Forums
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
bjarni95
Tue Apr 09 2013, 10:55p.m.
Registered Member #1148

Posts: 124
Sælir félagar,

Er mikið mál að breyta sidekick sport fyrir 35"?

Ég keypti eina sidekick sport núna í vetur og er hún 33" breytt með 2" boddýhækkun, er mikið mál að fara úr þeirri breytingu í 35"? Þarf ég að breyta miklu í fjöðrun og boddýi?


-Bjarni
Back to top
Tryggvi
Tue Apr 09 2013, 11:40p.m.
Registered Member #356

Posts: 198
Sæll

Það er kannski örlítið afstætt hvað mönnum þykir mikið mál... En að mínu mati er stutta svarið JÁ!

Það er bara vist mikið hægt að klippa úr ytra hluta boddy og fá sömu bretta kannta til að passa á bílinn þannig að það eru raunveruleg takmörk þar, nema þú sért að spá í sérsmíðuðum köntum. Ef þú ert sáttur við talsvert mikið dekkja nudd í fjöðrun og við að leggja á bílinn þá gæti þetta kannski talist minna mál og það helsta væri að kaupa bara gang af 35" dekkjum og skrúfa undir En ég myndi segja ca 4" boddy hækkun og 3.5" fjöðrunar hækkun með mjög viðtæka klippivinnu á innri frambretti bíls þyrfti til að þetta gangi. Að mínu mati ber fjöðrunin að framan allavega ekki meira en ca 3.5" hækkun. það fer að vera vesen með allar boddý hækkanir umfram 2 til 2.5" út af átökum sem myndast, áfyllingar rör á tanki, stýrisgang og fleirra.

Síðan er það spurning með afl til að knúa þessum 35" dekkjum. Það voru einusinni til 5.83:1 hlutföll fyrir þessa bíla en það var hætt að framleiða þau fyrir ca 7 árum síðan. Það er held ég einn söluaðili í Tyrklandi sem er þó með 5.72:1 hlutföll en ég er ekki með það staðfest að þau séu raunverulega til hjá þeim söluaðila.

Ekki misskilja þessa upplýsingar gjöf samt sem neikvæðni á neinn hátt, það væri flott að sjá svona bíl vel breytt fyrir 35" eða stærra þessvegna. En að gera það rétt og faglega tel ég ver a stórt verk. Þú kannski sannar það fyrir okkur hinum að þetta sé kannski ekkert mál Þá fylgjum við mögulega í kjölfarið.

Kveðja,
Tryggvi
Back to top
kjellin
Wed Apr 10 2013, 10:08a.m.
Registered Member #54

Posts: 270
bara kaupa hástingar og fara í 38"
Back to top
bjarni95
Wed Apr 10 2013, 10:22a.m.
Registered Member #1148

Posts: 124
Takk fyrir upplýsingarnar Tryggvi, Ég ætla að skoða þetta mjög vel áður en ég geri eitthvað af viti, bíllinn er flottur eins og hann er og var þetta nú bara af forvitni sem ég spurði.

En ef ég fer í einhverjar framkvæmdir þá skal ég endilega taka myndir og documenta allt mjög vel til að deila með ykkur hérna

-Bjarni
Back to top
Brynjar
Wed Apr 10 2013, 11:15p.m.
Registered Member #26

Posts: 445
Tryggvi wrote ...

Sæll

Það er kannski örlítið afstætt hvað mönnum þykir mikið mál... En að mínu mati er stutta svarið JÁ!

Það er bara vist mikið hægt að klippa úr ytra hluta boddy og fá sömu bretta kannta til að passa á bílinn þannig að það eru raunveruleg takmörk þar, nema þú sért að spá í sérsmíðuðum köntum. Ef þú ert sáttur við talsvert mikið dekkja nudd í fjöðrun og við að leggja á bílinn þá gæti þetta kannski talist minna mál og það helsta væri að kaupa bara gang af 35" dekkjum og skrúfa undir En ég myndi segja ca 4" boddy hækkun og 3.5" fjöðrunar hækkun með mjög viðtæka klippivinnu á innri frambretti bíls þyrfti til að þetta gangi. Að mínu mati ber fjöðrunin að framan allavega ekki meira en ca 3.5" hækkun. það fer að vera vesen með allar boddý hækkanir umfram 2 til 2.5" út af átökum sem myndast, áfyllingar rör á tanki, stýrisgang og fleirra.

Síðan er það spurning með afl til að knúa þessum 35" dekkjum. Það voru einusinni til 5.83:1 hlutföll fyrir þessa bíla en það var hætt að framleiða þau fyrir ca 7 árum síðan. Það er held ég einn söluaðili í Tyrklandi sem er þó með 5.72:1 hlutföll en ég er ekki með það staðfest að þau séu raunverulega til hjá þeim söluaðila.

