Forums
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda :: Forums :: Tæknilega hornið :: Viðgerðir, breytingar og eilífðarverkefni
Hjólalegur og pakkdós að aftan << Previous thread | Next thread >>
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
Cons`
Sun May 05 2013, 07:16p.m.
Registered Member #366

Posts: 46
Sælir höfðingjar!

Hvernig er að skipta um hjólalegu og pakkdós að aftan?

Einhver sem getur líst processinu stuttlega fyrir mér?

Fyrir fram þökk!
Back to top
Sævar
Sun May 05 2013, 07:56p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
hæhæ, tekur öxulin úr og handbremsubarka og bremsurör frá, slípar eða skerð í krumphringinn sem heldur legunni fastri, lemur hann af og leguna líka, lemur nýja legu á og rauðhitar krumphringinn með gas og súr og smeygir honum á og lætur hann kólna og herpa sig, drullar feiti yfir allt saman og svo er bara basic að skipta um pakkdósina hún er inní rörinu á hásingunni...
Back to top
birgir björn
Sun May 05 2013, 11:19p.m.
Biggi
Registered Member #18

Posts: 1803
http://www.youtube.com/watch?v=2iJK0GCNoYQ
Back to top
Cons`
Sun May 12 2013, 07:53p.m.
Registered Member #366

Posts: 46
Þetta er komið, takk fyrir þetta!

Ótrúlegt en satt þá skil ég ekki hvernig hjólið gat ennþá verið á bílnum! Varð reyndar allt í einu rosalega laust en hékk á á lyginni.

Það var akkúrat ekkert eftir af hjólalegunni, öxullinn búinn að slípast vel og allt í drifi fullt af svarfi og þykk olíu drulla á drifinu! Þurfti að renna og málmsprauta öxulinn, hann var svo illa farinn.

Ótrúlegt að hann hafi komist í gegnum skoðun fyrir stuttu síðan... En allt komið í lag núna!
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design