed May 01 2013, 08:39p.m. ]
Back to top
Fannar
Wed Jul 04 2012, 06:03p.m.
Fannar
Registered Member #519

Posts: 285
Mér líst vel á þennan sinnepsgula á gæðingnum
Back to top
arni87
Fri Jul 06 2012, 10:10p.m.
Registered Member #1004

Posts: 19
Nú stendur hann bara á búkkum að framan, en það er verið að bíða eftir bremsudiskum og klossum, þeir koma á mánudaginn.
Tíminn verður því nýttur í að mála hann eithvað, djúphreynsun og jafnvel að skipta út frammsætunum.

Hann mun vera CAT gulur og Rauður, en það er eins og hurðin.

Myndir koma á mánudag/þriðjudag af framkvæmdunum.

Svo verður brunað á vestfyrði að sækja afturbekk í kaggan


[ Edited Fri Jul 06 2012, 10:36p.m. ]
Back to top
arni87
Sat Jul 07 2012, 06:47p.m.
Registered Member #1004

Posts: 19
Þá er byrjað að mála bílinn.









[ Edited Wed May 01 2013, 08:40p.m. ]
Back to top
arni87
Mon Jul 30 2012, 08:31p.m.
Registered Member #1004

Posts: 19
Nú er lítið búið að gerast í kagganum, en mér tókst að brjóta afturdrifið í henni og slátra öllum legunum í leiðinni, svo voru einhver sár sem mynduðust í sætinu fyrir köggulinn.

Þannig að næst á dagskrá er að skifta um afturhásingu og klára að mála.
Back to top
Fannar
Wed May 01 2013, 03:43p.m.
Fannar
Registered Member #519

Posts: 285
hvað er að frétta af þessum i dag?
Back to top
arni87
Wed May 01 2013, 08:37p.m.
Registered Member #1004

Posts: 19
Hann stendur númeslaus og býður viðgerða á bremsum, en það fór bremsurör.
Svo þarf að skifta um dempara, en boltarnir sem var búið að sjóða á þá gáfusig í hamaganginum í vetur, í leiðinni verður demparafestingunni snúið og síkkuð svo það þurfi ekki að sjóða bolta á demparana.
Og lóða vírinn fyrir annað afturljósið.
Þegar þetta allt verður komið verður farið í skoðun.

Svo farið í að síkka gormasætin og lengja klafana að framan og síkka þá.

Og byrja á 35" dekkjum, og fara í rólegheitunum að gera hann klárann fyrir 38" dekk.
Back to top
Fannar
Wed May 01 2013, 09:05p.m.
Fannar
Registered Member #519

Posts: 285
endilega henda myndum af gripnum.
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design