Forums
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
mattador_vido
Sun Apr 21 2013, 04:10p.m.
Registered Member #1054

Posts: 7
Góðan daginn.
Ég er með jimy 2003 árg. sem er með einhverjar gangtruflanir.
það er nýbúið að skipta um kerti í gripnum (s.l. föstudag)
og voru fremsta og aftasta kertið sótað en hin tvö ekki svo.

þegar bíllinn er í kringum 1000 snúninga þá fer vélin að erfiða og endar með því að drepa á sér.
Einnig nær hann ekki snúningi og fretar í allmennum akstri...
(tók reykjanesbrautina á 50 km/klst í síðustu viku)

Það er búið að loga vélarljós í dágóðan tíma en hefur hingað til ekki haft áhrif á ganginn í bílnum.

Dettur einhverjum hér í huga hvað vandamálið gæti verið af hverju hann er að láta svona illa ?
Ef þið viljið nánari lýsingu þá er um að gera að spyrja og ég veiti þær upplýsingar eftir bestu getu.
Back to top
Jbrandt
Sun Apr 21 2013, 04:28p.m.
Registered Member #958

Posts: 98
Farðu vel yfir allar hosur og athugaðu hvort hann sé að taka falskt lof til að byrja með.

Svo er alltaf spurning með stíflaðan hvarfakút það var raunin hjá mér þegar bíllinn hagaði sér svona
Back to top
Juddi
Sun Apr 21 2013, 11:17p.m.
juddi
Registered Member #173

Posts: 471
Mundi byrja á því að lesa bilana codan það gæti hjálpað helling og jafnvel leyst málið annars er td gott að þjöppumæla mótorinn
Back to top
Sævar
Sun Apr 21 2013, 11:53p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Fremsta og aftasta kertið, 1 og 4 cyl fá neista frá einu og sama háspennukeflinu, væri ekki reynandi að fá t.d. lánað af partasölu samskonar háspennukefli og prófa hvort hann gangi ekki betur, verkfæri sem þarf í verkið 10mm toppur og skrall
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design