Ekki misskilja þessa upplýsingar gjöf samt sem neikvæðni á neinn hátt, það væri flott að sjá svona bíl vel breytt fyrir 35" eða stærra þessvegna. En að gera það rétt og faglega tel ég ver a stórt verk. Þú kannski sannar það fyrir okkur hinum að þetta sé kannski ekkert mál Þá fylgjum við mögulega í kjölfarið.

Kveðja,
Tryggvi


er þetta ekki fullmikið af því góða ? rúmlega 10 cm boddýhækkun í raun rétt tæplega 18 cm hækkun fyrir 35 tommudekk? það komust 35 tommu dekk undir mína með old man emu gormum og dempurum 4 eða 5 cm fjöðrunarhækkun og 5 cm boddýhækkunn og skorið duglega úr.
Back to top
bjarni95
Thu Apr 11 2013, 09:46a.m.
Registered Member #1148

Posts: 124
Það er eflaust hægt að fara auðvelda leið að þessu eins og þú segir Brynjar, en ef þú ætlar að gera hlutina vel og vandaða er best að fara lengri leiðina eins og Tryggvi sagði. Ef ég geri eitthvað þá verður það gert vel og ekkert sparað.

-Bjarni
Back to top
Tryggvi
Thu Apr 11 2013, 06:49p.m.
Registered Member #356

Posts: 198
Sælir

Ég efa ekki að sumir hafi skrúfað til dæmis 35" undir bílana sína með einungis 33" hækkun í raun og það gengið að einhverju leiti. Ég myndi alveg treysta mér að aka mínum á malbiki á 35" ef út í það er farið...

En svona til að hafa fulla fjöðrunar lengd og ekkert "burr og brooonkk" hljóð þegar bíllinn fjaðrar utan malbiks og möguleikan á skorin dekk sem eru að nuddast í járn (fer að sjálfsögðu eftir frágang innri bretta) þá er að mínu mati þörf á talsvert meiri hækkun en fyrir 33".

Síðan er auðvitað munurinn á milli 3 dyria bílana og 5 dyra bílana aftur hurðar og hjólskálarnar eru svona að mínu mati aðeins erfiðari viðureignar að klippa úr en fyrir standard 33" brettakantana sem eru til á flesta bíla. Þannig að til að flá gott bil til að fjaðra þarf meiri hækkun.

Svona til fróðleiks þá nuddast vetrardekkin mín aðeins við grind þegar ég legg vel á bílinn í akstri (ég er búinn að minka beygjuradíus eins og frekast er hægt) og við að fjaðra vel utan vegar snerta þau aðeins. Sumar dekkin eru mjög passleg. Bæði eru þetta 33" dekk en frá sitthvorum framleiðanda og því smá munur á breydd á þeim og að sama skapi smá munur á ofsett á felgum. En það sem ég er svona í raun að koma í orðum er að þetta fer auðvitað eftir smekk manna hvað þeir ætla sér og hvernig notkun er á bílnum. Mín notkun er oft á þann veg að utanvegar reynir mikið á að víxlfjaðra vel og þá þarf ég gott bil fyrir dekkin... Nota bene ég er með breytta aftur fjöðrun með 30° halla getu vinnstri/hægri og mun slaglengri fjöðrun að aftan. Svo vill ég sem minnst hafa af snertingu dekkja og bíls en langa fjöðrun

Bara svona mitt álit

Kveðja,
Tryggvi
Back to top
Brynjar
Sat Apr 13 2013, 12:03a.m.
Registered Member #26

Posts: 445
bjarni95 wrote ...

Það er eflaust hægt að fara auðvelda leið að þessu eins og þú segir Brynjar, en ef þú ætlar að gera hlutina vel og vandaða er best að fara lengri leiðina eins og Tryggvi sagði. Ef ég geri eitthvað þá verður það gert vel og ekkert sparað.

-Bjarni


þó leiðinn sé auðveld þarf hún ekki að vera ílla gerð þar að auki er auðveldara að boddýhækka bíl og fjöðrunarhækka en að skera mikið úr og ganga vel frá því. mín skoðunn er að menn eiga hækka bílana sína sem minnst þegar þeir breyta þeim. ég er til dæmis á 33 tommu súkku bíl núna sem er ekkert hækkaður hvorri boddý né fjöðrun og rekst ekkert í sama hveru mikil víxl fjöðrun er í gangi.

en ég skil vel að menn hafa mismunandi skoðanir á þessum málum auk þess sem hver velur sína leið í breytingum.
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design