Forums
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda :: Forums :: Almennt spjall :: Almennt spjall
Eyðsla á Sidekick Sport 1.8L << Previous thread | Next thread >>
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
bjarni95
Sun Apr 14 2013, 12:57p.m.
Registered Member #1148

Posts: 124
Sælir félagar,

Ég er að velta fyrir mér eyðslunni á sidekickinum mínum, seinustu tvo tanka hefur hann verið að eyða um 18l á hundraðið, er það eðlilegt? þar áður hefur hann verið að eyða um 15-16l á hundraðið.
Ég er búinn að mæla loftþrýstingin í dekkjunum og hann er eðlilegur fyrir 33" dekkin mín.

Hvað get ég gert til að lækka eyðsluna??


-Bjarni
Back to top
Tryggvi
Sun Apr 14 2013, 05:48p.m.
Registered Member #356

Posts: 198
Sæll

Minn er að eiða ca 14.5 til 16L pr/100KM innanbæjar á veturnar og 13 til 14.5 á sumrin. Síðan dettur hann alveg niður í 9L pr/100 KM utanbæjar ef vindáttin er hagstæð Ég er með milli 20-24 PSI í dekkjunum eftir aðstæðum og hitastig á 33". Minn er sjálfskiptur.

Það er spurning með eitthvað af eftirtalda hluti:
Kertin séu orðin léleg
Súrefnisskinjararnir lélegir
Getur verið að framdrifslokurnar séu í "Lock" stöðu?
Bremsur leggi út í

Það er alveg óvitlaust að seta eitt til tvö skipti á ári bensín hreinsir í tankinn líka til að hreinsa kerfið. En svo er gott að hafa viðhald í góðu standi, loftsíu, bensín síu, kveikjutíma og svoleiðis hluti.

Vona að þetta aðstoði eitthvað.

Kveðja,
Tryggvi
Back to top
bjarni95
Sun Apr 14 2013, 05:56p.m.
Registered Member #1148

Posts: 124
Sæll,

Næsta skref hjá mér var einmitt að skoða kertin og slípa þau til/ kaupa ný. Ég á líka bensínhreinsi sem ég ætla að setja á hann bráðlega.
Ef ég er með sjálfvirkar lokur er einhver leið til að athuga stöðuna á þeim? ég er búinn að bakka þessa nokkra metra nokkrum sinnum til að aftengja þær.

Bíllinn er með góða K&N síu sem er tiltölulega ný og mjög hrein.


-Bjarni
Back to top
Tryggvi
Sun Apr 14 2013, 06:52p.m.
Registered Member #356

Posts: 198
Sæll

Prófaðu að seta bílinn einhverstaðar á jafnsléttu, hafa í hlutlausum og stíga út úr bílnum þegar þú veist að hann rennur ekkert, síðan prófar að rugga honum pínu áfram eða afturábak og skoða hvort annað hvort fram öxlana hreyfast, líka hvort drifskaftið hreyfist. Ef eitthvað af þessu hreyfist þá ert með að hluta eða að öllu leiti til tengt framdrifið.... Svo er bara að fá sér handvirkar lokur

Kveðja,
Tryggvi
Back to top
bjarni95
Sun Apr 14 2013, 07:51p.m.
Registered Member #1148

Posts: 124
Sæll,

Ég prófa þetta, set svo inn update til að fleiri sem eiga við þetta vandamál að stríða geti lært eitthvað af þessu með mér

-Bjarni
Back to top
bjarni95
Sun Apr 14 2013, 09:42p.m.
Registered Member #1148

Posts: 124
Jæja ekki voru það driflokurnar en bensínhreinsarin er kominn í tankinn og vona ég bara að það virki

-Bjarni
Back to top
bjarni95
Mon Apr 15 2013, 03:00p.m.
Registered Member #1148

Posts: 124
Bensín/ventlahreinsarinn virðist hafa virkað vel, eyðslan er kominn niður í 14.5 l aftur

