Forums
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda :: Forums :: Almennt spjall :: Almennt spjall
Cruise Control í beinskiptum? << Previous thread | Next thread >>
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
bjarni95
Thu Apr 25 2013, 07:20p.m.
Registered Member #1148

Posts: 124
Ég er með Cruise Control í beinskipta Sidekick Sportinum mínum, bíllin er original með beinskiptingu svo að þetta ætti að vera tengt.

Hvernig virkar þetta? Eru einhver sérstök atriði sem ég þarf að uppfylla áður en cruiesið virkar?

-Bjarni
Back to top
punktur18
Thu Apr 25 2013, 10:34p.m.
Registered Member #1057

Posts: 114
Er með cruise control i sidekickinu mínu, ég ýti bara á cruise takkan siðan sleepi inngjöfini og sný dúddanum á stýrinu virkar fyrir mig hehe
Back to top
bjarni95
Fri Apr 26 2013, 12:31a.m.
Registered Member #1148

Posts: 124
Ég þarf greinilega að fikta meira í þessu
Back to top
Sævar
Fri Apr 26 2013, 02:17p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
virkar ekki ef hraðamælir er óvirkur, virkar ekki ef check engine ljós logar, virkar ekki ef abs ljós logar
Back to top
bjarni95
Fri Apr 26 2013, 05:32p.m.
Registered Member #1148

Posts: 124
Hraðamælirinn virkar og hvorki check engine né ABS loga samt fæ ég þetta ekki til að virka
Back to top
Sævar
Fri Apr 26 2013, 05:54p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Kvikna bæði ABS ljós og Check Engine eða Service Engine Soon ljósin þegar þú svissar alveg á en startar ekki? þ.e. perurnar ekki ónýtar...

Ef allt þetta er í lagi þá er bara að kíkja á búnaðinn fram í, hvort allt sé tengt, liðugt og fínt.
Back to top
bjarni95
Fri Apr 26 2013, 11:02p.m.
Registered Member #1148

Posts: 124
Nei abs logar ekki og mig grunar að það virki ekki, hann læsir hjólunum í hálku. Það er líka ofarlega á listanum að fara yfir perurnar í mælaborðinu, ég átti í smá veseni að ná því úr þegar ég ætlaði að gera þetta um daginn, fer í þetta um næstu helgi þegar hann fer inn í yfirhalningu. Ætla að yfirfara og grunna ryð og klára þrýstiloftskerfið
Back to top
bjarni95
Fri Apr 26 2013, 11:03p.m.
Registered Member #1148

Posts: 124
Annað, er Check engine og service engine soon sitthvort ljósið?
Back to top
Sævar
Sat Apr 27 2013, 12:06p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
nei, sidekick sport er oftast með Service Engine Soon ljós, en 1600 sidekick með Check Engine ljós

Það eru ekki allir bílarnir með ABS, en ég hef aldrei séð bíl með Cruise Control nema hann sé líka með ABS
Back to top
bjarni95
Sat Apr 27 2013, 01:24p.m.
Registered Member #1148

Posts: 124
Það er abs límmiði á bílnum svo ég geri sterklega ráð fyrir því að það sé abs kerfi í bílnum sem er óvirkt af einhverri ástæðu.
Back to top
bjarni95
Tue Apr 30 2013, 01:20p.m.
Registered Member #1148

Posts: 124
Ég var að hafa áhyggjur af því að perurnar væru sprungrnar en svo er ekki, ég fæ ekki upp ABS, Handbremsuljósið og heldur ekki bláa ljósið fyrir háu ljósin, samt eru allar perur í lagi.

Hvað gæti verið að?

[ Edited Tue Apr 30 2013, 01:20p.m. ]
Back to top
bjarni95
Tue Apr 30 2013, 01:38p.m.
Registered Member #1148

Posts: 124
Svo þegar ég pæli í því þá fæ ég heldur ekkert hljóð ef ég gleymi að slökkva á ljósunum, gæti verið að tölvan sé að bila eitthvað?
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design