Forums
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda :: Forums :: Almennt spjall :: Kynning
Hafsteinn Helgi Grétarsson << Previous thread | Next thread >>
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
Habbzen
Mon Oct 26 2009, 02:16p.m.
Habbzen
Registered Member #107

Posts: 185
Jæja, þá skellti ég mér á eitt stykki Vitöru 91' módel. Hún er á 33" og svo er búið að setja einhverja síu í hana og flækjur, svo er opið púst alla leið sem ég held að sé 2,5" og 3" útgangur á því.

Það eru nokkur atriði sem ég þarf að laga áður en jeppaferðirnar hefjast.
Þau eru:
Það þarf að skipta um framdrif í henni.
Laga sílsa.
Tengja vinnuljósin aftaná.
Skipta um frambretti v/m.
Setja stigbrettið á v/m.
Setja brettakanntinn á v/m að framan.
Herða handbremsu.
Og koma henni í gegnum skoðun.

Svo er ég að pæla í því að taka smá makeover á boddýinu og pússa allt og laga rið og svo mála.

en hérna koma nokkrar myndir af henni.












Hérna sést hvernig brettið lítur út.

Ég þakka fyrir mig og væri mjög til í að ganga í klúbbin, og ef einhver vildi segja mér hvernig ég geri það þá þakka ég fyrir það, og ég er mjög spenntur fyrir þessum límmiðum sem auglýsingu fyrir klúbbinn.
Back to top
Sævar
Mon Oct 26 2009, 03:02p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
flottur,,,, datt framhjólið undan honum??
Back to top
gisli
Mon Oct 26 2009, 03:22p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Veit einhver hvernig á að ganga í klúbbinn?
Skilyrðin eru held ég bara að eiga eða langa að eiga súkku.
Einhvern tímann þótti líka gott að vera hraðlyginn og Framsóknarmaður, amk svona að nafninu til.
En annars er ákveðinn dugnaðarforkur að vinna í félagatalinu veit ég.
Back to top
Habbzen
Mon Oct 26 2009, 06:10p.m.
Habbzen
Registered Member #107

Posts: 185
Sævar wrote ...

flottur,,,, datt framhjólið undan honum??


Nei held að það hafi ekki dottið undan, er ekki alveg viss hvað þetta heitir, en rörið utanum allt dótið er bara brotið í tvennt.
Er að fara að skella nýju drifi undir hana í vikunni og verður farið vonandi í fyrstu ferðina um helgina

Back to top
Magnús Þór
Mon Oct 26 2009, 06:16p.m.
Magnús Þór
Registered Member #80

Posts: 143
Þessi er helvíti flottur,margur er knár þó hann er smár
Back to top
Aggi
Tue Oct 27 2009, 12:37a.m.
Rauðhaus
Registered Member #13

Posts: 270
þurfum að drekka mikið magn af bjór og semja reglur fyrir klúbbin, komnir svo margir meðlimir að þetta er stjórnleysi
Back to top
thorri
Tue Oct 27 2009, 12:59a.m.
thorri
Registered Member #10

Posts: 49
Já klárlega arngrímur þú splæsir öl takk takk
Back to top
Stefan_Dada
Tue Oct 27 2009, 02:10a.m.
Wanna-be sukk'er
Registered Member #39

Posts: 55
Aggi wrote ...

þurfum að drekka mikið magn af bjór og semja reglur fyrir klúbbin, komnir svo margir meðlimir að þetta er stjórnleysi


og má ég giska þeir seinustu 2 sem verða á lífi verða aðal?

[ Edited Tue Oct 27 2009, 02:10a.m. ]
Back to top
Habbzen
Tue Oct 27 2009, 02:57a.m.
Habbzen
Registered Member #107

Posts: 185
Jæja, þá fór drifið í hana áðan á 3 tímum. ekkert vesen nema að við þurftum að nota bæði drifin til að gera eitt.

en já, ég er reddí í bjór sko
Back to top
Sævar
Tue Oct 27 2009, 04:20a.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Það er flott mál, mjög þægilegt að eiga við drifrásina á þessum bílum, er hann ennþá með 5.12 hlutfall eða er komið eitthvað enn lægra?

og er þetta 8ventla eða 16v vélin?

[ Edited Tue Oct 27 2009, 04:20a.m. ]
Back to top
Habbzen
Tue Oct 27 2009, 07:50a.m.
Habbzen
Registered Member #107

Posts: 185
já ekkert smá þægilegt , ég hélt að bíllinn yrði inni í 3 daga.... en svo var þetta bara ekkert mál.
ég held að hún sé 16 v.
Back to top
EinarR
Tue Oct 27 2009, 02:02p.m.

Registered Member #52

Posts: 1421
Heyr heyr þetta með bjórinn
Back to top
Habbzen
Wed Oct 28 2009, 10:14a.m.
Habbzen
Registered Member #107

Posts: 185
jæja, þá var soldið gert í bílnum í gærkvöldi.
við suðum pústið fast og innrabrettið vinstramegin skorið í spað.
og svo skellti ég mér með pabba á úlfarsfellið og það var bara geggjað.
Back to top
Dammi
Fri Apr 04 2014, 12:14a.m.
Registered Member #1264

Posts: 14
Glæsilegt. Gaman að segja frá því að ég keypti þennan bíl í gær.
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design