Forums
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
pkol
Tue Mar 12 2013, 11:25a.m.
Registered Member #821

Posts: 7
Afturljósin í heild sinni (öll ljós að aftan nema númeraljósið) hættu skyndilega að virka. Er þetta þekkt vandamál hjá hinum ágætu súkkum? Og hefur einhver góð ráð um hvernig ég tækla vandann?

Bíllinn er Suzuki vitara '98 V6 lítillega breytt
Back to top
Aríel
Tue Mar 12 2013, 11:35a.m.
Registered Member #408

Posts: 81
Getur farið í Örninn og keypt svona rauð blikkljós fyrir reiðhjól. Ég leysti það þannig einu sinni.
Back to top
pkol
Tue Mar 12 2013, 12:47p.m.
Registered Member #821

Posts: 7
Góð hugmynd Aríel.. en mig hálflangar til að fá allt draslið til að virka, Spurning hvort það þurfi alveg nýtt sett eða þetta sé bara smávægilegt vandamál. Er því miður ekki mjög fær í bílatæknimálum sjálfur
Back to top
Aríel
Tue Mar 12 2013, 01:58p.m.
Registered Member #408

Posts: 81
Því miður á ég erfitt með að ráða þér heilt í þessum málum. Þar sem að ég er með gamlan SJ410 þá er þetta svo sáraeinfalt, öll ljós eru bara snúra sem er í annan endann tengd á rafurmagn, í hinn endann tengd í peru. Persónulega mundi ég bara ræpa í rörið og verða mér úti um eldri bíl.
Back to top
Brynjar
Tue Mar 12 2013, 03:26p.m.
Registered Member #26

Posts: 445
fyrsta mál á dagskrá væri að líta á öryggið fyrir afturlljósinn.
Back to top
Hafsteinn
Wed Mar 13 2013, 12:52p.m.
Hafsteinn
Registered Member #62

Posts: 547
Ég held að fyrsta mál á dagskrá væri að verða sér út um rör svo Aríel fái útrás á öðru en spjallinu
Back to top
pkol
Mon Mar 18 2013, 02:13p.m.
Registered Member #821

Posts: 7
Nú spyr ég bara alveg eins og illinn sem ég er, hvert af öryggjunum (í boxi v. stýrið) er fyrir afturljósin?
Back to top
thesiggig
Mon Mar 18 2013, 03:38p.m.
Registered Member #1139

Posts: 13
farðu bara yfir öll örygginn ef eitthað af þeim er farið þa er það eflaust það
Back to top
Sævar
Tue Mar 19 2013, 09:04a.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Hæhæ, skoðaðu öryggi sem er að mig minnir blátt, 15 amper fast, það heitir TAIL og er fyrir afturljós, það er reyndar líka fyrir stöðuljós að framan og númerisljós svo ef þau virka þá er eitthvað annað að.

algengast er perur, því næst ljósastæði ónýt, og því næst sameiginleg jarðtenging allra afturljósanna bakvið vinstra afturljós.

Einnnig á bakvið vinstra afturljós er stórt samtengi fyrir öll afturljós, bensíndælu og bensínmæli, þegar vírarnir baðast í salti harðnar kápan og springur og losnar úr tenginu, skoðaðu það vel.
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design