Forums
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
Brynjar
Thu Oct 29 2009, 12:07a.m.
Registered Member #26

Posts: 445
jæja félagar ég og pabbi höfum hugan að byrja á nýju verkefni. 37 eða 38 tommu dísel vitöru, við mundum hásinguvæða hana ég á 30 og 35 dana hásingar og ég hef fundið bíll sem mig langar í. Eina vandarmálið er að hún er með bilað/ónýtt hedd.
Veit einhver hvað vélin heitir í þessum bílum og veit einhver um dísel vitöru til sölu ??
Back to top
BaraAddi
Thu Oct 29 2009, 07:12p.m.
Registered Member #68

Posts: 34
er ekki smári að selja sína diesel vitöru?
Back to top
Sævar
Thu Oct 29 2009, 07:28p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Smára bíll er víst seldur, en hann var á 37" dekkum með kanahásingar, ég man ekki drifhlutfallið smári veit það væntanlega en sá bíll virkaði alls ekki lipur og skemmtilegur þannig ég set stórt spurningamerki að vera að nota þessa fólksbílsdíselvél, nær væri að nota hilux vél sem er ekkert ógurlega mikið plássfrekari en þónokkuð duglegri þá hvað tog varðar.

Eins þarf að gera ráð fyrir heildarþyngd og öðru, grindin í súkkum er engin torfærugrind en heldur engin hrákasmíð, en til að koma framhásingu fyrir á vitöru þarf til dæmis að fjarlægja eitt stk millibita, þá þarf helst að bæta öðrum við en það er ekki alveg gefið plássið fyrir þann bita.


En það verður gaman að sjá þegar og ef eitthvað verður úr hjá ykkur feðgum!

Þetta hefur verið gert áður, allavega tvisvar, í annað skiptið var notaður turbo 23 volvo mótor að mig minnir sem virkaði svona prýðisvel.

[ Edited Thu Oct 29 2009, 07:29p.m. ]
Back to top
björn ingi
Thu Oct 29 2009, 11:30p.m.
Registered Member #72

Posts: 365
Líst vel á þessar pælingar hjá ykkur en Toyotudíselvél!!!! þetta er svo klettþungt, mig minnir að ég hafi einhverstaðar séð að svoleiðis vél vigtaði 240 kg. Skoðaði þetta dálítið vegna pælinga að setja dísel í mína Súkku. Hef ekki en fundið nógu létta díselvél sem mundi henta í svo létta bíla. Helst kæmi til greina eldri gerðir af VW díselvélum, veit að menn hafa verið að setja þær í Súkkur í útlandinu
http://www.keltecsystems.com/hardware/suzuki.html
Back to top
birgir björn
Thu Oct 29 2009, 11:47p.m.
Biggi
Registered Member #18

Posts: 1803
er hilmar ekki með toyota dísel í sínum
Back to top
björn ingi
Thu Oct 29 2009, 11:53p.m.
Registered Member #72

Posts: 365
Má vera en ég er alltaf að spá í að þyngja þetta ekki of mikið enda aftur farinn að pæla í V8 Rover sem er "bara" 150 kg og 160 hestar en Volvoinn sem ég er með núna er tæp 165kg og 110 hestar. Þetta hefst upp úr því að deila skúr með Sigga og hans V8 Súkku
Back to top
Brynjar
Fri Oct 30 2009, 01:09a.m.
Registered Member #26

Posts: 445
Það er ekkert ákveðið með þetta en smíðinn er í sjálfum sér lítið mál eigum allt til alls og meira til. þá er spurning hvort ég fái mér hilux vél það er eitt stykki svoleiðis uppá verkstæði sem að ég held sé ekki á leiðinni neitt.
Mér langar bara í meira breytta súkku:P
Back to top
Valdi 27
Fri Oct 30 2009, 05:27p.m.
Registered Member #48

Posts: 215
Bara go for it, Komdu okkur svo á óvart:P
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design