Forums
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda :: Forums :: Almennt spjall :: Almennt spjall
Vitara dísel VS bensín afturöxlar og vatnskassi. << Previous thread | Next thread >>
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
Snorri
Wed May 01 2013, 01:50p.m.
Registered Member #63

Posts: 55
Daginn fróðu menn og konur.

Ég er í smá vandræðum en ég er að versla stutta dísel vitöru ´96 árgerð sem er með ónýta hjólalegu ofl en hún er ökufær nema að hjólalegan vinstra megin að aftan er alveg ónýt.
Ég bý á Hólmavík og þarf helst að geta komið bílnum úr Reykjavík þar sem ég hef enga aðstöðu til viðgerða í Reykjavík og til Hólmavíkur.
Veit einhver hvort öxull úr gömlum bensín bíl passar í þennan dísel bíl ?
Ef svo er get ég tekið með mér öxul með legu í bæinn og keyrt heim, það er lítil aðgerð svo það myndi ganga hjá mér.
Eins er ég að spá í hvort vatnskassi úr 1600 bensín passar í 1900 dísel ?

Kv Snorri.
S:8653014
Back to top
Sævar
Wed May 01 2013, 05:13p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Ég veit ekkert um þessa bíla og umboðið neitar þeim enda sérinnfluttur. Vélin er held ég Renault frekar en Peugeot sem veit auðvitað bara á gott

En hef ekki hugmynd um hvort það sé sami undirvagn að öllu leiti og í bensín stutta bílnum. Grunar það þó frekar.

Ég á þó síður von á að vatnskassinn passi á milli, það þætti mér koma á óvart
Back to top
Snorri
Thu May 02 2013, 05:18p.m.
Registered Member #63

Posts: 55
Sæll Sævar og takk fyrir þetta, ég verð líklega bara að prufa hvort öxullinn passar en það er rétt að þeir vita ekkert um þennan bíl í umboðinu.

Kv Snorri.
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design