-Bjarni
Back to top
Godi
Mon Apr 15 2013, 06:28p.m.
Registered Member #21

Posts: 174
ég átti líka sport og hann eyddi alltaf slatta hann var beinskiptur og á 33'' 12-16L var algengt, hélst allveg sjánlega lægri ef keyrt var e-ð lengra en bara í vinnuna
Back to top
Jbrandt
Mon Apr 15 2013, 06:54p.m.
Registered Member #958

Posts: 98
Ég keyri greinilega eins og kona. Minn hefur aldrei farið yfir 12.5 í venjulegri keyrslu. 33" BSK
Back to top
dui1
Mon Apr 15 2013, 08:27p.m.
Registered Member #1030

Posts: 111
Mér finnst eins og minn sé að eyða hátt i 20 a hundraðið 1600vitara sjálfskiptur á31" hvert er þá mitt vandamál sem þarf að athuga
Back to top
bjarni95
Tue Apr 16 2013, 12:11a.m.
Registered Member #1148

Posts: 124
Bensínhreinasrinn gerði allavega gott fyrir minn bíl, passa uppá þrýstingin í dekkjum líka
Back to top
Fannar
Tue Apr 16 2013, 12:32a.m.
Fannar
Registered Member #519

Posts: 285
Lang best að vera bara með beinskiptingu og halda bílnum á léttri gjöf, alltafað halda vélinni á milli 3000 til 4000 sn/mín. Vitaran mín eyddi minnst þannig á 31" og hún var alltaf a' eyða 10-13
Back to top
bjarni95
Tue Apr 16 2013, 07:06p.m.
Registered Member #1148

Posts: 124
En hvernig er það þegar þið farið í lengri jeppaferðir, eru þið með aukatank í bílnum eða bara brúsa? hversu mikið af bensíni takið þið með?
Back to top
Jbrandt
Tue Apr 16 2013, 10:36p.m.
Registered Member #958

Posts: 98
Það er nú svo takmarkað pláss undir þessum bílum svo ég ætla að flestir ef ekki allir séu vopnaðir brúsum
Back to top
bjarni95
Tue Apr 16 2013, 10:50p.m.
Registered Member #1148

Posts: 124
Já líklegast, það var líka það sem ég hugsaði.
Back to top
Tryggvi
Tue Apr 16 2013, 10:55p.m.
Registered Member #356

Posts: 198
Sælir

Tankarnir á þessum helstu Vitara, Sidekick og Grand Vitara eru örlítið mis stórir. Ég hef flett upp á netið stærðir frá 42 Lítra og alveg upp í 72 Lítra tanka. En held að flestir Sidekick bílarnir séu með ca 56-58 Lítra tank. Ég hef verið að velta fyrir mér að fá mér svona 72 Lítra tank ef ég get staðfest þessar tölur og fengið málin á hreint upp á að tankurinn passi.

Annars er ég að vinna í að útbúa álgrind aftan á bílinn í staðinn fyrir varadekkið til að festa 2 stk. 20L brúsa sem ég er stundum með með mér í ferðir. Það hefur dugað í allt sem ég hef farið, jafnvel helgar ferðir með mikinn akstur utan leiða þar sem eru bensínstöðvar

Kveðja,
Tryggvi
Back to top
bjarni95
Tue Apr 16 2013, 11:03p.m.
Registered Member #1148

Posts: 124
Ég kem nú samt ekki nema 40 lítrum á minn tank, sidekick sport '96 en hann dugði dagsferð inní mörk og meiri akstur á heimleiðinni en eðlilegt getur talist

-Bjarni
Back to top
bjarni95
Tue Apr 16 2013, 11:28p.m.
Registered Member #1148

Posts: 124
En ég hefði ekkert á móti því að vera með 72 lítra tank, þyngir hann líka að aftan sem þýðir meira grip ef þarf
Back to top
dui1
Wed Apr 17 2013, 07:50a.m.
Registered Member #1030

Posts: 111
Ég ætla að boddí hækka mína vitoru og gamli ætlar að smíða fyrir mig tank sem verður þá væntanlega 2" hærri en orginalinn
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design